Bæjarráð

3239. fundur 11. desember 2025 kl. 08:15 - 10:29 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Einar Örn Þorvarðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.25121002 - Undirbúningsfélag um byggingu brennslu

Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu fer yfir stöðu máls og næstu skref.
Kynning og umræður.

Gestur vék af fundi kl. 8:46.

Gestir

  • Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2510596 - Ósk bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur eftir upplýsingum um ástand og burðargetu fráveitukerfis Kópavogs

Frá umhverfissviði, dags. 09.12.2025, lagt fram svar við erindi bæjarfulltrúa Samfylkingar. Jafnframt er lögð fram drög greinargerð unnin af Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar ehf.
Lagt fram.

Umræður.

Gestur vék af fundi kl. 9:09

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfisviðs - mæting: 08:47

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2512785 - Kynning á stöðu langtímahættumats Veðurstofu Íslands - Hraunavá

Framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins kynnir stöðu langtímahættumats.
Kynning og umræður.

Gestir viku af fundi kl. 10:27.

Gestir

  • Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisin - mæting: 09:34
  • Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, deildarstjóri almannavarna á höfuðborgarsvæðinu - mæting: 09:34
  • Ingvar Sverrisson Aton - mæting: 09:34

Fundargerðir nefnda

4.2512006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 433. fundur frá 05.12.2025

Fundargerð í 20 liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

5.2511028F - Lýðheilsu- og íþróttanefnd - 8. fundur frá 04.12.2025

Fundargerð í 26 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.2512012F - Velferðar- og mannréttindaráð - 12. fundur frá 08.12.2025

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.
  • 6.4 23032023 Samræmd móttaka flóttafólks
    Lagður fram til afgreiðslu viðauki við samning um samræmda móttöku vegna ársins 2026. Niðurstaða Velferðar- og mannréttindaráð - 12 Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti að ritað verði undir viðauka III við núgildandi samning um móttöku flóttafólks. Málinu vísað áfram til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Gestur vék af fundi kl. 9:25

    Bæjarráð vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar.
  • 6.6 2204193 Reglur Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu
    Lögð fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð gjaldskrá vegna stuðningsþjónustu í formi heimastuðnings. Niðurstaða Velferðar- og mannréttindaráð - 12 Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir uppfærða gjaldskrá vegna stuðningsþjónustu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Gestir

  • Þóra Kemp skrifstofustjóri - mæting: 09:10

Fundargerðir nefnda

7.25121099 - Fundargerð 619. fundar stjórnar SSH frá 01.12.2025

Fundargerð 619. fundar stjórnar SSH frá 01.12.2025.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:29.