Frá bæjarfulltrúa Pírata, dags. 06.02.2026, lögð fram svohljóðandi fyrirspurn:
Undirrituð óskar eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi grænkerafæði (vegan) í
leikskólum Kópavogsbæjar og stöðu innleiðingar.
1. Bjóða allir leikskólar Kópavogsbæjar upp á grænkerafæði (vegan) sem valkost fyrir
börn, ef óskað er eftir því af hálfu forráðamanna? Ef nei, hvaða leikskólar eru það
og hver er ástæðan?
2. Óskað er eftir upplýsingum um fjölda barna sem eru skráð í grænkerafæði í
hverjum leikskóla fyrir sig.
3. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig fræðslu og námskeiðum um grænkerafæði
fyrir starfsfólk leikskóla hefur verið háttað eftir að samþykkt var að bjóða upp á
vegan fæði í leikskólum Kópavogs vorið 2022.