Bæjarráð

2727. fundur 10. apríl 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
  • Hreiðar Oddsson
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1404006 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 8. apríl

112. fundargerð í 8 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.1403026 - Hafnarstjórn, 7. apríl

95. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

3.1403024 - Leikskólanefnd, 3. apríl

47. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

4.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 7. apríl

333. fundargerð í 14 liðum.

Bæjaráð vísar gjaldskrám til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.1404239 - Rekstrar- og samstarfssamningur HSK og Kópavogsbæjar

Frá bæjarstjóra, dags. 5. apríl, rekstrar- og samstarfssamningur milli Hjálparsveitar skáta í Kópavogi, annars vegar og Kópavogsbæjar, hins vegar, undirritaður með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir samninginn einróma.

6.1002277 - Skipting framlags til stjórnmálasamtaka á grundvelli 5. gr. laga nr. 162/2006

Frá bæjarritara, dags. 7. apríl, skipting framlaga til stjórnmálaflokka 2014

Lagt fram.

7.1404116 - Skálaheiði 2. Íþr.hús HK Digranesi. Umsókn MK um tækifærisleyfi til að halda árshátíð. Beiðni um ums

Frá laganema, dags. 8. apríl, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 3. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Menntaskólans í Kópavogi (MK), Digranesvegi 51, Kópavogi, kt. 631173-0399, um tækifærisleyfi til að mega halda árshátíð, fimmtudaginn 10. apríl 2014, frá kl. 22:00-02:00, í íþróttahúsi HK Digranesi, að Skálaheiði 2, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Margrét Friðriksdóttir, kt. 200957-2029. Öryggisgæsluna annast Go-Security.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

8.1404219 - Nýbýlavegur 32, Reynimelur ehf. (Super Sub ehf.). Umsókn um nýtt rekstrarleyfi. Beiðni um umsögn.

Frá laganema, dags. 8. apríl, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 7. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Reynimels ehf., kt. 540703-2480, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús í flokki I, á staðnum Super Sub, að Nýbýlavegi 32, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

9.1404097 - Útboð líkamsræktaraðstöðu. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. apríl, svar við fyrirspurn varðandi útboð líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs.

Lagt fram.

10.1306115 - Tillaga um sameiginlegar reglur, forval og útboð vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæð

Frá SSH, dags. 7. apríl, drög að samkomulagi um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, drög að reglugerð og þjónustulýsingu.

Lagt fram.

11.1201366 - Líkamsræktarstöðvar, útboð á húsnæði í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Versölum

Frá Íslögum ehf., dags. 2. apríl, athugasemdir varðandi útboð vegna útleigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í Kópavogi.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

12.1310274 - Óskað eftir upplýsingum og umsögn vegna kvörtunar Lauga ehf. yfir verðlagningu líkamsræktarkorta í h

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 2. apríl, afrit af bréfi til Markarinnar varðandi framkvæmd útboðs í leigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í Kópavogi, þar sem fram kemur að ekki þyki tilefni til að Samkeppniseftirlitið aðhafist frekar í málinu.

Lagt fram.

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er miður að samkeppnin valdi 100% hækkunum á árskortum í líkamsrækt eins og stefnir í í sundlaugum Kópavogs.

Samkeppnislög og reglur um samkeppni eru ofmetnar í okkar ágæta samfélagi.

Arnþór Sigurðsson"

13.707091 - Digranesvegur 81 / Hrísar. Viðræður - dómsmál

Frá JP Lögmönnum, dags. 7. apríl, krafa um að Sorpa bs. víki af lóðinni Digranesvegi 81.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

14.1401783 - Múlalind 3

Frá Erni Gunnlaugssyni, dags. 3. apríl, óskað eftir að flutningabíll við Múlalind 3 verði fjarlægður.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

15.1404203 - Óskað eftir stuðningi við 100. Íslandsmótið í skák

Frá Skáksambandi Íslands, dags. 7. apríl, óskað eftir stuðningi við 100. Íslandsmótið í skák, sem haldið verður í Stúkunni við Kópavogsvöll dagana 21. maí til 2. júní 2014.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

16.1404215 - Fundargerð aðalfundar, ályktanir er snerta málefni bæjarbúa

Frá Kvenfélagasambandi Kópavogs, dags. 3. apríl, ályktanir frá aðalfundi félagsins frá 29. mars sl.

Lagt fram.

 

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Vek athygli á tillögu Kvenfélagasambands Kópavogs sem árétting á tillögu frá síðasta aðalfundi sem er áskorun til bæjarstjóra um að skila jákvæðri umsögn um hundaleikvöll.

Hjálmar Hjálmarsson"

17.1311339 - Starfshópur um stöðu húsnæðismarkaðarins

Skýrsla Capacent um fasteignamarkað í Kópavogi.

Lagt fram.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hvenær skilaði Capacent þessari skýrslu til Kópavogsbæjar?

Hver vann fréttatilkynninguna uppúr skýrslunni?

Hefði ekki verið eðlilegra að bæjarfulltrúar hefðu fengið skýrsluna samdægurs og fréttatilkynning unnin í kjölfar þess að skýrslan var lögð fram í bæjarráði eða bæjarstjórn?

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi svar:

"Skýrslan barst kl. 18:22 mánudaginn 7. apríl og almannatengill bæjarins vann fréttatilkynningu upp úr henni. Áður hefur verið gerð athugasemd um að skýrslur, m.a. frá Capacent fari ekki beint á vef bæjarins, og í ljósi umræðunnar taldi ég mikilvægt að skýrslan væri birt opinberlega sem fyrst í fjölmiðlum.

Ármann Kr. Ólafsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það hefur aldrei verið farið fram á að skýrslur sem unnar eru fyrir bæjarstjórn séu lagðar fram í fjölmiðlum áður en þær eru lagðar fram í bæjarstjórn. Það hefur verið gagnrýnt í einhverjum tilfellum að skýrslur hafi verið stimplaðar sem trúnaðarplögg sem eiga fullt erindi til almennings. Hér er verið að gagnrýna vinnubrögð og starfshætti bæjarstjóra og aftur spurt hvort hann hafi komið með einhverjum hætti að því að skrifa umrædda fréttatilkynningu eða haft áhrif á innihald hennar.

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það var mjög eðlilegt í ljósi umræðunnar sem hefur verið um húsnæðismál í Kópavogi, og það að beðið hefur verið þessarar skýrslu of lengi, að þessar upplýsingar væru lagðar fram og skýrslan send fjölmiðlum.

Ármann Kr. Ólafsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er ekki umdeilt að skýrslan á erindi til almennings. Þetta er spurning um aðferð og vinnubrögð

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi:

"Það er rétt enda hef ég gagnrýnt vinnubrögð minnihlutans mjög í öllum þeirra tillöguflutningi varðandi húsnæðismál í Kópavogi og það kemur á daginn, eins og ég hef alltaf sagt, að eðlilegra hefði verið að bíða eftir niðurstöðum þessarar skýrslu.

Ármann Kr. Ólafsson"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Hér var um snör og góð vinnubrögð bæjarstjóra að ræða og ber að fagna því þegar upplýsingum er komið svona hratt og örugglega á framfæri við bæjarbúa sem og bæjarfulltrúa.

Ómar Stefánsson"

18.1403629 - Skólar og menntun í fremstu röð - Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Fulltrúi SSH, Skúli Helgason, mætti til fundar og gerði grein fyrir skýrslunni Skólar og menntun í fremstu röð.

19.1404202 - Ársskýrsla og ársreikningur 2013

Frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 7. apríl, ársskýrsla og ársreikningur fyrir árið 2013.

Bæjarráð óskar eftir umsögn fjármála- og hagsýslustjóra.

20.1404301 - Styrkbeiðni vegna Skákhátíðar í Kópavogi

Frá Skákfélaginu Hróknum, styrkbeiðni vegna Skákhátíðar í Kópavogi.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.