Frá SSH. dags. 16.01.2026, lagðar fram niðurstöður ESA vegna tekjuskattsundanþágu Sorpu bs. Niðurstaða Stefnuráðs byggðasamlaganna fellst fyrir sitt leyti á að fyrirliggjandi tillögum verði vísað til afgreiðslu aðildarsveitarfélaganna og fylgt eftir þar með frekari kynningu af hálfu Sorpu bs. og vinnuhópsins verði
eftir því leitað.
Á grundvelli ofangreinds er farið fram á að meðfylgjandi tillaga um stofnun tveggja nýrra dótturfélaga Sorpu bs., sem nánar er lýst í fylgiskjali 2, verði tekin til umræðu og afgreiðslu á vettvangi sveitarfélagsins.
Bæjarráð þakkar vandaða vinnu og vísar málinu til umsagnar skrifstofu áhættu- og fjárstýringar til frekari greiningar.