Bæjarráð

3243. fundur 22. janúar 2026 kl. 08:15 - 12:04 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2503912 - Barnasáttmálinn - aðgerðaráætlun um barnvænt sveitarfélag

Frá menntasviði, lögð fram til samþykktar bæjarráðs aðgerðaráætlun Kópavogsbæjar vegna innleiðingar Barnasáttmálans.
Gestir viku af fundi kl. 8:48.

Bæjarráð þakkar vandaða vinnu og vísar málinu til umsagnar skrifstofu áhættu- og fjárstýringar til frekari greiningar.

Gestir

  • Anna Elísabet Ólafsdóttir sérfræðingur í lýðheilsufræðum - mæting: 08:15
  • Amanda K. Ólafsdóttir skrifstofustjóri menntasvið - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.25081267 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá lögfræðiþjónustu, dags. 1.12.2025, lögð fram umsögn vegna umsóknar um launað námsleyfi.
Bæjarráð synjar með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur umsókn um launað námsleyfi vegna náms í opinberri stjórnsýslu, sbr. 9. gr. reglna um launuð námsleyfi.


Bæjarstjóri vék af fundi kl. 11:55

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.26011301 - Stöðvarhvarf 1-3/Skólahvarf 2-4. Beiðni um heimild tl veðsetningar

Frá umhverfissviði, dags. 19.01.2026, lögð fram beiðni um heimild til veðsetningar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur umbeðna heimild.

Ýmis erindi

4.26011425 - Viðbrögð við niðurstöðu ESA vegna tekjuskattsundanþágu Sorpu bs.

Frá SSH. dags. 16.01.2026, lagðar fram niðurstöður ESA vegna tekjuskattsundanþágu Sorpu bs. Niðurstaða Stefnuráðs byggðasamlaganna fellst fyrir sitt leyti á að fyrirliggjandi tillögum verði vísað til afgreiðslu aðildarsveitarfélaganna og fylgt eftir þar með frekari kynningu af hálfu Sorpu bs. og vinnuhópsins verði

eftir því leitað.



Á grundvelli ofangreinds er farið fram á að meðfylgjandi tillaga um stofnun tveggja nýrra dótturfélaga Sorpu bs., sem nánar er lýst í fylgiskjali 2, verði tekin til umræðu og afgreiðslu á vettvangi sveitarfélagsins.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

5.2601012F - Leikskólanefnd - 176. fundur frá 15.01.2026

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.2601002F - Menningar- og mannlífsnefnd - 10. fundur frá 20.01.2026

Fundargerð i einum lið.
  • 6.1 2601534 Menningarmiðstöð
    Kynning ásamt tillögum sem lagðar eru fram til samþykktar. Niðurstaða Menningar- og mannlífsnefnd - 10 Védís Hervör Árnadóttir umbóta- og þróunarstjóri kynnir hugmyndir að menningarmiðstöð í Smáralind og bókasafni í efri byggðum.

    Menningar- og mannlífsnefnd fagnar stórhuga áformum þess efnis að opna menningarmiðstöð í Smáralindinni og nýtt bókasafn í efri byggðum að aflokinni þarfagreiningarvinnu. Bæði verkefnin stuðla að auknu aðgengi Kópavogsbúa að bókum og menningu og rímar vel við menningarstefnu bæjarins og innleiðingu á heildstæðri læsisáætlun sem innleidd verður á árinu.

    Við teljum að ný miðstöð í Smáralind verði ekki aðeins bókasafn eða menningarmiðstöð, heldur lifandi samfélags-, menningar- og fræðslumiðstöð sem styrkir bæjarfélagið, skapar ný tækifæri og byggir samfélagslega samstöðu íbúa.

    Nefndin leggur áherslu á að bæði verkefnin verði þróuð áfram af yfirstjórn bæjarins og að staðsetning bókasafns í efri byggðum verði tekin sem fyrst. Nefndin vísar fjárhagslegum þáttum til afgreiðslu bæjarráðs.
    Niðurstaða Umræður.

    Gestur vék af fundi kl. 10:47.

    Bæjarráð tekur undir bókun menningar- og mannlífsnefndar og felur þróunarstjóra, í samvinnu við áhættu- og fjárstýringastjóra, að vinna áfram að undirbúningi þess, m.a. að vinna þarfagreiningu, fjárhagslega greiningu þess, auk annarra þátta sem vert er að líta til.

Gestir

  • Védís Hervör Árnadóttir umbóta - og þróunarstjóri - mæting: 09:00

Fundargerðir nefnda

7.2601019F - Menntaráð - 155. fundur frá 20.01.2026

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2512022F - Skipulags- og umhverfisráð - 22. fundur frá 19.01.2026

Fundargerð í 11 liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
  • 8.4 25043169 Silfursmári 1-7. Breyting á aðalskipulagi. Skipulagslýsing.
    Lögð fram tillaga að sameiginlegri skipulags- og matslýsingu, dags. 16. janúar 2026, vegna breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 og breytingar á deiliskipulagi fyrir Silfursmára 1-7 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Skipulags- og matslýsing fjallar um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi þar sem til stendur að hækka hámarks hæð húsa í allt að 11 hæðir, efsta inndregin, og breytingu á deiliskipulagi þar sem fyrirhugað er að fjölga íbúðum, breyta fyrirkomulagi og hæðum bygginga og bæta torgsvæði og tengingar við og um svæðið. Lagt fram minnisblað dags. 16. janúar 2026. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 22 Gunnar Sær Ragnarsson tók sæti á fundinum kl. 16:08.

    Samþykkt að framlögð skipulags- og matslýsing verði kynnt með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Andrésar Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Fundarhlé kl. 16:18, fundi framhaldið kl. 16:57.

    Bókun:
    „Skipulagsstofnun synjaði tillögu Kópavogsbæjar um að telja aðalskipulagsbreytinguna sem hér er til umfjöllunar óverulega. Í rökstuðningi stofnunarinnar kom fram að breytingin sé líkleg til að geta haft áhrif á hagsmuni íbúa og annarra hagsmunaaðila í nágrenninu. Í því ferli sem ógilt var gafst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum færi á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillögu. Mikill fjöldi athugasemda barst m.a. um skort á greiningum og mælingum t.d. á aukningu byggingarmagns, fjölgun íbúða, vindálagi, umferðarmál og bílastæði, ófullnægjandi greiningu á grenndarhagsmunum og bent er á að meðalhóf skorti, ekki hafi verið gætt rannsóknarskyldu o.s.frv. Eftir að hafa kynnt okkur vel rökstuddar athugasemdir og málefnalegar áhyggjur íbúa telja undirrituð ekki koma til álita að kynna tillögu til breytingar á aðalskipulagi óbreytta. Við höfnum því.“
    Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson, Andrés Pétursson og Indriði Ingi Stefánsson.

    Bókun:
    „Afstaða Skipulagsstofnunar gagnvart aðalskipulagsbreytingunni liggur fyrir og telur stofnunin breytinguna á aðalskipulagi ekki óverulega. Málið fer nú aftur í formlegt og gagnsætt skipulagsferli og verður tillagan því auglýst að nýju í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Þær ábendingar og athugasemdir sem bárust frá íbúum og hagsmunaaðilum í fyrra ferli eru málefnalegar og leggur meirihlutinn áherslu á að þessar athugasemdir muni nýtast við áframhaldandi vinnslu málsins og verða teknar til skoðunar í þeirri vinnu sem framundan er.“
    Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 8.5 2411179 Silfursmári 1-7. Breytt deiliskipulag. Skipulagslýsing.
    Lögð fram tillaga að sameiginlegri skipulags- og matslýsingu, dags. 16. janúar 2026, vegna breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 og breytingar á deiliskipulagi fyrir Silfursmára 1-7 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Skipulags- og matslýsing fjallar um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi þar sem til stendur að hækka hámarks hæð húsa í allt að 11 hæðir, efsta inndregin, og breytingu á deiliskipulagi þar sem fyrirhugað er að fjölga íbúðum, breyta fyrirkomulagi og hæðum bygginga og bæta torgsvæði og tengingar við og um svæðið. Lagt fram minnisblað dags. 16. janúar 2026. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 22 Samþykkt að framlögð skipulags- og matslýsing verði kynnt með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Andrésar Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bókun:
    „Skipulagsstofnun synjaði tillögu Kópavogsbæjar um að telja aðalskipulagsbreytinguna sem hér er til umfjöllunar óverulega. Í rökstuðningi stofnunarinnar kom fram að breytingin sé líkleg til að geta haft áhrif á hagsmuni íbúa og annarra hagsmunaaðila í nágrenninu. Í því ferli sem ógilt var gafst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum færi á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillögu. Mikill fjöldi athugasemda barst m.a. um skort á greiningum og mælingum t.d. á aukningu byggingarmagns, fjölgun íbúða, vindálagi, umferðarmál og bílastæði, ófullnægjandi greiningu á grenndarhagsmunum og bent er á að meðalhóf skorti, ekki hafi verið gætt rannsóknarskyldu o.s.frv. Eftir að hafa kynnt okkur vel rökstuddar athugasemdir og málefnalegar áhyggjur íbúa telja undirrituð ekki koma til álita að kynna tillögu til breytingar á aðalskipulagi óbreytta. Við höfnum því.“
    Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson, Andrés Pétursson og Indriði Ingi Stefánsson.

    Bókun:
    „Afstaða Skipulagsstofnunar gagnvart aðalskipulagsbreytingunni liggur fyrir og telur stofnunin breytinguna á aðalskipulagi ekki óverulega. Málið fer nú aftur í formlegt og gagnsætt skipulagsferli og verður tillagan því auglýst að nýju í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Þær ábendingar og athugasemdir sem bárust frá íbúum og hagsmunaaðilum í fyrra ferli eru málefnalegar og leggur meirihlutinn áherslu á að þessar athugasemdir muni nýtast við áframhaldandi vinnslu málsins og verða teknar til skoðunar í þeirri vinnu sem framundan er.“
    Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 8.9 25043616 Nýbýlavegur 1. Breyting á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040.
    Lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2025 skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir lóðina nr. 1 við Nýbýlaveg. Í breytingunni felst að landnotkun á lóðinni verði breytt úr verslun og þjónustu í íbúðabyggð. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 17. nóvember 2025 var afgreiðslu frestað. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 22 Fundarhlé kl. 17:33, fundi framhaldið kl. 18:06.

    Samþykkt að framlögð skipulagslýsing verði kynnt með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Andrésar Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bókun:
    „Nýbýlavegur 1 er ein mikilvægasta og verðmætasta lóðin innan bæjarmarka Kópavogs. Fyrir liggur að breyta þarf landnotkun eða „tilgangi“ bygginga á lóðinni. Um það þarf Kópavogsbær að eiga viðræður við núverandi lóðarhafa og veghaldarann (Vegagerðina). Íbúar í grenndinni hafa sömuleiðis ríka hagsmuni af ákvörðun um ráðstöfun lóðarinnar og á raddir þeirra ber að hlusta. Það er ótímabært og gagnstætt hagsmunum íbúa og bæjarfélagsins að ákveða að þarna verði íbúabyggð eins og lagt er til í tillögunni. Við leggjumst gegn henni.“
    Hákon Gunnarsson, Indriði Ingi Stefánsson, Helga Jónsdóttir og Andrés Pétursson.

    Bókun:
    „Núverandi svæði er í dag skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði en skipulagslýsingin gerir ráð fyrir að svæðið verði íbúðarbyggð. Meirihlutinn leggur áherslu á að vegtenging verði einungis frá Nýbýlavegi. Í skipulagsvinnu þarf að skoða byggingarheimildir, hæðir húsa og aðra skilmála varðandi frágang, ásýnd og gæði byggðar. Í kynningu á skipulagslýsingu gefst tækifæri til að eiga samráð við íbúana enda leggur meirihlutinn ríka áherslu á að skipulagsvinnan fari fram í góðri sátt.“
    Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 8.11 2508452 Bakkabraut 9-23. Svæði 8. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfissviðs dags. 1. október 2025 að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar fyrir lóðina nr. 9-23 við Bakkabraut, svæði 8 á þróunarsvæðinu á Kársnesi (ÞR-1). Í breytingunni felst breytt aðkoma að lóðinni, breytt fyrirkomulag bílastæða og djúpgáma. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 15. desember 2025 var tillögunni vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Lagt fram að nýju ásamt minnisblaði frá skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2026. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 22 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

9.26011422 - Fundargerð 522. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 10.11.2025

Fundargerð 522. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 10.11.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.26011423 - Fundargerð 523. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 10.12.2025

Fundargerð 523. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 10.12.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.26011424 - Fundargerð 524. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.01.2026

Fundargerð 524. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.01.2026.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

12.26011618 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur vegna birtrar vinnslutillögu um Kársnesstíg á sunnaverðu Kársnesi

Frá bæjarfulltrúa Vina Kópavogs, dags. 20.01.2026, lögð fram eftirfarandi fyrirspurn, ásamt greinargerð:



Fyrirspurn vegna birtrar vinnslutillögu um Kársnesstíg á sunnaverðu Kársnesi

1. Hefur samningum Kópavogsbæjar frá 1993 sem gerðir voru við íbúa á Þinghólsbraut 57 og 59 til að geta lagt Kópavogsræsið verið breytt? Hafa íbúar gefið eftir réttinn sem þau sömdu um þegar þau gáfu eftir land og urðu við óskum Kópavogsbæjar um að breyta erfðafestusamningum í leigulóðarsamninga?

2. Hvenær og með hvaða ákvörðun var aðalgöngustígnum á opnu svæði meðfram suðurströnd Kársness breytt í hjóla- og göngustíg?

3. Í vinnslutillögu um Kársnesstíg á sunnanverðu Kársnesi sem nú er í skipulagsgátt er lagt til að komið verði fyrir aðgreindum hjólastíg sem stuðlar að skýrari aðgreiningu ferðamáta. Telur Kópavogsbær sér heimilt að leggja slíka tillögu fyrir almenning ef ekki liggur fyrir lausn á kröfum íbúa á grunni ofangreindra samninga?



Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 12:04.