Bæjarráð

2745. fundur 09. október 2014 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Hjördís Ýr Johnson
  • Pétur Hrafn Sigurðsson
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1207634 - Fossvogur, sundlaug og göngu- og hjólatenging yfir Fossvog, hugmyndir.

Frá bæjarstjóra, dags. 3. október, lögð fram fundargerð frá fundi með borgarstjóra Reykjavíkur um fyrirhugaða Fossvogsbrú.
Lagt fram.

2.1409450 - Skógarlind 1. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 7. október, minnisblað vegna beiðni um veðsetningu lóðarinnar Skógarlind 1, þar sem fram kemur að enga meinbugi er að finna á því að umbeðin veðsetning verði heimiluð.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila veðsetningu lóðarinnar Skógarlind 1.

3.1409417 - Fagraþing 4. Gylfaflöt 20 ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi vegna gistingar

Frá lögfræðideild, dags. 1. október, lagt fram bréf Sýslumannsins í Kópavogi, dags. 19. september, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gylfaflatar ehf., kt. 500205-0750, Fagraþingi 4, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka gistingu í íbúð í flokki II, á staðnum Fagraþingi 4, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi samkvæmt gildandi skipulagi. Hins vegar er að finna í ákvæði 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 090/2013 heimild fyrir minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins.
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning er innan marka sem reglur og skipulag segja til um.

4.1410038 - Umsögn um drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða

Frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 29. september, afrit af umsögn til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

5.1410057 - Fjárhagsáætlun skíðasvæðanna 2015

Frá stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 1. október, tillaga að fjárhagsáætlun skíðasvæðanna vegna ársins 2015 vísað til stjórnar SSH og aðildarsveitarfélaga.
Bæjarráð vísar tillögunni til stjórnar SSH en gerir athugasemd við hækkanir í verðskrá.

6.1410037 - Beiðni um styrk vegna ársins 2015

Frá Neytendasamtökunum, dags. 30. september, óskað eftir styrk að upphæð 161.540,- kr. vegna starfsársins 2015.
Bæjarráð hafnar erindinu.

7.1409199 - Austurkór 12. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. október, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 12 frá Árna Kristni Gunnarssyni kt. 100480-4929 og Regínu Diljá Jónsdóttur kt. 200883-3739. Umsækjandi hefur skilað inn afriti skattframtals 2014 og yfirlýsingu banka. Umsækjandi er skuldlaus við bæjarsjóð.

Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma samkvæmt úthlutunarreglum.

Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Austurkór 12 til umsækjanda.
Bæjarráð samþykkir að gefa Árna Kristni Gunnarssyni kt. 100480-4929 og Regínu Diljá Jónsdóttur kt. 200883-3739 kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 12.

8.1410001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 2. október

130. fundargerð í 8 liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

9.1409019 - Hafnarstjórn, 30. september

96. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

10.1409021 - Íþróttaráð, 2. október

40. fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

11.1410060 - Íþróttadeild-vinnureglur íþróttaráðs

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 7. október, lagðar fram vinnureglur íþróttaráðs um mótahald og keppnir, sem samþykktar voru á fundi íþróttaráðs þann 2. október, sbr. bókun undir lið 1 í fundargerð.
Lagt fram.

12.1401106 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 24. september

819. fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

13.1401118 - Stjórn Strætó bs., 3. október

201. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

14.1401108 - Stjórn skíðasvæða hbs., 8. september

339. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

15.1409571 - Óskað eftir aðkomu Kópavogsbæjar að málefnum hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar

Frá bæjarritara, dags. 6. október, umsögn sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs þann 2. október um erindi Sunnuhlíðar.
Hlé var gert á fundi kl. 10:08. Fundi var fram haldið kl. 10:14.

Bæjarráð hafnar erindi stjórnar Sunnuhlíðarsamtakanna með þremur atkvæðum. Tveir bæjarráðsfulltrúar greiddu ekki atkvæði.
Birkir Jón Jónsson óskaði fært til bókar að hann styðji ekki afgreiðslu meirihlutans.

Meirihluti bæjarráðs lagðið fram eftirfarandi bókun:
"Afar brýnt er að leyst verði úr fjárhagsvanda Sunnuhlíðar en það er ríkisins að gera það, þar sem málaflokkur eldri borgara heyrir undir ríkið. Því hafnar bæjarráð erindi stjórnar Sunnuhlíðar en áréttar að Kópavogsbær leggi þunga áherslu á að ríkið sinni lögbundinni þjónustu á þessu sviði í bænum.
Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnson"

Fulltrúar minnihluta bæjarráðs lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Við lýsum fullum stuðningi við Sunnuhlíðarsamtökin í baráttu þeirra við ríkisvaldið um lausn á vanda hjúkrunarheimila. Við teljum mikilvægt að bærinn komi að lausn málsins.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Birkir Jón Jónsson"

Fulltrúar stjórnar Sunnuhlíðar sátu fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið.