Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8/11, svohljóðandi bókun umhverfis- og samgöngunefndar um niðurstöður framtíðarhóps SSH, verkefnahóps 8, um almenningssamgöngur, vistvænar samgöngur og hjólreiðar:
Umhverfis- og samgöngunefnd er sammála og gerir ekki athugasemdir við tillögur verkefnahóps 8 að því gefnu að það liggi fyrir hvaða framkvæmdum eigi að fresta og að tryggt verði að fjármunir komi frá ríkinu eins og lofað var. Nefndin leggur einnig áherslu á að með úreldingu olíuvagna falli niðurgreiðsla olíugjalds niður samhliða, að því gefnu að ekki verði keyptir inn nýir olíuvagnar.
Formaður bæjarráðs leggur til að bæjarstjóra verði falið að boða fulltrúa Gusts á næsta fund. Samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka að meirihlutinn gerði tillögu Sjálfstæðismanna að sinni og því samþykkjum við hana að sjálfsögðu, enda felur hún það í sér að loksins er eitthvað gert í málinu.
Formaður óskar bókað : LOL.