Bæjarráð

2629. fundur 08. febrúar 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Guðný Dóra Gestsdóttir aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Hafsteinn Karlsson stýrði fundi í fjarveri formanns og varaformanns bæjarráðs.

1.1202047 - Hækkun tekjuskerðingar vegna sérstakra húsaleigubóta hjá Kópavogsbæ

Tillaga sem samþykkt var á fundi félagsmálaráðs þann 7. febrúar um hækkun á tekjuskerðingarmörkum sérstakra húsaleigubóta um 12,5% frá 1. febrúar 2012.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

2.1006494 - Kópavogsbær - Kópavogshæli

Menningar- og þróunarráð lagði til við bæjarráð á fundi þann 7. febrúar sl. að skipaður verði þriggja manna starfshópur með fulltrúum úr menningar- og þróunarráði, skipulagsnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Starfsmaður umhverfissviðs verði ritari hópsins að höfðu samráði við sviðsstjóra.
Verkefni starfshópsins verði að fjalla um skipulag, umhverfi og nýtingu Kópavogstúns og bygginga á svæðinu.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

3.1111455 - Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn. Staða safnfræðslumála. Erindi frá myndlistarkennurum í Kópavogi

Frá sviðsstjóra menntasviðs, tillaga að stofnun vinnuhóps sem skipaður verði fulltrúum grunnskóla- og leikskóladeildar, menningar- og þróunarráðs og forstöðumönnum viðkomandi safna. Hópurinn skili tillögum til úrbóta í maí nk.

Bæjarráð samþykkir tillögu að skipan starfshóps.

4.1112032 - Erindi leikskólastjóra vegna vinnslu skólanámskrár

Svar sviðsstjóra menntasviðs við fyrirspurn um kostnað vegna yfirvinnu í leikskólum. Kostnaður við fjögurra stunda yfirvinnu starfsmanna leikskóla Kópavogs er áætlaður u.þ.b. kr. 8,3 milljónir.

Hafsteinn Karlsson, Hjálmar Hjálmarsson og Guðný Dóra Gestsdóttir lögðu til að upphaflegt erindi leikskólastjóra verði samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til að afgreiðslu yrði frestað og var það samþykkt.

Hlé var gert á fundi kl. 8:41. Fundi var fram haldið kl. 8:43.

5.1202039 - Tjón sem hálfbyggður turn að Hagasmára 3 er að valda ESML

Erindi frá Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf., dags. 31. janúar 2012, þar sem farið er fram á það við bygginga- og skipulagsyfirvöld að þau beiti sér gagnvart eigendum Norðurturns við Smáralind.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar og að hann ræði við forsvarsmenn hússins.

6.1202123 - Erindi kennara vegna samræmingar starfsdaga grunn- og leikskóla í Kópavogi

Erindi kennara við Snælandsskóla, dags. 30. janúar 2012, þar sem óskað er endurskoðunar á ákvörðun bæjarráðs á samræmdum skipulagsdögum í grunn- og leikskólum.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

7.1107133 - Stjórnsýslukæra vegna uppsagnar á þjónustusamningi Kópavogsbæjar og leikskólans Kjarrsins ehf.

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 6. febrúar sl., þar sem tilkynnt er um að vegna mikilla anna í ráðuneytinu tefjist uppkvaðning úrskurðar.

Lagt fram.

8.1105309 - Kórsalir 5. Stjórnsýslukæra vegna samskipta Kópavogsbæjar og húsfélagsins að Kórsölum 5

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 6. febrúar sl., þar sem tilkynnt er um að vegna mikilla anna í ráðuneytinu tefjist uppkvaðning úrskurðar.

Lagt fram.

9.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 14. febrúar nk.

I. Fundargerðir nefnda.

II. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2013 - 2015.

III. Kosningar.

10.1202164 - Ósk um kynningu á frumvarpi til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða

Frá þingmönnum Hreyfingarinnar, dags. 7. febrúar sl., þar sem óskað er eftir að frumvarpi þeirra til laga um breytingar á stjórn fiskveiða verði komið til allra sveitarstjórnarfulltrúa.

Lagt fram.

11.1201287 - Fundargerðir stjórnar Sorpu bs 2012

Fundargerð 294. fundar lögð fram til kynningar

Lagt fram.

12.1202190 - Áætlaður fjöldi sundlaugagesta. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hver er áætlaður fjöldi sundlaugargesta í sundlaugar Kópavogs annarsvegar á aldrinum 7-8 ára og hinsvegar 9-10 ára á árinu 2011.

Hjálmar Hjálmarsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.