Bæjarráð

2650. fundur 09. ágúst 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1207011 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 30. júlí

52. fundur

Bæjarráð samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

2.1208004 - Umsókn um launað námsleyfi

Lögð fram umsókn Hrafns A. Harðarsonar, bæjarbókavarðar, dags. 30. júlí þar sem óskað er eftir að fá launað námsleyfi í 9 mánuði til að stunda nám í bókmenntum við HÍ 2013-2014.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra og bæjarritara til umsagnar.

3.1207634 - Óskað eftir viðræðum um málefni Fossvogsdals, hugsanlega sundlaug og göngu- og hjólatengingu yfir Fo

Lagt fram erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 27. júlí, þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa Kópavogs um málefni Fossvogsdals í tilefni af nýlegri samþykkt borgarráðs um hugsanlega sundlaug í Fossvogsdal og hugmyndir um göngu og hjólatengingu yfir Fossvog.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu en gerir fyrirvara um hugmyndir Reykjavíkurborgar um kostnaðarskiptingu.

4.1208154 - Vogatunga 23. Beiðni um undanþágu til kaupa á fasteigninni

Lagt fram erindi frá Ellert Róbertssyni og Bryndísi Theódórsdóttur, ódags. þar sem óskað er eftir undanþágu til þess að kaupa Vogatungu 23 sem er eign fyrir 60+.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.