Bæjarráð

2669. fundur 10. janúar 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1301006 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 8. janúar

70. fundur

Lagt fram.

2.1301004 - Framkvæmdaráð, 9. janúar

43. fundur

Lagt fram.

3.1301075 - Skemmuvegur 50. Uppsögn stöðuleyfis.

Framkvæmdaráð leggur til að stöðuleyfi fyrir skúrbyggingu að Skemmuvegi 50 verði afturkallað.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

4.1212141 - Skerðing lóðarinnar Hálsaþing 11. Samkomulag um greiðslu vegna lóðarskerðingar.

Framkvæmdaráð leggur til að samþykkt verði samkomulag vegna skerðingar lóðarinnar Hálsaþingi 11 og stækkun lóðarinnar Hálsaþingi 13.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

5.1301041 - Álmakór 19. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Framkvæmdaráð leggur til að Kristjáni Hjálmari Ragnarssyni kt. 200759-4789 og Kristjönu Unu Gunnarsdóttur kt. 191166-4939 verði útlutað lóðinni nr. 19 við Álmakór.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.1301039 - Hamraendi 32-34. Umsókn um lóð undir hesthús

Framkvæmdaráð leggur til að Páli Jóhanni Briem kt. 280472-5069 og Guðrúnu Sylvíu Pétursdóttur kt. 071167-5939 verði úthlutað lóðunum Hamraendi nr. 32 og nr. 34.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs  og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.1212158 - Bílaplan milli Turns og Smáralindar. Viðauki við lóðarleigusamninga.

Framkvæmdaráð leggur til að samþykkt verði fyrirliggjandi drög að samningi og afsali vegna yfirbyggingar yfir Fífuhvammsveg og samkomulag um uppgjör verksins.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

8.1301083 - Rammasamningur um örútboð

Samþykkt er að Kópavogsbær verði ekki aðili að rammasamningi Ríkiskaupa um örútboð á þjónustu iðnaðarmanna en núverandi samningur rennur út 31. mars 2013. Minni útboð verða boðin út á vegum umhverfissviðs eins og verið hefur. Samþykkt með tveimur atkvæðum.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs með þremur atkvæðum gegn einu. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

Guðríður Arnardóttir vísar til bókunar sinnar á fundi framkvæmdaráðs um málið.

9.1208544 - Digranesvegur 12 - sala.

Tilboð hefur borist í eignina frá Erlu Alexandersdóttur og Sigurði J. Ragnarssyni. Framkvæmdaráð hafnar tilboðinu.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

10.1301107 - Kópavogstún 10-12, skil á lóð

Framkvæmdaráð leggur til að Sérverk ehf. verði heimilað að skila inn lóðinni Kópavogstún 10-12. Skrifstofustjóra falið að auglýsa lóðina að nýju.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

11.1301003 - Íþróttaráð, 8. janúar

21. fundur

Lagt fram.

 

Bæjarráð færir íþróttafólki hamingjuóskir með góðan árangur á nýliðnu ári.

12.1201280 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag hbsv., 21. desember

31. fundur

Lagt fram.

13.1301050 - Stjórn Sorpu, 7. janúar

310. fundur

Lagt fram.

14.1301131 - Ákvörðun Samkeppniseftirlits um misnotkun Sorpu bs. á markaðsráðandi stöðu sinni. Minnisblað

Lagt fram minnisblað Lausna lögmannsstofu, dags. 7. janúar, varðandi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna kvörtunar Gámaþjónustunnar hf. á tilgreindum viðskiptaháttum Sorpu, sbr. lið 1 í fundargerð Sorpu frá 7. janúar.

Lagt fram.  Bæjarráð óskar eftir að fá fulltrúa Sorpu á næsta fund.

15.1206483 - Aðkoma bæjarlögmanns Kópavogs að málarekstri einkaaðila við bæjarbúa

Frá bæjarstjóra, umsögn um erindi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar varðandi aðkomu bæjarlögmanns að málarekstri einkaaðila við bæjarbúa.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara á grundvelli umsagnarinnar.

16.1201292 - Mánaðarskýrslur 2012

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í desember yfir starfsemi í nóvember 2012.

Lagt fram.

17.1203112 - Álfhólsvegur 61. Niðurstaða dómsmáls

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 2. janúar, upplýsingar um niðurstöðu dómsmáls, þar sem Kópavogsbær er sýknaður af öllum kröfum stefnanda.

Lagt fram.

18.1212237 - Kynning á þörf velferðarsviðs fyrir nýtt stöðugildi vegna langtímaatvinnulausra.

Frá verkefnastjóra velferðarsviðs, óskað heimildar fyrir nýtt stöðugildi á velferðarsviði vegna átaks til atvinnu vegna langtímaatvinnulausra, en málinu var frestað í bæjarráði 20. desember sl.

Bæjarráð samþykkir að ráðið verði í nýtt stöðugildi til eins árs.

19.1203028 - Kynning á Virkninámskeiði

Deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar mætti til fundar og gerði grein fyrir Virkninámskeiði fyrir ungt atvinnulaust fólk, samstarfsverkefni Molans, Atvinnutorgs og Vinnumálastofnunar.

Bæjarráð þakkar kynninguna og lýsir ánægju með verkefnið.

20.1301030 - Opinn hugbúnaður

Forstöðumaður upplýsingatæknideildar mætti til fundar til að ræða um notkun opins hugbúnaðar.

Bæjarráð felur forstöðumanni upplýsingatæknideildar að vinna kostnaðargreiningu við innleiðingu opins hugbúnaðar í frekara mæli en nú er gert hjá Kópavogsbæ.

21.1212244 - Sameiginleg stjórn Bláfjalla- og Reykjanessfólkvanga

Frá SSH, dags. 18. desember, tillaga vegna fyrirkomulags kosningar í stjórn Bláfjallafólkvangs og stjórn Reykjanesfólkvangs.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.

22.1301132 - Heimsendi 6. Beiðni um afstöðu til forkaupsréttar

Frá Heimsenda 6 ehf., óskað eftir afstöðu Kópavogsbæjar til forkaupsréttar, ásamt umsögn bæjarlögmanns, dags. 9. janúar, þar sem lagt er til að forkaupsréttur verði ekki nýttur að þessu sinni.

Bæjarráð samþykkir tillögu um að forkaupsréttur verði ekki nýttur að þessu sinni.

Fundi slitið - kl. 10:15.