Bæjarráð

2569. fundur 11. nóvember 2010 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1011002 - Atvinnu- og upplýsinganefnd 4/11

328. fundur

2.1011004 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 8/11

5. fundur

Mál 0905193

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir upplýsingum um fjármagnskostnað sem falla mun á Kópavogsbæ að óbreyttu vegna greiðslufyrirkomulags ríkisins.

Gunnar Ingi Birgisson"

3.1010022 - Framkvæmdaráð 22/10

1. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1010027 - Framkvæmdaráð 27/10

2. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

5.1011008 - Framkvæmdaráð 10/11

3. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

6.1010296 - Sorpmál í Kópavogi

Minnisblað frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.
Lagt er til við bæjarráð að sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs verði falið að undirbúa útboð á sorphirðu í Kópavogi. Nýtt kerfi taki gildi í síðasta lagi í lok árs 2011.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

7.1010028 - Íþrótta- og tómstundaráð 3/11

259. fundur

8.1002171 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 29/10

780. fundur

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Vekur athygli á því að formaður bæjaráðs Kópavogs hefur látið kjósa sig í urmul af nefndum á vegum Sambandsins og því ljóst að formennska í bæjarráði telst ekki tímafrekt starf.

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð bendir á að Gunnar Ingi Birgisson sat á Alþingi á sama tíma og hann gengdi formennsku í bæjarráði.

Guðríður Arnardóttir"

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það kom aldrei niður á starfi mínu sem formaður bæjarráðs og bendi einnig á að Guðríður Arnardóttir er í fullu starfi sem framhaldsskólakennari með öðrum störfum sínum.

Gunnar Ingi Birgisson"

9.1001153 - Stjórn SSH 19/10

355. fundur

10.1001153 - Stjórn SSH 1/11

356. fundur

11.1003006 - Málefni Bókasafns Kópavogs 2010

Frá bæjarstjóra, dags. 8/11, lagt er til að stofnaður verði fimm manna undirbúningshópur vegna nýs útibús Bókasafns Kópavogs í Kórum, skipaður eftirfarandi: Hrafn Á. Harðarson, Bókasafni Kópavogs, Pétur Hrafn Sigurðsson, formaður stjórnar Héraðsskjalasafns, Hrafn Sveinbjarnarson, Héraðsskjalasafni Kópavogs, Linda Udengaard, tómstunda- og menningarsviði og Steingrímur Hauksson framkvæmda- og tæknisviði.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaðir leggja til að tillögunni verði frestað í ljósi fjárhagsstöðu bæjarsjóðs.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Tillaga um frestun var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni. Þá bar formaður upp tillögu bæjarstjóra og var hún samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.

 

Fulltrúar Sjálfsstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Nú stendur yfir undirbúningsvinna vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 og ljóst að það er mjög þröngt í búi og spara verður í hvívetna. Því finnst okkur fulltrúm Sjálfstæðisflokksins mjög óábyrgt að hefja undirbúning við opnun útibús bókasafns í Kórnum. Ekki síst þegar umræða hefur veirð um að nauðsynlegt sé að loka útibúi safnsins í Lindaskóla sökum fjárhagsskorts.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Fulltrúar meirhluta bæjarráðs lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Núverandi meirihluta er fullkunnugt um fjárhagsstöðu bæjarins; engu að síður teljum við mikilvægt að vinnuhópur sé settur á laggirnar til að móta stefnu um framtíðarhúsnæði fyrir héraðsskjalasafnið og  bókasafnið.  Vinnan er sett af stað án allra skuldbindinga. Einnig er vakin athygli á því að Kópavogsbær á 3400 fm ónýtt húsnæði í Kórnum og ber því skylda til  að skoða móta sýn framtíðarnýtingu þess.

Guðríður Arnardóttir, Guðný Dóra Gestsdóttir, Erla Karlsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það að bærinn eigi laust húsnæði þýðir ekki að nauðsynlegt sé að koma stofnunum bæjarins þar inn.

Ármann Kr. Ólafsson"

12.1011208 - Íbúafundur í Smáraskóla í Kópavogi

Frá bæjarstjóra, kynnt dagskrá íbúafundar um gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011, sem haldinn verður í Smáraskóla miðvikudaginn 17. nóvember.

Lagt fram.

 

Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir að fá forsendur vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 sendar.

13.1010176 - Kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010

Frá bæjarritara, lagt fram erindi formanns kjörstjórnar vegna stjórnlagaþings, dags. 10/11, varðandi kosningarnar 27/11.

Bæjarráð samþykkir tillögu kjörstjórnar.

14.1011218 - Reglur um ráðningar hjá Kópavogsbæ-drög

Frá bæjarritara, lögð fram drög að reglum um ráðningar hjá Kópavogsbæ, sbr. bæjarmálasamþykkt 15/6 2010.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

15.1010309 - Gunnar I. Birgisson óskar eftir upplýsingum varðandi dagsektir af Vindakór

Frá bæjarlögmanni, dags. 10/11, svar við fyrirspurn Gunnars Inga Birgissonar, varðandi dagsektir af Vindakór.

Lagt fram.

16.1002046 - Akstursþjónusta við blinda og sjónskerta íbúa Kópavogs.

Frá yfirmanni þjónustudeildar fatlaðra, dags. 4/11, lögð fram svör við spurningum Blindrafélagsins.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

17.1011131 - Hópur fjárfesta óskar eftir viðræðum vegna hugsanlegra kaupa á svæði Glaðheima

Frá Frímanni Frímannssyni, f.h. óstofnaðs félags, dags. 4/11, óskað eftir viðræðum vegna hugsanlegra kaupa á svæði Glaðheima.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

18.1011075 - Leikskólinn Furugrund, viðhald skólans og viðmið um rými barna

Frá foreldraráði leikskólans Furugrundar, dags. 3/11, varðandi viðhald leikskólans og aðbúnað, öryggi og aðstæður barna og starfsfólks.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fræðslusviðs til umsagnar.

19.1011082 - Beiðni um styrk til reksturs Stígamóta

Frá Stígamótum, dags. 1/11, beiðni um styrk til starfseminnar.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til afgreiðslu.

20.1011171 - Samgöngumál i Lindahverfi

Frá Eyrúnu Jónatansdóttur, dags. 8/11, varðandi samgöngumál í Lindahverfi.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.

21.1011158 - Hlíðarendi 14. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 9/11, varðandi umsókn Arnar Þorvaldssonar um hesthúsalóðina Hlíðarenda 14. Lagt er til að Erni Þorvaldssyni verði úthlutað lóðinni Hlíðarenda 14.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Erni Þorvaldssyni lóðina Hlíðarenda 14.

22.1011130 - Markavegur 3. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 9/11, varðandi umsókn Kristins Valdimarssonar um hesthúsalóðirnar Markaveg 2 og 3. Lagt er til að Kristni Valdimarssyni verði úthlutað lóðunum Markavegur 2 og 3.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Kristni Valdimarssyni lóðunum Markavegur 2 og 3.

23.1011129 - Markavegur 2. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 9/11, varðandi umsókn Kristins Valdimarssonar um hesthúsalóðirnar Markaveg 2 og 3. Lagt er til að Kristni Valdimarssyni verði úthlutað lóðunum Markavegur 2 og 3.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Kristni Valdimarssyni lóðunum Markavegur 2 og 3.

24.1011174 - Austurkór 66. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 9/11, varðandi umsókn Sérverks ehf., um lóðina Austurkór 66. Lagt er til að Sérverki ehf. verði úthlutað lóðinni Austurkór 66.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Sérverki ehf. lóðinni Austurkór 66.

25.1011142 - Aðalfundur SSH

Frá SSH, dagskrá aðalfundar SSH, sem haldinn verður 12. nóvember n.k. að Hlégarði í Mosfellsbæ.

Lagt fram.

26.1011220 - Starfsmannamál

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur til að yfirlit yfir nýráðningar og starfslok starfsmanna bæjarins verði lagt mánaðarlega fyrir bæjarráð og verði hluti af mánaðarskýrslu.

Ármann Kr. Ólafsson"

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

27.1011221 - Fyrirspurn um afgreiðslu umsóknar

Gunnar Ingi Birgisson spurðist fyrir um afgreiðslu umsóknar fyrirtækisins Úlfsins.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

Fundi slitið - kl. 10:15.