Bæjarráð

2681. fundur 11. apríl 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1304006 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 9. apríl

78. fundur

Lagt fram.

2.1304005 - Framkvæmdaráð, 10. apríl

48. fundur

Lagt fram.

3.1301618 - Álfabrekka gatnagerð endurnýjun lagna, útboð

Tilboð opnuð í verkið "Álfabrekka, endurgerð á eldri götum". Framkvæmdaráð veitir heimild til að ganga til samning vil lægstbjóðanda.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

4.1304098 - Ásbraut, endurgerð götu.

Framkvæmdaráð veitir heimild til að bjóða út í opnu útboði framkvæmdir við endurgerð eldri götu og veitulagna í Ásbraut milli Hábrautar og Kársnesbrautar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

 

Ólafur Þór Gunnarsson vék af fundi undir þessum lið.

5.1301110 - Baugakór 38, Hörðuvallaskóli, húsnæðismál

Framkvæmdaráð veitir heimild til kaupa/útboðs á tveimur lausum kennslustofum, sbr. umræðu á fundi framkvæmdaráðs 20. mars s.l.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

6.1304092 - Malbik 2013

Framkvæmdaráð veitir heimild til útboðs í lokuðu útboði eftirfarandi framkvæmd og vörukaup árið 2013: Malbiksyfirlagnir í Kópavogi 2013. Malbik fyrir 2013.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

7.1303273 - Samningur um tímabundin afnot af reiðhöll á Glaðheimasvæði

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að hestamannafélagið Kjóavöllum fái tímabundin afnot af skrifstofuhúsnæði, geymslu og veislusal eftir þörfum til fundahalda fyrir félagið og þá í samráði við deildarstjóra eignadeildar í reiðhöll á Glaðheimasvæði til 31. desember 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs.

8.1302298 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2013, 18 ára og eldri.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra framkvæmdadeildar um sumarráðningar 2013, staðan að loknum umsóknarfresti.

Lagt fram.

9.1301043 - Stjórn SSH, 8. apríl

388. fundur

Lagt fram.

10.1107040 - SSH-Eigendastefna fyrir Sorpu bs.

Lokadrög framtíðarhóps að eigendastefnu fyrir byggðasamlagið Sorpu bs., sbr. lið 2.a) í fundargerð stjórnar SSH frá 8. apríl. Vísað til aðildarsveitarfélaga til staðfestingar.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

11.1107040 - SSH-Eigendastefna Strætó bs.

Lokadrög framtíðarhóps að eigendastefnu fyrir byggðasamlagið Strætó bs., sbr. lið 2.a) í fundargerð stjórnar SSH frá 8. apríl. Vísað til aðildarsveitarfélaga til staðfestingar.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.1107040 - SSH-Sóknaráætlun 2013 fyrir höfuðborgarsvæðið

Samningur milli SSH og fjármálaráðuneytisins vegna fjármögnunar og framkvæmdar sóknaráætlunar 2013, sbr. lið 2.b) í fundargerð stjórnar SSH frá 8. apríl. Lögð fram verkefnatillaga framtíðarhóps og minnisblað formanns framtíðarhópsins um verklag við framkvæmd verkefnatillögunnar.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.1301048 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 25. mars

329. fundur

Lagt fram.

14.1301048 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 4. apríl

330. fundur

Lagt fram.

15.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 8. apríl

317. fundur

Lagt fram.

16.1303018 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 8. apríl

32. fundur

Lagt fram.

17.1303358 - Mælingar á loftgæðum í Kópavogi

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af loftgæðum í Lækjarbotnum vegna Hellisheiðarvirkjunar og felur bæjarstjóra að gera drög að erindi til Orkuveitu Reykjavíkur og leggja fyrir bæjarráð.

18.1304126 - Ársreikningur 2012 ásamt rekstraryfirliti jan-mars 2013

Frá stjórn Skíðasvæða hbsv., dags. 4. apríl, ársreikningur 2012 og rekstraryfirlit vegna janúar - mars 2013.

Lagt fram.

19.1303432 - Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði 2012

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 8. apríl, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 4. apríl sl. um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Lagt fram.

20.1303191 - Erindi frá foreldraráði Baugs - kvörtun yfir aðstöðuleysi í leikskólanum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 8. apríl, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði þann 14. mars sl. um erindi frá foreldraráði Baugs.

Bæjarráð felur sviðsstjóra menntasviðs að svara foreldraráðinu á grundvelli umsagnarinnar.

21.1304122 - Málefni Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar

Guðmundur Vignir Friðjónsson, sérfræðingur LSS og stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, mættu til fundar og gerðu grein fyrir stöðu málefna sjóðsins.

Lagt fram.

22.1304046 - Samræming skipulagsdaga innan sveitarfélags. Svar við fyrirspurn um heimild bæjarstjórnar til að ákv

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 26. mars, afrit af svarbréfi við fyrirspurn frá skólastjóra Kópavogsskóla um heimild bæjarstjórnar til að ákveða samræmingu skipulagsdaga leik- og grunnskóla.

Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar til úrvinnslu.

23.1304095 - Erindi Gámaþjónustunnar hf. til Samkeppniseftirlitsins, dags. 1. mars 2013

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 3. apríl, óskað umsagnar um erindi Gámaþjónustunnar varðandi innleiðingu blárra endurvinnslutunna.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

24.1304121 - Beiðni um tilnefningu fulltrúa í starfshóp

Frá Sunnuhlíð, dags. 4. apríl, óskað eftir tilnefningu fulltrúa Kópavogsbæjar í starfshóp vegna fjárhagsstöðu hjúkrunarheimilisins.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna bæjarritara til setu í starfshópnum.

25.1304045 - Ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði

Frá Ungmennafélagi Íslands, dags. 2. apríl, ályktun frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði.

Lagt fram.

26.1304210 - Styrkbeiðni vegna Kópavogsþríþrautar 2013. Frá Þríþrautafélagi Kópavogs.

Frá Þríþrautafélagi Kópavogs, ódags., beiðni um stuðning Kópavogsbæjar við framkvæmd Kópavogsþríþrautar í maí 2013.

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttaráðs til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:15.