Bæjarráð

2807. fundur 04. febrúar 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1601584 - Rýni stjórnenda 2016

Lögð fram skýrsla um Rýni stjórnenda 2016
Lagt fram.

Gæðastjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1602066 - Viðauki I við fjárhagsáætlun 2016.

Frá fjármálastjóra, viðauki I við fjárhagsáætlun 2016, vegna kaupa á Kópavogsbraut 17.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3.1602066 - Viðauki II við fjárhagsáætlun 2016.

Frá fjármálastjóra, viðauki II við fjárhagsáætlun 2016, vegna kaupa á Smiðjuvegi 74, 2. hæð sem hýsir Myndlistaskóla Kópavogs.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.16011577 - Bæjarlind 6, SPOT. Á-B ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi v/ lengri opnun

Frá lögfræðideild, dags. 2. febrúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 28. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Á-B ehf. kt. 500914-0330, um tímabundið áfengisleyfi vegna beinnar útsendingar á Super Bowl, aðfaranótt mánudagsins, 8. febrúar 2016, til kl. 05:00, á SPOT, að Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og en afgreiðslutími er lengri en ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 676/2015 gerir ráð fyrir. Sveitarstjórn hefur heimild til þess að samþykkja lengri opnunartíma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Á-B ehf. kt. 500914-0330, tímabundið áfengisleyfi vegna beinnar útsendingar á Super Bowl, aðfaranótt mánudagsins 8. febrúar 2016, til kl. 05:00, á SPOT, að Bæjarlind 6, Kópavogi.

5.1311203 - Kópavogsbakki 2 og 4, deiliskipulag. Kæra.

Frá lögfræðideild, dags. 1. febrúar 2016, þar sem úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dags. 29. janúar 2016, vegna Kópavogsbakka 2 og 4, deiliskipulag, málinu var vísað frá úrskurðarnefndinni þar sem kærendur voru ekki taldir eiga lögvarða hagsmuni tengda hinni kærðu ákvörðun, sem gert er að skilyrði fyrir kæruaðila.
Lagt fram.

6.1512052 - Velferðarsvið. Niðurstöður stjórnsýsluúttektar Capacent.

Frá bæjarstjóra, lögð fram úttekt Capacent á stjórnun og skipulagi velferðarsviðs Kópavogsbæjar.
Hlé var gert á fundi kl. 9.15. Fundi var fram haldið kl. 9.18.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Ráðgjafar Capacent sátu fundinn undir þessum lið.

7.902090 - Landsendi 7 (lóð nr. 18).

Frá lögfræðideild, dags. 2. febrúar 2016, þar sem lagt er til að lóðarúthlutun lóðar nr. 7 við Landsenda verði afturkölluð með formlegum hætti.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að afturkalla lóðarúthlutun lóðar nr. 7 við Landsenda.

8.1601362 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2016, 18 ára og eldri.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 2. febrúar, þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa laus til umsóknar sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2016 fyrir 18 ára og eldri. Einnig er óskað eftir að meðfylgjandi vinnureglur við ráðningar sumarstarfsfólks hjá Kópavogsbæ 2016 verði samþykktar.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild og samþykkir meðfylgjandi reglur með fimm atkvæðum.

9.1310526 - NPA samningar - einingarverð

Á fundi félagsmálaráðs Kópavogs, 1. febrúar sl. var lögð fram og samþykkt tillaga um hækkun á einingarverði NPA og beingreiðslusamninga.
Í erindi rekstrarstjóra er lagt til að einingaverð í NPA og beingreiðslusamningum taki breytingum í samræmi við launaþróun, þar sem annars verði ósamræmi í samþykktum tímum þjónustu og nýttum tímum þjónustuþega.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

10.16011587 - Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl., 13.mál. Umsagnarbeiðni.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 29. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak. Umsagnir skulu berast eigi síðar en 11. febrúar nk.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Frumvarpið sem hér um ræðir er í hróplegri andstöðu við lýðheilsumarkmið og löngu ljóst að aukið aðgengi að áfengi eykur neyslu sem aftur eykur áfengistengd heilsufarsvandamál að ekki sé minnst á þær félagslegu og samfélagslegu afleiðingar sem aukning neyslu hefur. Það væri fullkomið óráð að breyta áfengislöggjöfinni með þeim hætti sem lagt er til í frumvarpinu.
Ólafur Þór Gunnarsson"

11.16011520 - Frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga, 400. mál. Umsagnarbeiðni

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 27. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga, (skilgreining og álagning vatnsgjalds), 400. mál. Umsagnir skulu berast eigi síðar en 11. febrúar nk.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

12.16011521 - Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna, 404.mál. Umsagnarbeiðni

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 27. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna), 404. mál. Umsagnir skulu berast eigi síðar en 11. febrúar nk.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

13.16011519 - Samþykkt um bílastæði og gjaldtaka

Frá Árna Davíðssyni, dags. 26. janúar, þar sem farið er fram á það að Kópavogsbær setji reglur um notkun stöðureita og gjald fyrir hana samkvæmt heimild í 83 gr. umferðarlaga.
Bæjarráðs vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

14.1601024 - Félagsmálaráð, dags. 1. febrúar 2016.

1404 fundur félagsmálaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

15.1601023 - Skólanefnd, dags. 1. febrúar 2016.

98. fundur skólanefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

16.16011136 - Stjórn Strætó bs. dags. 22. janúar 2016.

235. fundur stjórnar Strætó bs. í 9.liðum.
Lagt fram.

17.1512096 - Hönnunarreglur fyrir stoppistöðvar Strætó bs.

Lagðar fram til kynningar, hönnunarreglur fyrir stoppustöðvar Strætó bs.
Lagt fram.

Fundi slitið.