Bæjarráð

2821. fundur 12. maí 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Guðmundur Geirdal sat fundinn í fjarveru Karenar Halldórsdóttur.

1.1602935 - Málefni Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs.

Frá bæjarstjóra, kynning á lífeyrisskuldbindingum Kópavogsbæjar. Gerður Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og Vigfús Ásgeirsson tryggingastærðfræðingur fóru yfir lífeyrisskuldbindingar bæjarins vegna Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar.
Lagt fram.

Fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1601680 - Fyrirspurn um opinn útboðsvef á netinu.

Frá bæjarritara, dags. 10. maí, lögð fram umsögn vegna fyrirspurnar um opinn útboðsvef á internetinu þar sem hægt væri að fylgjast með öllum útboðum Kópavogsbæjar og framgangi þeirra.
Lagt fram.

3.1601737 - Líkamsræktarstöðvar 2016, útboð á húsnæði í Sundlaug Kópavogs og Sundlaug í Versölum.

Frá bæjarlögmanni og deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 10. maí, lögð fram drög að leigusamningi við RFC ehf. um útleigu á húsnæði undir líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlögð drög að leigusamningi við RFC ehf. um útleigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs.

Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

4.1602580 - Leigusamningur um líkamsræktaraðstöðu í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni Versölum. Dómsmál.

Frá bæjarlögmanni, lagður fram dómur héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-154/2016, Gym heilsa ehf. gegn Kópavogsbæ.
Lagt fram.

Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

5.1410300 - Samkomulag um undirbúning, skipulagsvinnu og uppbyggingu Smárans.

Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að samkomulagi um uppbyggingu Smárans, vestan Reykjanesbrautar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarlögmaður og sviðsstjóri umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum lið.

6.16011365 - Kársnesskóli, færanlegar kennslustofur, útboð.

Frá deildarstjóra eignadeildar, dags. 10. maí, lagðar fram niðurstöður útboðs í færanlegar kennslustofur við Kársnesskóla. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við Eðalbyggingar ehf. um smíði á færanlegum kennslustofum við Kársnesskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Eðalbyggingar ehf. um smíði á færanlegum kennslustofum við Kársnesskóla.

7.1601362 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2016, 18 ára og eldri.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 10. maí, lagt fram minnisblað um stöðu ráðninga í sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2016 fyrir 18 ára og eldri.
Lagt fram.

Deildarstjóri gatnadeildar umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

8.1605157 - Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 4. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir), 670. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

9.1605161 - Frumvarp til laga um breyt. á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, 673. mál. Umsagnarbeiðni.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 4. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð (stjórnarfrumvarp), 673. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

10.1605067 - Framhaldsframkvæmdir yfir gjána í miðbæ Kópavogs.

Frá Ris ehf., dags. 27. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að koma að frekari framkvæmdum við gjána yfir Hafnarfjarðarveg, ásamt tillöguuppdrætti að staðsetningu tveggja húsa auk bílastæða á svæðinu.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úvinnslu.

11.1605093 - Smiðjuvegur 42. Umsagnarbeiðni um rekstur ökutækjaleigu.

Frá Samgöngustofu, dags. 3. maí, lagt fram erindi þar sem óskað er umsagnar um umsókn Vladimir Rjaby f.h. Autoplus ehf. um að reka ökutækjaleigu að Smiðjuvegi 42 í Kópavogi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

12.1604025 - Félagsmálaráð, dags. 2. maí 2016.

1410. fundur félagsmálaráðs í 9. liðum.
Lagt fram.

13.16041198 - Félagslegar leiguíbúður. Tillögur um hækkun tekjuviðmiða í stigakerfi.

Frá deildarstjóra ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 3. maí, lögð fram tillaga um hækkun á tekjuviðmiðum í stigakerfi félagslegra leiguíbúða. Félagsmálaráð samþykkti hækkun tekjuviðmiða á fundi sínum þann 2. maí sl. og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir hækkun tekjuviðmiða með fimm atkvæðum.

14.1604028 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 3. maí 2016.

36. fundur forvarna- og frístundanefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

15.1604017 - Lista- og menningarráð, dags. 4. maí 2016.

59. fundur lista- og menningarráðs í 1. lið.
Lagt fram.

16.1604024 - Skólanefnd, dags. 2. maí 2016.

103. fundur skólanefndar í 7. liðum.
Lagt fram.

17.16011139 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs, dags. 27. apríl 2016.

Fundur stjórnar Reykjanesfólkvangs í 4. liðum.
Lagt fram.

18.16011141 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 26. apríl 2016.

352. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 3. liðum.
Lagt fram.

19.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 29. apríl 2016.

243. fundur stjórnar Strætó í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.