Bæjarráð

2537. fundur 11. febrúar 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1001021 - Atvinnu- og upplýsinganefnd 3/2

322. fundur

2.1002096 - Atvinnufulltrúi. Starfslýsing.

Drög að starfslýsingu atvinnufulltrúa, sbr. lið 1 í fundargerð atvinnu- og upplýsinganefndar 3/2.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

3.1001198 - Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins

Tilnefning í stjórn Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, sbr. lið 2 í fundargerð atvinnu- og upplýsinganefndar 3/2.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu atvinnu- og upplýsinganefndar.

4.1001246 - Grófarsmári 32. Niðurfelling sorphirðuhluta fasteignagjalds tímabundið.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 10/2, umsögn um erindi Guðmundar Jónssonar Grófarsmára 32 um niðurfellingu sorphirðuhluta fasteignagjalds. Lagt er til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð hafnar erindinu.

5.1001145 - Lóðir við Þorrasali 1-3 og 5-7. Framkvæmdir á árinu 2010.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 3/2, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 21/1 sl. varðandi lóðagjöld fyrir Þorrasali 1-3 og 5-7. Lagt er til að því verði hafnað að taka íbúðir upp í lóðagjöld, en lóðarhafa verði bent á að hafa samband við fjármálastjóra, vilji hann semja um gjalddaga skuldabréfs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn ÁF-húss.

6.802164 - Hrauntunga 51. Aðkoma.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 10/2, umsögn um erindi frá lögmannsstofunni Juralis, varðandi Hrauntungu 51. Lagt er til að viðkomandi aðila verði tilkynnt að málinu hafi lokið með afgreiðslu byggingarnefndar 15/12 sl. og að honum verði leiðbeint um kæruleið.

Bæjarráð samþykkir tillögu um afgreiðslu og felur skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs að svara bréfritara.

7.1002092 - Kópavogshöfn. Ný gjaldskrá.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, lögð fram gjaldskrá Kópavogshafnar.

Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá Kópavogshafnar.

8.1001085 - Óskað eftir upplýsingum vegna framboðs á nýju íbúðarhúsnæði.

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 9/2, lagt fram yfirlit yfir byggingarstig íbúða í Kópavogi í lok árs 2009, sem óskað var eftir í bæjarráði 21/1 sl. vegna erindis Samtaka iðnaðarins.

Lagt fram.

9.1002086 - Ráðning deildarstjóra grunnskóladeildar

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs og starfsmannastjóra, dags. 10/2, varðandi ráðningu deildarstjóra grunnskóladeildar. 11 umsækjendur voru taldir uppfylla hæfniskröfur og boðaðir í fyrsta viðtal. 8 voru síðan boðaðir í annað ráðningarviðtal. Lagt er til að Ragnheiður Hermannsdóttir verði ráðin til starfsins.

Bæjarráð samþykkir tillögu að ráðningu Ragnheiðar Hermannsdóttur í stöðu deildarstjóra grunnskóladeildar.

 

Guðríður Arnardóttir sat hjá við afgreiðslu tillögunnar.

 

Hafsteinn Karlsson vék af fundi undir þessum lið.

10.1001161 - Ungmennaráð ÍTK

Frá verkefnisstjóra tómstundamála, dags. 1/2, tillaga um að stofnað verði Ungmennaráð Kópavogs og vísað til Æskulýðslaga, samþykktum á Alþingi 17/3 2007.

Bæjarráð samþykkir tillögu um stofnun Ungmennaráðs með þeirri breytingu að framhaldsskólanemar hafi seturétt í ráðinu.

11.1002094 - Tillaga frá fulltrúum Samfylkingarinnar varðandi Forvarnastefnu Kópavogsbæjar.

Frá fundi bæjarstjórnar 9/2 sl., lagt er til að Forvarnastefnu Kópavogsbæjar verði dreift til barna í öllum árgöngum grunn- og leikskóla bæjarins og einnig í einhverju upplagi á þjónustumiðstöðvar eldri borgara sem og í helstu íþróttamannvirki bæjarins.

Bæjarráð vísar tillögunni til forvarnanefndar til umsagnar. Lagt verði mat á kostnað og ávinning við verkefnið.

 

Guðríður Arnardóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

12.1002066 - Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars 2010

Frá Þjóðskrá, dags. 5/2, varðandi skráningu lögheimila, samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár vegna þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fer 6/3 nk.

Bæjarráð vísar erindinu til kjörstjórnar til afgreiðslu.

13.1002056 - Óskað eftir heimild til að birta upplýsingar um stöðu lána sveitarfélagsins hjá LS.

Frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 24/1, varðandi birtingu upplýsinga um stöðu lána sveitarfélagsins hjá sjóðnum.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

14.910469 - Vatnsendi - Þing, suðursvæði, breytt aðalskipulag.

Frá Skipulagsstofnun, dags. 3/2, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2000 - 2012, vegna fjölgunar íbúða í Boðaþingi.

Lagt fram.

15.1002074 - Varðandi göngu- og hjólastíg við undirgöng að Mjódd.

Frá Gísla Haraldssyni, dags. 21/1, varðandi frágang á göngu- og hjólastíg Kópavogs megin við undirgöng að Mjódd.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

16.1002046 - Akstursþjónusta

Frá Blindrafélaginu, dags. 2/2, varðandi akstursþjónustu við blinda og sjónskerta íbúa bæjarins.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til umsagnar.

17.909077 - Styrkur í tilefni 1000. fundar bæjarstjórnar.

Frá Mæðrastyrksnefnd, dags. 2/2, þakkarbréf fyrir ómetanlegan stuðning við starfsemina.

Lagt fram.

18.1002076 - Hamraborg 10, umsókn um niðurfellingu fasteignagjalda fyrir árið 2010.

Frá Kvenfélagi Kópavogs, dags. 28/1, umsókn um niðurfellingu fasteignagjalda fyrir árið 2010, vegna Hamraborgar 10, 2. hæð.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

19.1002087 - Funalind 2

Frá Leikfélagi Kópavogs, dags. 9/2, umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts vegna Funalindar 2.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

20.709158 - Vatnsendablettur 184/3-6A. Uppsögn lóðarleigusamnings. Dómsmál

Frá Lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar hrl. ehf., f.h. Eddu Sigrúnar Gunnarsdóttur, stefna á hendur Kópavogsbæ vegna landspildu í Vatnsendalandi.

Lagt fram.

21.1002119 - Tillaga um breytingu á innkaupareglum.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

2. mgr. 9. gr. innkaupareglna Kópavogsbæjar breytist og hljóði svo:

""Þegar áætluð samningsfjárhæð verklegrar framkvæmdar er yfir 10 mkr. skal útboð viðhaft. Ef áætluð fjárhæð kaupa á þjónustu fer yfir 5 mkr. skal viðhafa útboð. Ef áætluð fjárhæð vegna vörukaupa fer yfir 2,5 mkr. skal sömuleiðis viðhafa útboð. Allar tölur eru án virðisaukaskatts. Framangreindar fjárhæðir skulu breytast með hliðsjón af byggingarvísitölu við gildistöku reglna þessara.

Guðríður Arnardóttir""

 

 

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarlögmanns til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 17:15.