Bæjarráð

2624. fundur 12. janúar 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Una María Óskarsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1201043 - Staða framkvæmda við Norðurturn Smáralindar. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 10/1, svar við fyrirspurn um stöðu framkvæmda við Norðurturn Smáralindar, sem óskað var eftir í bæjarráði þann 5/1 sl.

Lagt fram.

2.1101078 - Mánaðarskýrslur 2011

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í desember vegna starfsemi Kópavogsbæjar í nóvember 2011.

Lagt fram.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.1112231 - Catco Vatn ehf. óskar eftir starfsleyfi til vatnsátöppunar

Frá bæjarritara og sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4/1, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði þann 22/12 um erindi Catco Vatns ehf. og frestað á fundi bæjarráðs þann 5/1.

Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi um vatnslögn fyrir átöppunarverksmiðju í Ögurhvarfi með fjórum samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég tel að bæjarráð hafi gert stór mistök með því að leyfa þessa einkavatnsveitu í Kópavogi.

Ómar Stefánsson"

Fulltrúar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Næstbestaflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Hér er ekki um ræða vatnsveitu heldur einungis átöppun. Vatnsveita Kópavogs er með einkaleyfi fyrir rekstur vatnsveitu og hefur samkomulagið engin áhrif á það.

Guðríður Arnardóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Hjálmar Hjálmarsson, Gunnar Ingi Birgisson"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Mistökin er engu að síður augljós.

Ómar Stefánsson"

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Framsóknarflokkurinn hefur alltaf verið á móti framförum.

Gunnar Ingi Birgisson"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Samanber óperuhús í Kópavogi.

Ómar Stefánsson"

Sviðsstjóri og skrifstofustjóri umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum lið.

4.1108112 - Erindi varðandi húsnæðisaðstöðu

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 11/1, umsögn varðandi húsnæði undir starfsemi Mæðrastyrksnefndar.

Lagt fram.

Sviðsstjóri og skrifstofustjóri umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum lið.

5.1106491 - Tónahvarf 7. Krafa um endurgreiðslu gatnagerðar- og yfirtökugjalda

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, drög að samkomulagi um skil á lóðinni Tónahvarf 7, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 15/12 sl.

Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi.

Sviðsstjóri og skrifstofustjóri umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum lið.

6.1112032 - Erindi leikskólastjóra vegna vinnslu skólanámskrár

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 6/1, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði 8/12 sl. um erindi leikskólastjóra vegna vinnslu og innleiðingar nýrrar námsskrár.

Hlé var gert á fundi kl. 9:04.  Fundi var fram haldið kl. 9:16.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að vinna við innleiðingu nýrrar námsskrár rúmist innan þeirra fimm starfsdaga sem leikskólarnir hafa til umráða á ári hverju. Þar af leiðandi erum við á móti þessum tillögum. Með þessu er enn verið að gera foreldrum erfiðara fyrir. Auk þess þýðir þetta lægri tekjur fyrir bæinn.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

Bæjarráð hafnar erindi leikskólastjóra með fjórum atkvæðum en einn greiddi atkvæði með því.

7.1112016 - Samstarfssamningur milli RannUng og sveitarfélaga í kraganum um rannsóknarverkefni í kraganum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 6/1, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði 8/12 um samstarfssamning milli RannUng og sveitarfélaga um rannsóknarverkefni.

Bæjarráð samþykkir drög að samstarfssamningi.

8.1201055 - Boðaþing þjónustumiðstöð. Samkomulag Kópavogsbæjar og Hrafnistu um rekstur og starfsemi í Þjónustumi

Lögð fram drög að samkomulagi um rekstur og starfsemi í þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar í Boðaþingi, dags. í desember 2011.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið.

9.1104175 - Tillaga um sameiginlega stefnu/áætlun til að sporna við einelti innan stofnana bæjarins

Frá jafnréttisráðgjafa, dags. 22/12, tillaga um sameiginlega stefnu/áætlun til að sporna við einelti innan stofnana bæjarins, samþykkt í öllum nefndum sem komu að vinnslu áætlunarinnar, lögð fram á fundi bæjarstjórnar 10/1 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og lýsir ánægju með vinnu við áætlunina.

10.1112308 - Samgönguáætlun og fjárlagagerð 2012

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 29/11, svar við erindi Kópavogsbæjar við þingmenn kjördæmisins og fjárlaganefnd varðandi samgönguáætlun og fjárlagagerð 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar, þar sem brugðist verði við erindinu lið fyrir lið. Þá verði bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með innanríkisráðherra.

11.1002162 - Vatnsendablettur 132. Krafa um upptöku/endurskoðun á samkomulagi dags. 12. sept. 2001.

Frá Sigurbirni Þorbergssyni, dags. 5/1, vegna kröfu vegna breytingar á samkomulagi um bætur vegna skipulagsbreytinga á Vbl. 132.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

12.1112354 - Ósk um greiðslu miskabóta vegna lóðaúthlutunar á Kópavogstúni 2005

Frá Forum lögmönnum, dags. 28/12, bótakrafa vegna lóðaúthlutunar 8/12 2005.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

 

Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

13.1201074 - Ósk um viðræður við Kópavogsbæ um gerð rekstrarsamnings

Frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, dags. 9/1, óskað eftir viðræðum um rekstrarsamning milli klúbbsins og bæjarins.

Bæjarráð vísar erindinu til viðræðunefndar vegna samninga við íþróttafélögin til úrvinnslu.

14.1201046 - Ósk um gistingu á afsláttarkjörum í skólum fyrir íþróttahópa

Frá UMFÍ, dags. 3/1, tillaga á 47. sambandsþingi félagsins um að leita eftir samningum um gistingu á afsláttarkjörum í skólum fyrir íþróttahópa í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til afgreiðslu.

15.1106054 - Tilkynningar um kosningu trúnaðarmanna

Frá SFR, stéttarfélagi í almannaþjónustu, dags. 3/1, tilkynning um kosningar trúnaðarmanna fyrir tímabilið 2011 - 2012. Björn Finnbogason er trúnaðarmaður í Dimmuhvarfi og Ebba Unnur Kristinsdóttir í sambýlinu Marbakkabraut.

Lagt fram.

16.1111434 - Erindisbréf félagsmálaráðs

Erindisbréf félagsmálaráðs, lagt fram til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 10/1 og vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með þremur samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

17.1111437 - Erindisbréf fyrir hafnarstjórn

Erindisbréf hafnarstjórnar, lagt fram til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 10/1 og vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með þremur samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

18.1111460 - Erindisbréf Héraðsskjalasafns

Erindisbréf Héraðsskjalasafns, lagt fram til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 10/1 og vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með þremur samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

19.1111438 - Erindisbréf fyrir menningar- og þróunarráð

Erindisbréf menningar- og þróunarráðs, lagt fram til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 10/1 og vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með þremur samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

20.1111432 - Erindisbréf barnaverndarnefndar

Erindisbréf barnaverndarnefndar, lagt fram til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 10/1 og vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með þremur samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

21.1110142 - Erindisbréf jafnréttis- og mannréttindaráðs

Erindisbréf jafnréttis- og mannréttindaráðs, lagt fram til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 10/1 og vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með þremur samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

22.1106246 - Erindisbréf nefnda - forvarna- og frístundanefndar

Erindisbréf forvarna- og frístundanefndar, lagt fram til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 10/1 og vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með þremur samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

23.1106246 - Erindisbréf nefnda - íþróttaráðs

Erindisbréf íþróttaráðs, lagt fram til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 10/1 og vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með þremur samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

24.1106246 - Erindisbréf nefnda - leikskólanefndar

Erindisbréf leikskólanefndar, lagt fram til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 10/1 og vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með þremur samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

25.1106246 - Erindisbréf nefnda - skólanefndar

Erindisbréf skólanefndar, lagt fram til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 10/1 og vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með þremur samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

26.1106217 - Erindisbréf umhverfis- og samgöngunefndar

Erindisbréf umhverfis- og samgöngunefndar, lagt fram til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 10/1 og vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með þremur samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

27.1011238 - Erindisbréf skipulagsnefndar

Erindisbréf skipulagsnefndar, lagt fram til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 10/1 og vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með þremur samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

28.1010338 - Erindisbréf framkvæmdaráðs

Erindisbréf framkvæmdaráðs, lagt fram til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 10/1 og vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með þremur samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

29.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Skýrsla rýnihóps um svæðisskipulag, ásamt greinargerð sem lögð var fram á fundi skipulagsnefndar 5/12.

Bæjarráð þakkar rýnihópnum fyrir vel unnin störf og tekur undir bókun skipulagsnefndar frá 5. desember sl. um sama mál.

 

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

30.1201118 - Vinnuhópur um málefni Strætó í Kópavogi.

Fulltrúar meirhlutans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð Kópavogs samþykkir að stofna vinnuhóp um málefni Strætó í Kópavogi.

Í hópinn verði skipaðir tveir fulltrúar úr umhverfis- og samgöngunefnd, starfsmaður af umhverfissviði og starfsmaður frá Strætó b.s.  Formaður hópsins skal vera fulltrúi Kópavogsbæjar í stjórn Strætó b.s.

Verkefni hópsins er m.a. að kalla eftir hugmyndum og athugasemdum frá bæjarbúum um hvernig megi bæta þjónustu Strætó innan og utan Kópavogs.  Jafnframt skal hópurinn rýna í talningar og nýtingar á leiðum, skoða staðsetningu biðstöðva og biðskýla.  Hópurinn skal jafnframt kalla eftir athugasemdum frá menntasviði, íþróttafélögunum, tómstundafélögum og skólum. Þar skuli sérstaklega horft til leiðar 28 og hvernig má bæta þjónustu tómstundavagnsins.

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

Una María Óskarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð leggur til að fulltrúi menntasviðs eigi fulltrúa í hónum. Ég tel mikilvægt að sérþekking starfsmanna á sviðinu á starfsemi íþrótta- og tómstundafélaga nýtist í starfshópnum, enda áætlað að hópurinn fundi aðeins tvisvar sinnum.

Una María Óskarsdóttir"

Tillaga Unu Maríu Óskarsdóttur var felld með einu atkvæði en fjórir fulltrúar sátu hjá.

Ármann Kr. Ólafsson óskaði fært til bókar að tillagan var felld með atkvæði formanns bæjarráðs.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Mér þótti einfaldlega allt of lummulegt að bæjarráð í heild sinni sæti hjá í málinu.  Felldi því tillöguna enda er sérstaklega tilgreint að kallað verði eftir tillögum frá menntasviði.

Guðríður Arnardóttir"

Tillaga meirihlutans um skipan samstarfshóps samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

31.1201123 - Laun áheyrnarfulltrúi í framkvæmdaráðs. Fyrirspurn frá Gunnar Inga Birgissyni.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Er nýkjörinn áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks í framkvæmdaráð launaður?

Gunnar Ingi Birgisson"

32.1201124 - Fjöldi funda varamanns VG. Fyrirspurn frá Gunnari Inga Birgissyni.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hve oft hefur bæjarfulltrúi VG kallað inn varamann í sinn stað í bæjarráð og bæjarstjórn á kjörtímabilinu, þegar hann hefur ekki verið í leyfi vegna þingstarfa.

Gunnar Ingi Birgisson"

33.1201126 - Minnt á fyrirspurn. Bókun frá Gunnari Inga Birgissyni.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Minni á fyrirspurn frá síðasta ári til bæjarstjóra og fjármálastjóra varðandi útskýringu á svari fjármálastjóra til undirritaðs vegna Glaðheimasvæðis.

Gunnar Ingi Birgisson"

34.1201127 - Breytt umferðarskipulag við Dalveg. Tillaga frá Gunnari Inga Birgissyni.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur fram tillögu að breyttu umferðarskipulagi á Dalvegi sbr. framlagða teikningu. Framkvæmdir fari fram strax í vor.

Gunnar Ingi Birgisson"

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

35.1201128 - Tillögu- og umræðuvefur Kópavogs.

Bæjarráð óskar eftir því að forstöðumaður UT-deildar taki saman minnisblað um kostnað og leiðir, svo koma megi upp tillögu og umræðuvef bæjarins. Óskað er eftir því að gerð verði grein fyrir málinu á næsta fundi ráðsins.

36.1201130 - Upplýsingar um stærð rýmis á sambýlum. Fyrirspurn frá Ármanni Kr. Ólafssyni.

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir upplýsingum um stærð einka- og sameiginlegs rýmis á sambýlum. Þá er óskað eftir upplýsingum um hvernig þetta sama rými yrði ef ákvæði gildandi reglugerða væru uppfyllt. Þá óskast svar við því hvort flutningur á starfsemi kalli á að ákvæði reglugerða verði uppfyllt.

Ármann Kr. Ólafsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.