Frá bæjarlögmanni, dags. 10. september, lagt fram erindi Sýslumannsins í Kópavogi, dags. 6. september, þár sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Nemendafélags Fjölbrautarskólans í Garðabæ, kt.660287 ? 2649 við Skólaveg 6, 210 Garðabær, um tækifærisleyfi til að mega halda skóladansleik, fimmtudaginn 12. september 2013, frá kl. 22:00 ? 1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Kristinn Þorsteinsson, kt. 160962-2679. Öryggisgæsluna annast Go Security.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri lagði til að erindinu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjóra. Arnþór Sigurðsson lagði til að erindinu yrði vísað til íþróttaráðs til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Guðríður Arnardóttir og Arnþór Sigurðsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Við teljum eðlilegt að þetta erindi fái afgreiðslu eins og önnur sambærileg erindi og sé vísað til íþróttaráðs.
Guríður Arnardóttir, Arnþór Sigurðsson"