Bæjarráð

2829. fundur 25. júní 2016 kl. 18:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Til fundarins er boðað sem aukafundar með vísan til ákvæða 2. mgr. 28. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogs.

Ármann Kr. Ólafsson sat fundinn í stað Karenar Halldórsdóttur.

1.1604031 - Forsetakosningar 2016. Úrksurður um kjörskrá.

Lagt fram erindi frá Þjóðskrá Íslands, dags. 25. júní, þar sem fram kemur að skráning á kjörskrárstofni hafi verið röng en nú verið leiðrétt af hálfu Þjóðskrár. Athygli Kópavogsbæjar er vakin á þessu svo leiðrétta megi kjörskrá sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 24/2000.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leiðrétta kjörskrá í Kópavogi sbr. framlagt erindi frá Þjóðskrá Íslands.

Fundi slitið.