Bæjarráð

2735. fundur 12. júní 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1406005 - Forvarna- og frístundanefnd, 10. júní

22. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

2.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 6. júní

337. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

3.1406133 - Hagasmári 1, Smáralind, Kaffiveröld ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 5. júní, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 4. júní, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Kaffiveröld ehf., kt. 540909-0830, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka kaffihús í flokki I, á staðnum Te og Kaffi, að Hagasmára 1 (Smáralindinni), 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

 

4.1405215 - Rjúpnasalir 1, Chopperinn. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt/breytt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 11. júní, lagt fram erindi sýslumannsins í Kópavogi frá 10. júní, þar sem óskað er umsagnar umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Ljósborgar ehf., kt. 600575-0319, um nýtt/breytt rekstrarleyfi til að mega reka veitingastað/greiðasölu í flokki II, á staðnum Chopperinn, að Rjúpnasölum 1, Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Þann 15. maí sl. samþykkti bæjarráð rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki I, á sama stað fyrir sömu rekstraraðila.

Bæjarráð hafnar umsókninni fyrir sitt leyti með þremur atkvæðum. Einn greiddi atkvæði með umsókninni en einn bæjarráðsfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

5.1406215 - Kosning fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. júní, upplýsingar um kjör fulltrúa á landsþingi Sambandsins óskast fyrir 1. ágúst.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

6.1406220 - Þakkir til fráfarandi bæjarstjórnar Kópavogs fyrir veittan stuðning

Frá íþróttafélaginu Glóð, dags. 5. júní, þakkir færðar bæjarstjórn fyrir stuðning á liðnum árum.

Lagt fram.

7.1203096 - Upplýsingatækni í grunn- og leikskólum

Forstöðumaður upplýsingatæknideildar gerði grein fyrir vinnu við uppbyggingu þráðlauss nets í grunn- og leikskólum og innleiðingu spjaldtölva.

8.1404639 - Vargfugl í efri byggðum. Fyrirspurn frá Hafsteini Karlssyni.

Hafsteinn Karlsson hvatti til aðgerða af hálfu bæjarins vegna vargfugls í efri byggðum.

Formaður færði þakkir til ráðsmanna, starfsfólks og íbúa fyrir samstarfið sl. fjögur ár.

Aðrir ráðsmenn taka undir bókun formanns.

Fundi slitið - kl. 10:15.