Bæjarráð

2788. fundur 17. september 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Sverrir Óskarsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Ármann Kr. Ólafsson sat fundinn í stað Hjördísar Johnson.

Sverrir Óskarsson sat fundinn í stað Theódóru Þorsteinsdóttur.

Karen Halldórsdóttir stýrði fundi.

1.1501353 - Mánaðarskýrslur 2015.

Frá bæjarritara, lagðar fram mánaðarskýrslur vegna starfsemi í júní og júlí.
Lagt fram.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1509436 - Austurkór 91 - 99. Óskað heimildar til að framselja lóðarréttindi og heimild til veðsetningar.

Frá bæjarlögmanni, dags. 15. september, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Lautasmára ehf. um heimild til að framselja lóðirnar Austurkór 91-99 og heimild til veðsetningar lóðanna til framsalshafa.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild til framsals með fimm atkvæðum.

3.1509548 - Álalind 10. Heimild til veðsetningar.

Frá bæjarlögmanni, dags. 16. september, lögð fram beiðni til veðsetningar lóðarinnar Álalind 10 f.h. lóðarhafa Leigufélagsins Bestlu ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til veðsetningar lóðarinnar Álalind 10 fyrir allt að kr. 150.000.000.-.

4.1105063 - Samningar við HK. Endurskoðun á rekstrarsamningi um Fagralund.

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 17. september, lögð fram tillaga um endurskoðun á rekstrarsamningi um íþróttahúsið Fagralund.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að rekstrarsamningur um Fagralund verði endurskoðaður og felur menntasviði að vinna að endurskoðun samningsins.

5.1509389 - Fundir fjárlaganefndar Alþingis með sveitarstjórnum haustið 2015.

Frá fjárlaganefnd Alþingis, dags. 10. september, lagt fram bréf þar sem fulltrúum sveitarfélaga er boðið til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2016.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

6.1509349 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2015.

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 8. september, lögð fram boðun á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem verður haldinn miðvikudaginn 23. september nk. þar sem þess er vænst að fulltrúi frá bænum sitji fundinn.
Lagt fram.

7.1509377 - Styrkbeiðni fyrir starfsárið 2015-2016.

Frá SAMKÓP samtökum foreldraráða og foreldrafélaga við grunnskóla í Kópavogi, dags. 1. september, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir framlagi til samtakanna fyrir starfsárið 2015-2016 að upphæð kr. 571.000.
Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

8.1509012 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 10. september 2015.

163. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 6. liðum.
Lagt fram.

9.1509006 - Félagsmálaráð, dags. 7. september 2015.

1396. fundur félagsmálaráðs í 3. liðum.
Lagt fram.

10.15083758 - Beiðni um samstarf.

Frá deildarstjóra ráðagjafa- og íbúðadeildar, dags. 8. september, lögð fram bókun félagsmálaráðs frá 7.9.2015 og umsögn dags. 1.9.2015 þar sem hvatt er til þess að gerður verði samningur við Von og bjargir líknarfélag um búsetuúrræði fyrir einstaklinga sem glíma við fjölþættan vanda.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

11.1509008 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 9. september 2015.

32. fundur forvarna- og frístundanefndar í 7. liðum.
Lagt fram.

12.1509004 - Skipulagsnefnd, dags. 14. september 2015.

1265. fundur skipulagsnefndar í 22. liðum.
Lagt fram.

13.1509013 - Skólanefnd, dags. 14. september 2015.

90. fundur skólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

14.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 12. júní 2015.

351. fundur stjórnar Sorpu í 5. liðum.
Lagt fram.

15.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 21. ágúst 2015.

352. fundur stjórnar Sorpu í 11. liðum.
Lagt fram.

16.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 7. september 2015.

353. fundur stjórnar Sorpu í 9. liðum.
Lagt fram.

17.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 24. ágúst 2015.

Bæjarráð frestaði á fundi sínum þann 3.9.2015 afgreiðslu á lið 1 í fundargerð nr. 418 um Bláfjalla- og Reykjanesfólkvangs.

18.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 7. september 2015.

419. fundur stjórnar SSH í 5. liðum.
Lagt fram.

19.1508014 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 27. ágúst 2015.

67. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 1. lið.
Lagt fram.

20.1509003 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 1. september 2015.

68. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.