Bæjarráð

2826. fundur 16. júní 2016 kl. 09:30 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
  • Sverrir Óskarsson varafulltrúi
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1606498 - Menntasvið-ráðning skólastjóra Kársnesskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 14. júní 2016, tillaga að ráðningu skólastjóra Kársnesskóla.
Sviðsstjóri menntasviðs og deildarstjóri grunnskóladeildar sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Björg Baldursdóttir verði ráðin í starf skólastjóra Kársnesskóla.

2.1606035 - Erindisbréf lista- og menningarráðs.

Frá forstöðumanni Listhúss Kópavogsbæjar, dags. 7. júní, lagt fram til samþykkis uppfært erindisbréf lista- og menningarráðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa uppfærðu erindisbréfi fyrir lista- og menningarráðs til afgreiðslu bæjarstjórnar með áorðnum breytingum.

3.1603634 - Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð 2016.

Frá deildarstjóra ráðgjafa- og íbúðardeildar, dags. 8. júní, lagðar fram tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð ásamt greinargerð sem samþykkt var á fundi félagsmálaráðs þann 6. júní sl.
Frestað

4.1606792 - Dalvegur 4, Eldsmiðjan (Foodco hf). Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 13. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. júní, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Foodco hf., kt. 660302-2630, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingahús í flokki I, á staðnum Eldsmiðjan, að Dalvegi 4, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

5.1605341 - HK-vegna strandblaks aðstöðu

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. júní 2016, varðandi erindi framkvæmdastjóra HK, dags. 12. maí 2016, vegna viðhalds á strandblaksaðstöðu. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum, 19. maí sl. að vísa erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til kostnaðarumsagnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

Sverrir Óskarsson bókar:
"Undirritaður væri tilbúinn að skoða erindið með hagkvæmari kost að leiðarljósi"

Ólöf Pálína Úlfarsdóttir bókar:
"Tek undir bókun Sverris"

6.1602965 - Kópavogsvöllur, viðhald.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 10. júní 2016, varðandi Kópavogsvöll, viðhald. Á fundi bæjarráðs 19. maí 2016, var lagt fram erindi deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 13. maí 2016, varðandi kostnað við endurbætur og viðhald á frjálsíþróttaaðstöðu á Kópavogsvelli. Á fundi íþróttaráðs, 12. maí var bókað að rétt væri að bæjarráð skoðaði málið, þar sem ekki liggja fyrir fjármunir í verkefnið að svo stöddu. Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til kostnaðarumsagnar sviðsstjóra.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár en felur menntasviði að ræða við Breiðablik um framkvæmd móta á þessu ári.

7.1604099 - Átak í viðhaldi og endurnýjun gatnakerfis höfuðborgarsvæðisins

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. júní 2016, umsögn um erindi frá SSH, dags. 8. mars, þar sem lagt er fram erindi vegna átaks í viðhaldi og endurnýjun gatnakerfisins á höfuðborgarsvæðinu, ásamt tillögu að verklagi og framkvæmdaáætlun við Vegagerðina vegna verkefnisins. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs á fundi sínum 7. apríl sl.
Lagt fram.

8.1606720 - Styrkumsókn vegna ráðstefnuhalds í Salnum 2. september 2016.

Frá Erindi samtökum um samskipti og skólamál, dags. 7. júní, lögð fram umsókn um styrk í formi leigu fyrir Salinn vegna ráðstefnu sem haldin verður í Salnum þann 2. september nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til bæjarritara til umsagnar.

9.1606005 - Félagsmálaráð, dags. 6. júní 2016.

1412. fundur félagsmálaráðs í 8. liðum.
Lagt fram.

10.1605009 - Íþróttaráð, dags. 2. júní 2016.

60. fundur íþróttaráðs í 30. liðum.
Lagt fram.

11.16061070 - Sala korta í líkamsrækt. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni

"Hver ber ábyrgð á sölu árskorta í Sundlaugar Kópavogs frá s.l. hausti fram að lokun aðstöðu Gym-heilsu?
Hve mörg kort höfðu gildistíma sem var lengri en samningur bæjarins við GH sagði til um?
Hyggjast bæjaryfirvöld koma til móts við þá eigendur korta sem eftir sitja með "gild" kort en enga sundaðstöðu ?
Eru /voru í gildi einhverjir samningar milli bæjarins og GH um sölu kortanna, og ef svo hvert var fyrirkomulagið?
Var Kópavogsbær á einhverjum tíma ábyrgur fyrir sölu korta og/eða vörslu fjármuna vegna kortasölu frá GH??
Ólafur Þór Gunnarsson"

Fundi slitið.