Bæjarráð

2841. fundur 13. október 2016 kl. 08:15 - 09:25 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1610166 - Austurkór 163 og 165. Heimild til veðsetningar.

Frá fjármálastjóra, dags. 10. október, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 163 og 165, KE Bergmóts ehf., um heimild til að veðsetja lóðirnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðið veðleyfi.

2.1610150 - Hestheimar 14-16, Sprettur rekstrarfélag ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisley

Frá lögfræðideild, dags. 11. október, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. október, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Spretts rekstrarfélags ehf., kt. 580713-0680, um tímabundið áfengisleyfi vegna sviðaveislu sem haldin verður 21. október 2016, frá kl. 19:00 til 01:00, í Samskipahöllinni, að Hestheimum 14-16, Kópavogi, skv. 18. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

3.16031031 - Smárinn deiliskipulag, kæra og krafa um stöðvun framkvæmda.

Frá lögfræðideild, dags. 11. október, lagður fram úrskurður vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar þar sem gerð var krafa um ógildingu ákvörðunar um breytt deiliskipulag svæðisins.
Lagt fram.

4.1603994 - Turnahvarf 2, umsókn um atvinnuhúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. október, lögð fram beiðni f.h. Mótanda ehf. um heimild til að falla frá lóðarumsókn um úthlutun lóðarinnar Turnahvarfs 2. Lagt er til við bæjarráð að samþykkja að úthlutun lóðarinnar verði afturkölluð og hún auglýst laus til umsóknar á ný.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að afturkalla úthlutun lóðarinnar Turnahvarfs 2 og auglýsa lóðina lausa til umsóknar á ný.

5.16031417 - Turnahvarf 4, umsókn um atvinnuhúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. október, lögð fram beiðni f.h. Landslagna ehf. um heimild til að falla frá lóðarumsókn um úthlutun lóðarinnar Turnahvarfs 4. Lagt er til við bæjarráð að samþykkja að úthlutun lóðarinnar verði afturkölluð og hún auglýst laus til umsóknar á ný.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að afturkalla úthlutun lóðarinnar Turnahvarfs 4 og auglýsa lóðina lausa til umsóknar á ný.

6.1605289 - Digranesvegur 1, bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar. Kaupsamningur o.fl. gögn

Frá verkefnastjóra umhverfissviðs, dags. 4. október, lagt fram erindi um kaup á húsgögnum og öðrum húsbúnaði fyrir nýjar bæjarskrifstofur að Digranesvegi 1. Lagt er til að leitað verði samninga við Sýrusson hönnunarhús, Á. Guðmundsson, Pennann, InnX og Epal.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Sýrusson hönnunarhús, Á. Guðmundsson, Pennann, InnX og Epal um kaup á húsgögnum og öðrum húsbúnaði fyrir nýjar bæjarskrifstofur að Digranesvegi 1.

7.1610155 - Boð á sameiginlega Lúsíuhátíð Norrköping og Odense 12. desember 2016

Frá sveitarfélaginu Norrköping, dags. 26. september, lagt fram boð á sameiginlega Lúsíuhátíð Norrköping og Odense sem haldin verður 12. desember 2016.
Bæjarráð vísar erindinu til forsætisnefndar til afgreiðslu.

8.1610076 - Form og efni viðauka við fjárhagsáætlun.

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 3. október, lagt fram erindi um verklag sveitarfélaga vegna gerð viðauka við fjárhagsáætlun.
Bæjarráð vísar málinu til fjármálastjóra til afgreiðslu.

9.1610077 - Hækkun mótframlags launagreiðenda í A deild Brúar lífeyrissjóðs

Frá Brú lífeyrissjóði, dags. 3. október, lögð fram tilkynning um hækkun mótframlags launagreiðenda í A-deild lífeyrissjóðsins.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra og bæjarlögmanns til umsagnar.

10.16082178 - Nýbýlavegur 78, byggingarleyfi.

Frá Sóltúni ehf., dags. 28. september, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir afslætti af gatnagerðargjöldum út af Nýbýlavegi 78 þar sem verið sé að rífa gamalt hús og byggja nýtt.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

11.1610007 - Hafnarstjórn, dags. 10. október 2016.

104. fundur hafnarstjórnar í 5. liðum.
Lagt fram.

12.1609076 - Alþingiskosningar 2016

Frá bæjarritara, lagður fram listi yfir tilnefningar í undirkjörstjórnir vegna alþingiskosninga 29. október 2016. Bæjarstjórn samþykkti einróma að fela bæjarráði að kjósa í undirkjörstjórnir vegna alþingiskosninga 29. október 2016.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan lista yfir tilnefnda starfsmenn í undirkjörstjórnir vegna alþingiskosninga 29. október 2016.

Fundi slitið - kl. 09:25.