Bæjarráð

2525. fundur 12. nóvember 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.910016 - Fundargerð félagsmálaráðs 3/11

1271. fundur

2.911007 - Fundargerð forvarnanefndar 6/11

21. fundur

3.911009 - Fundargerð jafnréttisnefndar 26/10

286. fundur

4.911003 - Fundargerð skólanefndar 9/11

18. fundur

5.902033 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 30/10

768. fundur

6.901307 - Fundargerð stjórnar SSH 2/11

343. fundur

7.901137 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 2/11

266. fundur

8.901200 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 4/11

126. fundur

9.911264 - Ósk um kaup á gólfþvottavél

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og íþróttafulltrúa, dags. 10/11, óskað heimildar bæjarráðs til að kaupa gólfþvottavél til ræstinga í Kórnum, frá Fönix sem átti lægsta tilboð.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

10.911019 - Meðalbraut 2, sótt um styrk vegna endurnýjunar á gleri í gluggum.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, umsögn dags. 10/11, um erindi húseigenda að Meðalbraut 2, sem sækja um styrk vegna endurnýjunar á gleri í gluggum. Lagt er til að erindinu verði hafnað, þar sem hljóðstyrkur er undir viðmiðunarmörkum.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

11.911153 - Bifreiðastæði við Leikhús í Funalind.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, umsögn dags. 10/11, um erindi íbúa við Funalind varðandi bílastæði við Leikhús í Funalind. Lagt er til að gerð verði 8 bílastæði innan lóðar Funalindar 2 og að stefnt verði að framkvæmdum á næsta ári.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

12.906065 - Vatnsendablettur 173. Dómsmál

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og bæjarlögmanni, dags. 11/11, lögð fram tillaga um greiðslu bóta samkvæmt yfirmati vegna skerðingar bæjarins á lóðinni Vatnsendablettur 173.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

13.802100 - Vatnsendablettur 156. Dómsmál

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og bæjarlögmanni, dags. 11/11, lögð fram tillaga um greiðslu bóta samkvæmt yfirmati vegna skerðingar bæjarins á lóðinni Vatnsendablettur 156.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

14.802266 - Vatnsendablettur nr. 46 og 52. Krafa um bætur vegna skerðingar á yfirtöku á leigusamningi.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og bæjarlögmanni, dags. 11/11, tillaga um greiðslu bóta samkvæmt yfirmati, varðandi mál Þuríðar Jörgensen gegn Kópavogsbæ, vegna yfirtöku bæjarins á leigusamningi um Vatnsendablett 52 og vegna skerðingar á Vatnsendabletti 46. Lagt er til við bæjarráð að gengið verði að þessu sáttaboði.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

15.911194 - Rjúpnasalir 1, BV 60 ehf. Beiðni um umsögn.

Frá bæjarlögmanni, dags. 10/11, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 5. nóvember 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar BV 60 ehf., kt. 431108-0970, Berjarima 8, 112 Reykjavík um rekstarleyfi fyrir veitingastaðinn Salagrill í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk 1, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segir til um.

16.910367 - Starfslýsing

Sviðsstjóri fræðslusviðs og starfsmannastjóri mættu til fundar, samkv. beiðni bæjarráðs.

Starfslýsing deildarstjóra (áður verkefnastjóra) grunnskóladeildar, sem frestað var á fundi bæjarráðs 5/11 sl.

Bæjarráð frestar afgreiðslu starfslýsingar til næsta fundar.

17.701106 - Vatnsendablettur 241a, aðal- og deiliskipulag breyting

Bæjarráð vísar tillögunni til skipulagsnefndar til úrvinnslu að nýju.

18.911228 - Varðar stjórnsýslu starfsmanna Kópavogbæjar.

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 6/11, varðandi erindi íbúa í bænum til ráðuneytisins vegna riftunar leigusamnings. Óskað er skýringa á, á hvaða grundvelli umrædd riftun byggðist.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra félagssviðs og bæjarlögmanns til afgreiðslu.

19.911180 - Stjórnsýslukæra vegna ráðningar í starf húsvarðar við Lindaskóla.

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 5/11, óskað umsagnar um stjórnsýslukæru Einars Pálssonar, vegna ráðningar í starf húsvarðar við Lindaskóla.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu starfsmannastjóra.

20.911226 - Athugasemd vegna refaveiða.

Frá Umhverfisstofnun, dags. 5/11, vakin er athygli á að ekki er gert ráð fyrir fjármunum til endurgreiðslu vegna refaveiða á uppgjörstímabilinu 1. 9. 2009 til 31. 8. 2010.

Lagt fram.

21.812006 - Uppgræðsla á svæði milli Hengils og Lyklafells.

Frá Landgræðslu ríkisins, dags. 30/10, þakkað fyrir samstarf á árinu 2009, með ósk um óbreytt framlag fyrir árið 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

22.911172 - Kerfisáætlun 2009

Frá Landsneti, dags. 2/11, Kerfisáætlun 2009, sem nær til næstu fimm ára, Afl- og orkujöfnuður 2012/13.

Lagt fram.

23.911286 - Langtíma mikilvægi og forvarnargildi þess að skapa unglingum vinnu yfir sumartímann.

Frá forstöðumönnum og starfsmönnum ýmissa vinnuskóla, samþykkt á fundi vinnuskóla, sem haldinn var 10. nóvember sl., þess efnis að minna á langtíma mikilvægi og forvarnargildi þess að skapa unglingum vinnu yfir sumartímann.

Lagt fram.

24.903148 - Grundarsmári 16, breytt deiliskipulag.

Frá Vigni Baldurssyni, dags. 9/11, varðandi Grundarsmára 16, breytt deiliskipulag. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu á fundi sínum 15/9, en bæjarráð frestaði afgreiðslu þess á fundi sínum 17/9.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

25.911178 - Beiðni um styrk

Frá GKG, dags. 4/11, óskað eftir styrk vegna þátttöku A-sveitar klúbbsins í Evrópukeppni klúbbliða, sem fram fór 20.-24. október s.l.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþróttafulltrúa.

26.911164 - Umsókn um styrk

Frá knattspyrnudeild Breiðabliks, dags. 5/11, óskað eftir styrk til starfseminnar fyrir árið 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

27.911213 - Óskað eftir styrk fyrir jólin.

Frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, dags. í nóvember, óskað eftir styrk til starfseminnar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

28.905353 - Staða dagforeldra í Kópavogi.

Frá Samtökum dagmæðra í Kópavogi, tölvupóstur, dags. 2/11, varðandi erfiða stöðu starfseminnar.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs til umsagnar.

29.911279 - Kynning á nýju fyrirtæki á íslenskum fjármálamarkaði.

Frá ALM Fjármálaráðgjöf hf., dags. 4/11, kynning á fyrirtækinu.

Lagt fram.

30.910477 - Álagningarskrá lögaðila 2009.

Frá Skattstjóra Reykjanesumdæmis, dags. 28/10, álagningarskrá lögaðila 2009 til framlagningar, dagana 30/10 til 13/11, að báðum dögum meðtöldum.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:15.