Bæjarráð

2528. fundur 03. desember 2009 kl. 15:00 - 15:45 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.911027 - Fundargerð félagsmálaráðs 1/12

1273. fundur

2.911026 - Fundargerð leikskólanefndar 1/12

12. fundur

3.901137 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 16/11

267. fundur

4.901200 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 27/11

127. fundur

5.911878 - Skíðaskálinn Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 3/12, umsögn um erindi skíðadeildar Víkings, varðandi styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að veittur verði styrkur á grundvelli reglna bæjarstjórnar frá 25. janúar 2007, að upphæð kr. 410.663 til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara.

6.909258 - Framkvæmdir við félags-, fræðslu- og þjónustuhús í Guðmundarlundi.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 1/12, umsögn um erindi Skógræktarfélags Kópavogs varðandi framkvæmdir við félags-, fræðslu- og þjónustuhús í Guðmundarlundi. Lagt er til að bæjarráð samþykki fjárstyrk til Skógræktarfélagsins eins og tilgreint er í umsögn og að greiðslum verði skipt niður á árin 2009, 2010 og 2011. Samningar skógræktarfélagsins og Kópavogsbæjar verði að öðru leyti óbreyttir.

Sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs kom inn á fundinn og gerði frekari grein fyrir málinu.  Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.  

7.802105 - Vatnsendablettur 13, 13a, og 51. Dómsmál

Lögð fram umsögn og tillaga sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og bæjarlögmanns um sátt varðandi Vatnsendablett 13, 13a, og 51.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu þeirra og felur þeim afgreiðslu málsins.

8.906064 - Vatnsendablettur 47. Dómsmál

Lögð fram umsögn og tillaga sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og bæjarlögmanns um sátt varðandi Vatnsendablett 47.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu þeirra og felur þeim afgreiðslu málsins.

9.911892 - Óveruleg breyting á svæðisskipulagi, stækkun athafnasvæðis á Tungumelum.

Frá Mosfellsbæ, dags. 24/11, óskað er eftir athugasemdum og ábendingum fyrir 24/12 n.k. varðandi tillögu að breytingu á svæðisskipulagi á Tungumelum.

Vísað til umsagnar skipulagsnefndar.

10.912088 - Skólar á grænni grein árið 2010

Frá Landvernd, dags. 24/11, óskað eftir að Kópavogsbær styrki verkefnið ""Skólar á grænni grein"" um kr. 1,25 milljónir árið 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslustjóra til umsagnar.

11.912087 - Styrkjum staðarandann

Frá Alta dags. 26/11 kynning á starfsemi fyrirtækisins.

Lagt fram.

12.911907 - Þorrasalir 13-15. Lóðarskil.

Frá Tréfagi ehf., dags. 27/11, lóðinni að Þorrasölum 13 - 15 skilað inn.

Lagt fram.

13.911906 - Hólmaþing 6. Lóðarskil.

Frá Arnóri Guðjohnsen, dags. 25/11, lóðinni að Hólmaþingi 6 skilað inn.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 15:45.