Bæjarráð

2666. fundur 13. desember 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1212001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 4. desember

66. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1212005 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 11. desember

67. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3.1211021 - Forvarna- og frístundanefnd, 5. desember 2012

13. fundur

Lagt fram.

4.1210444 - Beiðni SÁÁ um stuðning við átakið "Betra líf! - mannúð og réttlæti.

Umsögn forvarna- og frístundanefndar um erindi SÁÁ.

Bæjarráð Kópavogs telur nauðsynlegt að skoðað verði með hvaða hætti megi efla  þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og fjölskyldur þeirra.

 

Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afreiðslu málsins.

 

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður telur mikilvægt að hugmynd SÁÁ um að hluti af áfengisgjaldi renni til nýrra úrræða fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, verði tekin til alvarlegrar athugunar.

Hjálmar Hjálmarsson"

 

Rannveig Ásgeirsdóttir tekur undir bókun Hjálmars Hjálmarssonar.

5.1211025 - Framkvæmdaráð, 12. desember

42. fundur

Lagt fram.

 

Hlé var gert á fundi kl. 8.37. Fundi var fram haldið kl. 8.41.

6.1212099 - Sveitarfélagamörk Kópavogs og Garðbæjar við Kjóavelli. Breyting.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.
Lögð fram drög að samkomulagi um ný staðarmörk Kópavogsbæjar og Garðabæjar á Kjóavöllum, sbr. sameiginlegt deiliskipulag Kópavogs og Garðabæjar dags. 29. september 2009 og samning Kópavogsbæjar, Garðabæjar og hestamannafélaganna Gusts og Andvara dags. 8. júní 2012.
Framkvæmdaráð samþykkti drögin að samkomulaginu og
vísaði þeim til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi.

7.1208544 - Digranesvegur 12 - heimild til sölu

Frá framkvæmdaráði.
Lagt fram erindi deildarstjóra eignadeildar dags. 10. desember 2012, þar sem lagt er til að heimilað verði að auglýsa kjallara á Digranesvegi 12 til sölu. Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð samþykkir erindið.

8.1212123 - Dalvegur 18, Hæfingarstöð

Frá framkvæmdaráði.
Lagt fram erindi sviðsstjóra umhverfissviðs og félagsmálastjóra, dags. 10. desember 2012, þar sem lagt er til að Kópavogsbær tilkynni Velferðarráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og leigusala, að Kópavogsbær telji sig ekki bundinn af leigusamningi um húsnæðið Dalvegi 18. Samþykkt.

Bæjarráð samþykkir erindið.

9.1212131 - Dalbrekka 4, leigusamningur

Frá framkvæmdaráði.
Lagt fram erindi deildarstjóra eignadeildar, dags. 10. desember 2012, þar sem lögð er til leiguupphæð, varðandi afnot AA samtakanna af húsnæðinu Dalbrekku 4. Lagt er til að AA samtökin greiði Kópavogsbæ kr. 50.000.- á mánuði fyrir afnot af húsinu og að leigusamningurinn sé tímabundinn til fjögurra ára. Lok leigutíma verði 1. janúar 2017. Samþykkt.

Bæjarráð samþykkir erindið.

10.1211407 - Samningur um leigu á vatns- og kaffivélum.

Frá framkvæmdaráði.
Lagt fram yfirlit yfir verðsamanburð á leigu á vatns- og kaffivélum og kaffikaupum á stofnunum Kópavogs. Fyrir liggur tillaga frá deildarstjóra framkvæmdadeildar og innkaupafulltrúa um leigu á kaffivélum, vatnsvélum og kaup á kaffi og tengdum vörum. Lagt er til við framkvæmdaráð að samið verði við Selecta um leigu á kaffivélum, vatnsvélum og kaup á kaffi og tengdum vörum fyrir allar stofnanir Kópavogsbæjar. Samþykkt með tveimur atkvæðum.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

11.1211391 - Hafraþing 1. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 1 verði hafnað.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

12.1211390 - Hafraþing 2. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 2 verði hafnað.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

13.1211389 - Hafraþing 3. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 3 verði hafnað.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

14.1211388 - Hafraþing 4. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 4 verði hafnað.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

15.1211387 - Hafraþing 6. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 6 verði hafnað.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

16.1211386 - Hafraþing 8. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 8 verði hafnað.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

17.1211469 - Austurkór 43,45,47,47a, umsókn Húsasmíði ehf. og Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts ehf. um lóð.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Húsasmíði ehf. og Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts ehf. um lóðina Austurkór 43, 45, 47, 47a verði hafnað.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

18.1212118 - Dalaþing 34, umsókn um lóð

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Bjössa ehf. kt. 650603-3540 verði úthlutað lóðinni Dalaþing 34.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

19.1212144 - Austurkór 43, 45, 47, 47a, umsókn Rafmagnsverkstæðis Jens og Róberts ehf. um lóð.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts ehf. kt. 550206-0210 verði úthlutað lóðinni Austurkór 43, 45, 47, 47a.
Samþykkt með tveimur atkvæðum og einn situr hjá.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðsluna.

20.1212149 - Kópavogsgerði 5-7, afsal lóðarúthlutunar.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að S.Þ.verktökum verði heimilað að skila lóðinni Kópavogsgerði 5 - 7. Fyrir liggur umsókn frá Dverghömrum ehf. um þessa lóð. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að þeim verði úthlutað lóðinni Kópavogsgerði 5-7. Þessi afgreiðsla er sambærileg við úthlutun lóðarinnar Þorrasalir 13-15.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs með þremur atkvæðum gegn einu. Einn fulltrúi sat hjá.

21.1212150 - Austurkór 84 - 86, umsókn S.Þ. verktaka ehf. um lóð

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að S.Þ. verktökum ehf. kt. 550393-2399 verði úthlutað lóðinni Austurkór 84 - 86.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

22.1201285 - Stjórn SSH, 10. desember

384. fundur

Lagt fram.

23.1211450 - Kostnaður við setu varafulltrúa. Fyrirspurn frá Rannveigu Ásgeirsdóttur

Lagt fram svar við fyrirspurn frá 29. nóvermber.

Lagt fram.

24.1212146 - Hamraendi 28. Beiðni um afstöðu til forkaupsréttar

Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns, dags. 12. desember, varðandi beiðni um afstöðu til forkaupsréttar.

Bæjarráð samþykkir að fallið verði frá forkaupsrétti.

25.1212090 - Hlíðarendi 18-20. Beiðni um afstöðu til forkaupsréttar

Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns, dags. 12. desember varðandi beiðni um afstöðu til forkaupsréttar.

Bæjarráð samþykkir að fallið verði frá forkaupsrétti.

26.1212051 - Digranes, Íþróttahús HK. Beiðni um umsögn vegna umsóknar Búddistafélags Íslands um leyfi til að hald

Lögð fram umsögn bæjarlögmanns, dags. 12. desember, varðandi umsókn Búddistafélags Íslands, um tækifæris- og áfengisleyfi til að mega halda fjölskylduhátíð í Íþróttahúsi HK, Digranesi.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

27.1212140 - Auðbrekka 25-27, Lionssalurinn Lundur - Veislumatur ehf. Beiðni um umsögn

Lögð fram umsögn bæjarlögmanns, dags. 11. desember varðandi umsókn Veislunnar ehf. um endurnýjun rekstrarleyfis til að mega reka veislusal í flokki III, í Lionsalnum Lundi, að Auðbrekku 25-27.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

28.906118 - Lánveiting frá Dexia.

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 12. desember, tillaga um endurfjármögnun.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

29.1201087 - Ný gjaldskrá vegna framlaga með börnum í einkareknum leikskólum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 12. desember, tillaga að nýrri gjaldskrá vegna framlaga með börnum í einkareknum leikskólum.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

Hversu mörgum börnum greiðir Kópavogur með sem eru í leikskólum í rekstri annarra sveitarfélaga.

30.1212081 - Urðarhvarf 10, ósk um að skila lóðinni.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 6. desember, tillaga um afgreiðslu á beiðni lóðarhafa. Lagt er til að fallist verði á beiðnina og málinu verði vísað til skrifstofustjóra umhverfissviðs og fjármála- og hagsýslustjóra til frekari úrvinnslu, uppgjörs lóðagjalda og gerðar afsals fyrir Kópavogsbæ.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

31.1205620 - Heildarkostnaður við öryggisgæslu. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni

Frá deildarstjóra eignadeildar umhverfissviðs, dags. 5. desember, svar við fyrirspurn Hjálmars Hjálmarssonar um heildarkostnað við öryggisgæslu og vöktun á húsnæði í eigu Kópavogsbæjar.

Lagt fram. Hjálmar Hjálmarsson þakkar svarið.

32.1002162 - Vatnsendablettur 132. Krafa um upptöku/endurskoðun á samkomulagi dags. 12. sept. 2001.

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl.,dags. 3. desember, krafa um endurupptöku samninga.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

33.1212080 - Stjórnsýslukæra v. höfnunar Kópavogsbæjar á beiðni um þátttöku í málskostnaði vegna eignarnáms- og d

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 4. desember, ósk um afstöðu sveitarfélagsins vegna stjórnsýslukæru.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

34.1212106 - Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (hlutverk Jöfnunarsjóðs. Beiðni um umsögn

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 7. desember, óskað umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

35.1210273 - Sameining sveitarfélaga. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni og Ómari Stefánssyni

Frá bæjarritaranum í Garðabæ, dags. 8. desember, þar sem fram kemur að bæjarstjórn Garðabæjar hafi hafnað beiðni Kópavogsbæjar um viðræður um sameiningu sveitarfélaga.

Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það veldur vonbrigðum að kjörnir fulltrúar í Garðabæ vilji ekki einu sinni ræða möguleika á sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Tækifærin sem liggja í sameiningu til að bæta þjónustu við íbúana, auka lýðræði og bæta samvinnu í skipulagsmálum bíða því betri tíma eða annarra stjórnenda eftir næstu kosningar.

Ólafur Þór Gunnarsson"

36.1212079 - Laufbrekka 17. Erindi vegna mikils vatnsaga á lóðinni.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

37.1212101 - Erindi varðandi fjárhagsstöðu Digraneskirkju

Frá sóknarnefnd Digraneskirkju, dags. 6. desember, beiðni um viðræður vegna fjárhagsstöðu safnaðarins.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

38.1212061 - Styrkbeiðni v. hátalarakerfis í sundlaug

Frá hópi eldri borgara, dags. 26. nóvember, beiðni um styrk vegna kaupa á hátalarakerfi.

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttafulltrúa til umsagnar.

39.1212132 - Ný rétt fyrir afrétt Seltjarnarneshrepps hins forna í lögsagnarumdæmi Kópavogs

Fra gjaldkera Sauðfjáreigendafélags Kópavogs, dags. 6. desember, ósk um nýja rétt.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

40.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 18. desember 2012:

I. Stjórnsýsluúttekt Capacent

II. Fundargerðir nefnda

III. Tillaga að lántöku

IV. Kosningar

41.1212126 - Fjárhagsstaða Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis. Erindi stjórnar Sunnuhlíðar til velferðarráðherra

Lagt fram.

Ómar Stefánsson lýsti yfir áhyggjum af fjárhagsstöðu Sunnuhlíðar.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð telur afar brýnt að Kópavogsbær setji uppbyggingu og endurbætur í Sunnuhlíð í forgang m.a. að útrýma tvíbýlum og fjölga rýmum.  Það er ljóst að slík uppbygging mun létta verulega rekstur Sunnuhlíðar.

Guðríður Arnardóttir"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég minni á að málaflokkurinn er á hendi ríkisins.

Ómar Stefánsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Og undirrituð minnir á lögbundna þátttöku sveitarfélaga í uppbyggingu hjúkrunarrýma.

Guðríður Arnardóttir"

Fundi slitið - kl. 10:15.