Bæjarráð

2792. fundur 15. október 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1509031 - Beiðni um skuldbreytingu.

Frá lögfræðideild, dags. 6. október, lögð fram umsögn við erindi Tollstjóra að því er varðar þing- og sveitarsjóðsgjöld og mælt með því að bæjarráð fallist á erindið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum erindi Tollstjóra varðandi þing- og sveitarsjóðsgjöld.

2.1510236 - Hestheimar 14-16, Spretthöllin. Umsókn Kiwanisklúbbsins Heklu um tímabundið áfengisleyfi. Beiðni um

Frá lögfræðideild, dags. 12. október, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. október, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kiwanisklúbbsins Heklu, kt. 651090-1569, um tímabundið áfengisleyfi vegna Lambréttardags þann 16. október 2015, frá kl. 19:00-00:00, í Spretthöllinni, að Hestheimum 14-16, Kópavogi, skv. 18. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

3.1111193 - Vesturvör 32-38. Kæra vegna breytinga á deiliskipulagi.

Frá lögfræðideild, dags. 12. október, lagt fram bréf vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 81/2011.
Lagt fram.

4.1509109 - Móttaka flóttafólks.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. október, lagt fram bréf til allra sveitarfélaga, dags. 6. október, um móttöku á flóttamönnum þar sem sveitarfélögum er boðið að tilnefna fulltrúa í samráðshóp um málið.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til afgreiðslu.

5.1510263 - Boð til viðræðna um kaup Kópavogsbæjar á eignum Íbúðalánasjóðs í sveitarfélaginu.

Frá Íbúðalánasjóði, dags. 8. október, lagt fram bréf vegna viðræðna við sveitarfélög um kaup á fasteignum sjóðsins til nýtingar inn í hið félagslega íbúðakerfi.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

6.1510241 - Umferðaröryggi og gróður í umhverfinu.

Frá Samgöngustofu, dags. 28. september, lagt fram erindi vegna hættu sem gróður í umhverfinu getur haft á umferðaröryggi íbúa og þeim tilmælum beint til sveitarfélagsins að hugað verði að ástandi gróðurs og trjáa við vegi og gatnamót.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

7.1510215 - Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu 2015.

Frá EBÍ, dags. 6. október, lagt fram erindi þar sem tilkynnt er um greiðslu ágóðahlutar vegna ársins 2015 til Kópavogsbæjar sem aðildarsveitarfélags.
Lagt fram.

8.1510117 - Tillaga til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum, 15.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 5. október, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum (þingmannamál), 15. mál.
Lagt fram.

9.1510287 - Fjárhagsáætlun 2016.

Frá heilbrigðisnefnd, dags. 30. september, lögð fram fjárhagsáætlun 2016.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

10.1510286 - Tillögur að gjaldskrám 2016 vegna heilbrigðis- og mengunareftirlits og hundahalds.

Frá heilbrigðisnefnd, dags. 30. september, lagðar fram tillögur að gjaldskrám 2016.
Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrá heilbrigðisnefndar til bæjarstjórnar.

11.1510294 - Umsókn um styrk vegna Vatnaskógar.

Frá KFUM, dags. 30. september, lögð fram umsókn um styrk til að ljúka byggingu skála í Vatnaskógi æskulýðsmiðstöð fyrir börn og ungmenni.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

12.1509018 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 17. september 2015.

164. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 8. liðum.
Lagt fram.

13.1509025 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 24. september 2015.

165. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 8. liðum.
Lagt fram.

14.1509029 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 1. október 2015.

166. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 7. liðum.
Lagt fram.

15.1510003 - Lista- og menningarráð, dags. 6. október 2015.

49. fundur lista- og menningarráðs í 3. liðum.
Lagt fram.

16.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar hbsv., dags. 2. október 2015.

60. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.