Bæjarráð

2809. fundur 18. febrúar 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
  • Sverrir Óskarsson varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1507357 - Starfshópur um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar.

Frá bæjarstjóra, lagðar fram teikningar af tillögu arkitekta að nýjum bæjarstjórnarskrifstofum í húsakynnum gamla Kópavogshælisins ásamt kostnaðaráætlun. Einnig lögð fram áætlun Mannvits um Mola-ráðhús. Loks lagt fram bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar, dags. 11. febrúar, þar sem lýst er yfir óánægju með aðgerðarleysi bæjarstjórnar í húsnæðismálum stjórnsýslu bæjarins.
Lagt fram.

Gunnar Már Karlsson, deildarstjóri eignadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Sigurður Guðjón Jónsson frá verkfræðistofunni Mannvit sat fundinn undir þessum lið.

Fundarhlé var gert kl. 10.13. Fundi fram haldið kl. 10.30.

2.1105063 - Samningar við HK

Frá bæjarstjóra, lagt fram samkomulag við Handknattleiksfélag Kópavogs um framlengingu á rekstrarsamningi um íþróttahúsið Fagralund.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum samkomulag um framlengingu á rekstrarsamningi við HK um íþróttahúsið Fagralund og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.1512817 - Gjaldtaka í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum.

Frá bæjarlögmanni, dags. 12. febrúar, lagt fram bréf ásamt uppfærðri gjaldskrá fyrir Kópavogshöfn með nýju ákvæði um gjaldtöku vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum í samræmi við reglugerð nr. 1201/2014.
Bæjarráð vísar málinu til hafnarstjórnar til umsagnar.

4.1602127 - Kauptilboð í hluti Kópavogsbæjars í félaginu Þríhnúkar ehf.

Frá lögfræðideild, dags. 12. febrúar, lagt fram yfirlit yfir kauptilboð sem bárust í hlut Kópavogsbæjar í Þríhnúkum ehf. sem auglýstur var til sölu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði hæstbjóðanda, Koks ehf., í hlut Kópavogsbæjar í Þríhnúkum ehf. verði tekið.

5.1601737 - Líkamsræktarstöðvar 2016, útboð á húsnæði í Sundlaug Kópavogs og Sundlaug í Versölum.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, bæjarlögmanni og deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 16. febrúar, lagðar fram niðurstöður útboðs vegna útleigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs þar sem lagt er til við bæjarráð að gengið verði til samninga við RFC ehf.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum, en hjásetu Birkis Jóns Jónssonar og Ásu Richardsdóttur, að gengið verði til samninga við RFC ehf. um útleigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs.

Stefán L. Stefánsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Fundarhlé var gert kl. 11.05. Fundi fram haldið kl. 11.10.

Ólafur Þór Gunnarsson bókar:
"Ég sit hjá í þessu máli."

6.1010296 - Sorpmál í Kópavogi. Tillögur.

Deildarstjóri gatnadeildar heldur kynningu um tillögur í sorpmálum í Kópavogi. Þá flytur Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu einnig erindi vegna sorpmála.
Lagt fram.

Karl Eðvaldsson, deildarstjóri gatnadeildar, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu bs., sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bjarni G. Hjarðar, yfirverkfræðingur Sorpu bs., sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

7.1601648 - Tillaga SSH um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðra.

Frá SSH, dags. 12. janúar, lögð fram tillaga stjórnar SSH vegna samkomulags sveitarfélaganna um sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk, ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra SSH, lokaskýrslu framkvæmdaráðs ferðaþjónustu fatlaðs fólks og umsögn samráðshóps félagsmálastjóra og fundargerð.
Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar, en áréttar sérákvæði 6. gr. samkomulagsins frá maí 2014, þar sem fram kemur að Kópavogsbær tekur ekki þátt í kostnaði verkefnisins hjá Strætó bs.

8.1602592 - Fannborg 2, 4 og 6. Kauptilboð.

Frá Kvikmyndaskóla Íslands, dags. 15. febrúar, lagt fram kauptilboð í Fannborg 2, 4 og 6.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

9.1602174 - Krafa um ógildingu stjórnvaldsákvörðunar og viðurkenningu réttinda. Dómsmál.

Lögð fram stefna í máli Snæfríðar Ingadóttur gegn Kópavogsbæ til ógildingar stjórnvaldsákvörðunar og viðurkenningar réttinda vegna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

10.1602580 - Leigusamningur um líkamsræktaraðstöðu í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni Versölum. Dómsmál.

Lögð fram réttarstefna í máli Gym heilsu ehf. gegn Kópavogsbæ til viðurkenningar á því að komist hafi á bindandi leigusamningur milli aðila um leigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

11.707091 - Digranesvegur 81 / Hrísar. Viðræður - dómsmál.

Lögð fram matsbeiðni f.h. Magnúsar Ingjaldssonar á hendur Kópavogsbæ þar sem óskað er eftir að dómkvaddir verði tveir matsmenn til þess að meta tjón sem matsbeiðandi telur sig hafa orðið fyrir vegna takmarkana sem Kópavogsbær hefur sett á hagnýtingu á lóð hans að Digranesvegi 81, en lóðin er að stærstum hluta skilgreind sem opið svæði en ekki atvinnu- og iðnaðarsvæði.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

12.1602005 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 11. febrúar 2016.

179. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 12. liðum.
Lagt fram.

13.1602007 - Félagsmálaráð, dags. 15. febrúar 2016.

1405. fundur félagsmálaráðs í 7. liðum.
Lagt fram.

14.1601019 - Skipulagsnefnd, dags. 15. febrúar 2016.

1272. fundur skipulagsnefndar í 31. lið.
Lagt fram.

15.1509910 - Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 16. febrúar, lögð fram að nýju tillaga ES Teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var breytt tillaga dags. 18.1.2016 þar sem komið var til móts við innsendar athugasemdir samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016. Á fundi bæjarstjórnar 26.1.2016 lagði bæjarfulltrúi Sverrir Óskarsson til að málinu yrði vísað til skipulagsnefndar að nýju. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu dags. 18.1.2016 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010 ásamt umsögn og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

16.1511664 - Faldarhvarf 15 og 17. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 16. febrúar, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Arkís ehf. dags. 20.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Faldarhvarfs 15-17. Í breytingunni felst að farið er með svalir 1,8 m út fyrir byggingarreit á suðurhlið húsanna sbr. uppdrætti dags. 24.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Faldarhvarfs 11, 12 og 13 ásamt Faxahvarfi 1 og 3. Kynningu lauk 22.1.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

17.1511136 - Glaðheimar - austurhluti. Hönnun bæjarlands.

Frá skipulagsstjóra, dags. 16. febrúar, lögð fram tillaga Landark ehf., dags. 14.12.2015, að nánari útfærslu deiliskipulags bæjarrýmis í Glaðheimum - austurhluta. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða útfærslu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18.1511754 - Hafraþing 9-11. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 16. febrúar, lgt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 25.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hafraþings 9-11. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Greint frá samráðsfundi sem haldinn var 10.2.2016. Lögð fram breytt tillaga dags. 10.2.2016 þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Uppdráttur er samþykktur af athugasemdaraðlium með undirritun á uppdráttinn. Skipulagsnefnd samþykkti breytta tillögu dags. 10.2.2016 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

19.1509356 - Vatnsendablettur 72. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 16. febrúar, lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga lóðarhafa dags. 14.9.2015 að breyttu deiliskipulagi Vatnsendabletts 72. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lögð fram breytt tillaga dags. 18.1.2016 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016 þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var málinu frestað. Skipulagsnefnd samþykkti breytta tillögu dags. 18.1.2016 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010 ásamt umsögn og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

20.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 8. febrúar 2016.

426. fundur stjórnar SSH í 10. liðum.
Lagt fram.

21.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 12. febrúar 2016.

237. fundur stjórnar Strætó í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.