Bæjarráð

2640. fundur 03. maí 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1204010 - Félagsmálaráð 26/4

1328. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.1104301 - Reglur um dagþjónustu við fatlað fólk

Frá deildarstjóra í þjónustudeild fatlaðra, breytingar á reglum um dagþjónustu, samþykktar á fundi félagsmálaráðs 26/4, sbr. lið 8 í fundargerð.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

3.1204017 - Forvarna- og frístundanefnd 26/4

9. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.1204007 - Íþróttaráð - 12

12. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.1204015 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd 25/4

11. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.1204009 - Skipulagsnefnd 26/4

1208. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.1006175 - Víghólastígur 24, umsókn um byggingarleyfi.

Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum. Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir og Gunnar Ingi Birgisson óskuðu fært til bókar að þau styddu ekki tillögu um að vísa málinu til bæjarstjórnar.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð bendir á að nú sem fyrr eigi bæjarstjórn að taka afstöðu til fundargerða nefnda.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun: 

"Ég vek athygli á að um 5 mál er að ræða sem öll hafa fengið kynningu í sveitarfélaginu og íbúar ekki gert athugasemd varðandi og samþykkt samhljóða í skipulagsnefnd.  Einungis geðþótta ákvörðun oddvita Samfylkingarinnar er að tefja afgreiðslu þessara mála.

Ómar Stefánsson"

8.1201090 - Þorrasalir 37, breytt deiliskipulag.

Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum. Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir og Gunnar Ingi Birgisson óskuðu fært til bókar að þau styddu ekki tillögu um að vísa málinu til bæjarstjórnar.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð bendir á að nú sem fyrr eigi bæjarstjórn að taka afstöðu til fundargerða nefnda.

Guðríður Arnardóttir"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég vek athygli á að um 5 mál er að ræða sem öll hafa fengið kynningu í sveitarfélaginu og íbúar ekki gert athugasemd varðandi og samþykkt samhljóða í skipulagsnefnd. Einungis geðþótta ákvörðun oddvita Samfylkingarinnar er að tefja afgreiðslu þessara mála.

Ómar Stefánsson"

9.1202235 - Austurkór 7-13. Breytt deiliskipulag.

Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum. Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir og Gunnar Ingi Birgisson óskuðu fært til bókar að þau styddu ekki tillögu um að vísa málinu til bæjarstjórnar.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð bendir á að nú sem fyrr eigi bæjarstjórn að taka afstöðu til fundargerða nefnda.

Guðríður Arnardóttir"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég vek athygli á að um 5 mál er að ræða sem öll hafa fengið kynningu í sveitarfélaginu og íbúar ekki gert athugasemd varðandi og samþykkt samhljóða í skipulagsnefnd. Einungis geðþótta ákvörðun oddvita Samfylkingarinnar er að tefja afgreiðslu þessara mála.

Ómar Stefánsson"

10.1204081 - Kópavogsbrún 1, breytt deiliskipulag

Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum. Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir og Gunnar Ingi Birgisson óskuðu fært til bókar að þau styddu ekki tillögu um að vísa málinu til bæjarstjórnar.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð bendir á að nú sem fyrr eigi bæjarstjórn að taka afstöðu til fundargerða nefnda.

Guðríður Arnardóttir"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég vek athygli á að um 5 mál er að ræða sem öll hafa fengið kynningu í sveitarfélaginu og íbúar ekki gert athugasemd varðandi og samþykkt samhljóða í skipulagsnefnd. Einungis geðþótta ákvörðun oddvita Samfylkingarinnar er að tefja afgreiðslu þessara mála.

Ómar Stefánsson"

11.801003 - Skotfélag Kópavogs, ósk um æfingasvæði

Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum. Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir og Gunnar Ingi Birgisson óskuðu fært til bókar að þau styddu ekki tillögu um að vísa málinu til bæjarstjórnar.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð bendir á að nú sem fyrr eigi bæjarstjórn að taka afstöðu til fundargerða nefnda.

Guðríður Arnardóttir"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég vek athygli á að um 5 mál er að ræða sem öll hafa fengið kynningu í sveitarfélaginu og íbúar ekki gert athugasemd varðandi og samþykkt samhljóða í skipulagsnefnd. Einungis geðþótta ákvörðun oddvita Samfylkingarinnar er að tefja afgreiðslu þessara mála.

Ómar Stefánsson"

12.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

13.1201282 - Stjórn Héraðsskjalasafns 26/4

78. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.1201286 - Stjórn Slökkviliðs hbsv. 27/4

111. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

15.1201292 - Mánaðarskýrslur 2012

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í apríl 2012 vegna starfsemi Kópavogsbæjar í mars 2012.

Lagt fram.

16.1204241 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá bæjarritara og starfsmannastjóra, umsögn um ósk um launað námsleyfi.

Gunnar Ingi Birgisson lagði til að erindinu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar og að þar liggi umbeðnar upplýsingar fyrir.

Hlé var gert á fundi kl. 8:45.  Fundi var fram haldið kl. 8:49.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð óskar eftir frestun þar til eftirfarandi upplýsingar hafa verið lagðar fram:  Upplýsingar um um öll launuð námsleyfi sem bæjarráð hefur heimilað frá árinu 2009 út árið 2011, reglur um launuð námsleyfi og hversu há upphæð í fjárhagsáætlun er ætluð til þess að standa straum af launuðum námsleyfum.

Guðríður Arnardóttir"

Bæjarráð samþykkti með fjórum samhljóða atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarráðs.

Hlé var gert á fundi kl. 8:54. Fundi var fram haldið kl. 8:55.

17.1202490 - Ósk Sögufélags Kópavogs um að fá að hýsa heimasíðu og netfang á vef Kópavogsbæjar

Frá bæjarritara, dags. 26/4, umsögn um styrkbeiðni frá Sögufélagi Kópavogs, þar sem óskað var eftir annars vegar að hýsa heimasíðu félagsins á vef bæjarins og hins vegar óskað eftir netfangi hjá bænum.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

18.1204328 - Staða framkvæmda á lóðum. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Frá byggingarfulltrúa, dags. 30/4, skrá yfir stöðu framkvæmda, sem óskað var eftir í bæjarráði 26/4.

Ómar Stefánsson þakkar svörin og leggur til að málinu verði vísað til framkvæmdaráðs til úrvinnslu.

 

Bæjarráð vísar málinu til framkvæmdaráðs til úrvinnslu.

19.1204370 - Skýrsla forðagæslumanns um búfé í Kópavogi 2011-2012

Frá forðagæslumanni, dags. 27/4, skýrsla um búfé í Kópavogi 2011 - 2012.

Lagt fram.

20.1203351 - Stærðfræðikeppnin BEST fyrir 9. bekki grunnskóla

Mál sem lagt var fyrir bæjarráð og vísað til umsagnar skólanefndar þann 29. mars sl.

Hlé var gert á fundi kl. 9:06. Fundi var fram haldið kl. 9:12

Meirihluti bæjarráðs lagði til að styrkur að upphæð kr. 300.000 verði veittur til verkefnisins.

Hlé var gert á fundi kl. 9:18. Fundi var fram haldið kl. 9:23.

Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu tillögunnar yrði vísað til bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum.

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Hjálmar Hjálmarsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð ítreka einlægan stuðning sinn við allt sem mögulega gæti eflt áhuga barna og ungmenna á stærðfræði.  Vinnubrögð í þessu máli eru hins vegar með þvílíkum ólíkindum að ekki er annað hægt en að gera við þau athugasemd.

Bréf um ósk um stuðning bæjarins barst bænum þann 27. mars 2012.  Bréfið var lagt fram í bæjarráði 29. mars og vísað til Skólanefndar.  Bréfið hefur ekki verið lagt fram í skólanefnd þrátt fyrir að þar hafi verið haldnir tveir fundir í millitíðinni, en venja er að slík mál séu afgreidd af skólanefnd og sé um fjárútlát að ræða vísað áfram til bæjarráðs.  Nú 3. maí er bréfið lagt fram í bæjarráði og upplýst af formanni bæjarráðs og skólanefndar Rannveigu Ásgeirsdóttur að þegar sé búið að veita heimild til fjárútláta og keppnin hefst í dag.  Þessi vinnubrögð eru með miklum ólíkindum þar sem ljóst er að formaður bæjarráðs og skólanefndar hefur brotið vinnureglur bæjarins með því að reka mál þetta við starfsmenn bæjarins án nokkurra heimilda til þess bærra nefnda.  Þetta er brot á siðareglum og samskiptareglum kjörinna fulltrúa og starfsmanna bæjarins þar sem kjörnum fulltrúum er ekki heimilt að reka einstaka mál við starfsmenn hvað þá taka geðþóttaákvarðanir um fjárútlát án nokkurra heimilda.

Hjálmar Hjálmarsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Guðríður Arnardóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 9:28. Fundi var fram haldið kl. 9:34.

Rannveig Ásgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Síðasti fundur skólanefndar var 26. mars.  Á tímanum sem liðið hefur frá innkomu erindis var starfsmönnum menntasviðs falið að skoða leiðir til þess að koma þessu á koppinn án mikils tilkostnaðar því tími var naumur og erindi kæmi til kynningar fyrir skólanefnd. Vegna anna á menntasviði reyndist ekki unnt að ganga frá málinu. Upplýsingar bárust í millitíðinni um að bæjarráð hefði yfirleitt afgreitt erindi frá þessum aðilum. Þar sem tími var naumur og keppnin handan við hornið ákvað meirihluti bæjarráðs að taka málið aftur inn í bæjarráð. Það er ekki gerræðisákvörðun formanns bæjarráðs eða formanns skólanefndar.

Styrkurinn er af sömu stærðargráðu og hefur verið áður.

Rannveig Ásgeirsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 9:36.  Fundi var fram haldið kl. 9:38.

Hjálmar Hjálmarson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar skýringa á því hvers vegna ekki hafi verið haldinn fundur í skólanefnd í rúman mánuð.

Hjálmar Hjalmarsson"

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Hjálmar Hjálmarsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Það sætir auðvitað furðu að ekki skuli hafa verið haldnir fundir í einni mikilvægustu nefnd bæjarins í 6 vikur en formanni hefí auðvitað verið í lófa lagið að boða til fundar í stað þess að taka ákvarðanir fyrir hönd skólanefndar upp á sitt eindæmi.

Hjálmar Hálmarsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Guðríður Arnardóttir"

21.1204278 - Ráðning leikskólastjóra í Álfatúni

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 2/5, óskað heimildar til að ráða leikskólastjóra við leikskólann Álfatún.

Bæjarráð samþykkir erindið.

22.1205003 - Ráðning leikskólastjóra við leikskólann Núp

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 2/5, óskað heimildar til að ráða leikskólastjóra við leikskólann Núp.

Bæjarráð samþykkir erindið.

23.1204387 - Kennarar sem fara á eftirlaun verði ekki ráðnir til kennslu. Samþykkt bæjarráðs mótmælt

Frá sérkennara, dags. 19/4, mótmæli vegna ákvörðunar um að kennarar sem fara á eftirlaun verði ekki ráðnir til kennslu nema í stundakennslu.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

24.1102314 - Holtsgöng. Nýr Landspítali. Lýsing. Breyting á aðalskipulagi.

Frá SSH, dags. 28/4, erindi vegna afgreiðslu svæðisskipulagsnefndar 27/4 sl. á tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.

25.1205001 - Minnisblað - aukning í þjónustu á leiðum hjá Strætó bs. í ágúst 2012

Frá Strætó bs., dags. 22/4, tilkynning um breytingu á leiðakerfi Strætó bs.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

 

Ólafur Þór Gunnarsson fagnar bættri þjónustu í almenningssamgöngum.

26.1204320 - Þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Beiðni um umsögn

Frá Alþingi, dags. 25/4, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 727. mál.

Lagt fram. Bæjarráð vísar til þess að Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur að umsögn um málið.

27.1204332 - Kópavogstún 3-7 og 9. Fyrirspurn varðandi útistandandi lóðagjöld

Frá Juris, dags. 25/4, óskað eftir greinargerð varðandi lóðagjöld á Kópavogstúni 3-7 og 9, vegna fyrirhugaðrar sölu þessara lóða.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

28.1204329 - Nemendur 4.U í Kársnesskóla óska eftir því við bæjarstjóra að sett verið aparóla á Rútstún

Frá nemendum 4.U í Kársnesskóla, óskað eftir að sett verði upp aparóla á Rútstún.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

29.1205006 - Umsókn um styrk vegna Norðurlandamóts í hópfimleikum og áhaldafimleikum 2012

Frá íþróttafélaginu Gerplu, dags. 17/4, styrkbeiðni vegna þátttöku iðkenda Gerplu fh. Íslands á Norðurlandamóti í hópfimleikum og áhaldafimleikum í Svíþjóð.

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttaráðs til afgreiðslu.

30.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Fundargerðir nefnda.

II. Ársreikningur Kópavogsbæjar 2011 - seinni umræða.

III. Kosningar.

31.1205042 - Skipulags- og starfsdagar. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð samþykkir að beina þeim eindregnu tilmælum til stjórnenda leik- og grunnskóla í Kópavogi, skólanefndar og leikskólanefndar, og sviðsstjóra menntasviðs að skólaárið 2012-2013 verði starfsdagar grunn- og leikskóla í Kópavogi samræmdir, þ.a. þeir falli á sömu daga skólaársins í báðum skólakerfunum.

Greinargerð:

Undanfarin ár hefur  oft verið rætt á vettvangi bæjarins mikilvægi þess að samræma starfsdaga/skipulagsdaga menntastofnana bæjarins. Sú staða er nú uppi að foreldrar gætu þurft að taka sér leyfi frá vinnu vegna slíkra daga allt að 10 daga á ári, eða verða sér úti um gæslu eða afþreyingu/nám fyrir börn sín með öðrum hætti ef börn þeirra eru á tveimur skólastigum. Slíkt er óviðunandi og alger óþarfi að íþyngja fjölskyldum með þessum hætti.   Það er fyrst og fremst spurning um vilja og skipulagningu að samræma dagana og eðlilegt að bæjarráð hvetji skólafólk til dáða í þessu efni.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

32.1205043 - Stjórnsýsluúttekt. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni, Hjálmari Hjálmarssyni, Guðríði Arnardóttur

Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmars Hjálmarsson og Guðríður Arnardóttir lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn til formans bæjarráðs og bæjarstjóra:

"Hvað líður framkvæmd vegna áður samþykktrar tillögu bæjarráðs um úttekt á stjórnsýslu bæjarins ?

Greinargerð:

Í lok síðast kjörtímabils var tekin ákvörðun í bæjarráði Kópavogs að hrinda af stað  stjórnsýsluúttekt í Kópavogi. Sambærilegar samþykktir voru síðan gerðar eftir kosningar 2010,  og nokkur vinna unnin af fyrri bæjarstjóra, bæjarritara og bæjarfulltrúum þáverandi meirihluta til að koma verkefninu af stað.  Við meirihlutaskiptin í febrúar s.l.  má segja að nýir ábyrgðaraðilar hafi tekið við verkinu, þ.e. forvígismenn nýja meirihlutans. Því er eðlilegt í ljósi forsögu málsins að inna eftir því hvar það er statt nú.

Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson, Guðríður Arnardóttir"

33.1205044 - Greiðslur til áheyrnarfulltrúa. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hver er staða á greiðslum til áheyrnarfulltrúa?

Hjálmar Hjálmarsson"

34.1205045 - Skýrsla Þjóðmálastofnunar. Bókun frá Guðríði Arnardóttur

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð bendir bæjarfulltrúum að kynna sér nýlega útkomna skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskólans.

Guðríður Arnardóttir"

35.1205046 - Starfshópur um atvinnumál. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni og Ólafi Þór Gunnarssyni

Hjálmar Hjálmarsson og Ólafur Þór Gunnarsson lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 9. júní 2011 tillögu menningar- og þróunarráðs um skipan fimm manna átakshóps um atvinnumál (sjá einnig fundargerð menningar- og þróunarráðs 6. júní 2011). Hópinn skyldu skipa tveir atvinnufulltrúar, skrifstofustjóri stjórnsýslusviðs, sviðsstjóri velferðarsviðs og bæjarstjóri. Verkefnið skyldi lúta daglegri umsjón bæjarstjóra. Hann skyldi einnig veita menningar- og þróunarráði reglulega upplýsingar um framvindu verkefnisins.

Undirritaður biður bæjarstjóra vinsamlega um að upplýsa menningar- og þróunarráð skriflega um eftirfarandi:

a. Hve oft hefur nefndur hópur komið saman til fundar frá samþykkt bæjarráðs?

b. Hvaða árangur telur bæjarstjóri að hafi orðið af starfi hópsins?

c. Hvernig sér bæjarstjóri fyrir sér að starfi hópsins verði háttað á árinu 2012?

d. Hverjar telur bæjarstjóri að eigi að vera áherslur í starfi hópsins á árinu 2012?

Hjálmar Hjálmarsson, Ólafur Þór Gunnarsson"

36.1204105 - Ársreikningur Skákstyrktarsjóðs Kópavogs.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður leggur til að ársreikningur Skákstyrktarsjóðs verði lagður fram til kynningar í bæjarráði.
Ólafur Þór Gunnarsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.