Bæjarráð

2687. fundur 16. maí 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1305001 - Barnaverndarnefnd - 27

Lagt fram.

2.1305003 - Félagsmálaráð, 7. maí.

1350. fundur.

Lagt fram.

3.1304029 - Leikskólanefnd, 7. maí.

38. fundur.

Lagt fram.

4.1305007 - Skólanefnd, 13. maí.

58. fundur.

Lagt fram.

5.1305202 - Bæjarlind 6, SPOT, Skólafélag MS. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi

Umsögn bæjarlögmanns, dags. 10. maí, varðandi umsókn Skólafélags MS um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskólaball, fimmtudaginn 16. maí á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

6.1303112 - Ráðningar á árinu 2012. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur.

Lögð fram umsögn frá starfsmannastjóra varðandi fyrirspurn frá fundi bæjarráðs 2. maí.

Lagt fram.

 

Pétur Ólafsson þakkaði framlagt svar.

7.1211262 - Kjóavellir. Samningur við Garðabæ og Andvara. Uppbygging og framkvæmdir.

Fundargerð 6. fundar, dags. 23. apríl, varðandi uppbyggingu og framkvæmdir á kjóavöllum.

Lagt fram.

8.1303243 - Tillaga um að leggja niður forvarna- og frístundanefnd. Frá Pétri Ólafssyni.

Umsögn sviðsstjóra Menntasviðs.

Lagt fram.

 

Pétur Ólafsson þakkaði fyrir framlagða umsögn.

9.1305284 - Auðnukór 1, framsal lóðarréttinda

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lagt er til við bæjarráð að framsal lóðarréttinda Auðnukór 1 verði heimilað til Ásdísar Árnadóttur.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

10.1001088 - Hávaðakort og kort yfir stóra vegi.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar dags. 06.05.2013 var málið Hávaðakort og kort yfir stóra vegi tekið fyrir.

Lagt fram.

 

Bæjarráð óskar eftir umfjöllun stjórnar SSH um skildgreint hlutverk Vegaverðarinnar gagnvart sveitarfélögum í skjalinu.

11.1303285 - Ráðning skólastjóra við Lindaskóla 2013

Frá sviðsstjóra menntasviðs, starfsmannastjóra og deildarstjóra grunnskóladeildar, tillaga að ráðningu skólastjóra Lindaskóla

Bæjarráð samþykkir einróma tillögu um að ráða Guðrúnu Halldórsdóttur í starf skólastjóra Lindaskóla.

12.1203202 - Kópavogsbakki 2, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Stefáns Geirs Þórissonar hrl. fh. Gunnars Þórs Gíslasonar, eiganda fasteignarinnar Kópavogsbakki 2, vegna úrskurðar úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, þar sem með úrskurðinum var felld úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs frá 24. maí 2011 um að synja um breytingu á deiliskipulagi Kópavogstúns vegna Kópavogsbakka 2.

Bæjarráð vísar erindinu til skrifstofustjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

 

Skrifstofustjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

13.1305197 - Ársskýrsla Sorpu 2012

Lögð fram ársskýrsla Sorpu fyrir árið 2012.

Lagt fram.

14.1305194 - Sameining lífeyrissjóða

Lagt fram erindi frá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, dags. 7. maí, varðandi sameiningu LSS og LSK.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns og fjármála- og hagsýslustjóra.

15.1206603 - Langtímaáætlun 2017 - 2018

Frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 29. apríl, varðandi fjárhagsleg viðmið steitarstjórnarlaga.

Lagt fram.

16.1305312 - Ályktun aðalfundar KMSK um skóladagatöl

Lögð fram ályktun aðalfundar KMSK um skóladagatöl.

Lagt fram.

17.1305327 - Olíuflutningar við Þríhnúka. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir greinargerð frá bæjarstjóra vegna olíuflutninga með þyrlu á vatnsverndarsvæði við Þríhnúka og mengunarslyss sem varð þar í síðustu viku.

Óskað er skýringa á því hvers vegna Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis gaf leyfi fyrir umræddum framkvæmdum?

Hjálmar Hjálmarsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.