Bæjarráð

2521. fundur 15. október 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár var gerð tillaga um Ármann Kr. Ólafsson sem varaformann bæjarráðs og var hún samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

Ármann Kr. Ólafsson stýrði fundi.

1.901385 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 10/9

142. fundur

2.901385 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 5/10

143. fundur

Bæjarráð frestar afgreiðslu fundargerðinnar.

3.909016 - Fundargerð skipulagsnefndar 13/10

1171. fundur

4.909486 - Skipulagsstjóri. Afgreiðslur mála.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar umsagnar bæjarlögmanns um málið.

5.906222 - Háspennulínur til Reykjaness, Landsnet.

Skipulagsnefnd samþykkir að ítreka fyrri samþykkt frá fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009, sem samþykkt var í bæjarráði 19. febrúar 2009. Skipulagsnefnd samþykkir einnig að tekið er undir afstöðu Skipulagsstofnunar sbr. bréf dags. 26. mars 2009. Skipulagsnefnd upplýsir að ekki séu fyrirhugaðar aðrar matsskyldar framkvæmdir í sveitarfélaginu, sem nýta raforkuflutningskerfi SV - lína. Niðurstöðu skipulagsnefndar er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir framlagt erindi.

6.807007 - Suðursalir 20 - 22, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og vekur athygli á að gera þarf nýja lóðaleigusamninga.

Bæjarráð samþykkir framlagt erindi og vekur athygli á að gera þarf nýja lóðaleigusamninga.

7.707103 - Digranesheiði 13, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd hafnar erindinu, þar sem of langur tími er liðinn frá kynningu erindisins og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar því til  afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.810032 - Fjallalind 93, breytt deiliskipulag

Lögð er fram ný tillaga lóðarhafa, þar sem komið er til móts við hluta athugasemda við grenndarkynningu.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.801295 - Hafnarfjarðarvegur. Auglýsingaskilti

Skipulagsstjóri upplýsti að hann óskaði eftir fundi með fulltrúa Vegagerðarinnar, sem sá ekki ástæðu til fundar, en ítrekaði jafnframt fyrri afstöðu Vegagerðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.803188 - Sæbólsbraut 34. Nýtt deiliskipulag

Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli bréfs Skipulagsstofnunar, dags. 16. október 2008 og vísar afgreiðslunni til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

11.901307 - Fundargerð stjórnar SSH 5/10

340. fundur

12.901200 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 7/10

123. fundur

13.901387 - Fundargerð stjórnar Tónlistarhúss 24/9

104. fundur

Bæjarráð frestar afgreiðslu fundargerðarinnar.

14.907110 - Flensufaraldur 2009. Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Svínaflensa.

Frá bæjarritara, dags. 13/10, lögð fram tillaga um stofnun neyðarstjórnar Kópavogsbæjar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með þeirri viðbót að verði um viðvarandi fjárútlát að ræða skuli kalla saman bæjarráð við fyrsta tækifæri til samþykktar.

15.907110 - Flensufaraldur 2009. Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Svínaflensa.

Frá bæjarritara, dags. 13/10, lögð fram tillaga að viðbragðsáætlun Kópavogsbæjar vegna heimsfaraldurs inflúensu.

Bæjarráð samþykkir viðbragðsáætlunina.

16.910079 - Hagasmári 1, Stjarnan ehf.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 15. júní 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Stjörnunnar ehf., kt. 410949-0169, um rekstarleyfi fyrir veitingastaðinn Subway í Smáralind, Hagasmára 1 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

17.910063 - Nýbýlavegur 32, Róm ehf. Beiðni um umsögn.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 5. október 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Rómar ehf., kt. 630209-0480, Nýbýlavegi 32, 200 Kópavogi, um að reka veitingahús Super Sub - Ísbúð Kópavogs að Nýbýlavegi 32, Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk 1, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

18.907152 - Hlíðasmári 13. Óskað eftir lækkun fasteignagjalda

Frá bæjarlögmanni og byggingarfulltrúa, dags. 14/10, umsögn um erindi Rekstrarfélags Hótels Smára, sem óskar eftir lækkun fasteignagjalda. Ekki er talið unnt að verða við erindinu, en félaginu er bent á að beina erindi sínu til Fasteignaskrár Íslands, sbr. 31. gr. 1. 6/2001.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

19.909152 - Tillaga um breytingar á nefndaskipan.

Erindi, sem frestað var á fundi bæjarráðs 10. september sl., varðandi tillögu Samfylkingarinnar um fækkun nefnda bæjarins.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

""Bæjarráð samþykkir að skipa vinnuhóp fulltrúa allra flokka sem geri tillögur um breytingar á nefndaskipan, með það fyrir augum að fækka nefndum og víkka verksvið þeirra.  Hópurinn geri tillögur sem lagðar verði fyrir við lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 2010, og gert verði ráð fyrir að breytingarnar taki gildi eftir bæjarstjórnarkosningar næsta vor.

Ólafur Þór Gunnarsson""

Fyrirliggjandi tillaga bæjarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar var dregin til baka.

Bæjarráð samþykkir tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar einróma.

20.910198 - Lántaka, október 2009.

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, tillaga um lántöku:
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Bæjarráð Kópavogs samþykkir hér með að taka verðtryggt jafngreiðslulán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 400.000.000,- kr. til 15 ára, með greiðslum tvisvar á ári, 5. febrúar og 5. ágúst. Síðasti greiðsludagur 5. febrúar 2024. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna framkvæmdir í sveitarfélaginu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er bæjarstjóra Gunnsteini Sigurðssyni eða staðgengli hans, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um lántöku og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.

21.906222 - Háspennulínur til Reykjaness, Landsnet.

Frá Skipulagsstofnun, dags. 6/10, varðandi sameiginlegt mat styrkingar raforkukerfisins á Suðvesturlandi, SV-lína og orkuvera.

Bæjarráð vísar til afgreiðslu ráðsins fyrr á fundinum um sama mál.

22.910074 - Áætlun um heildargreiðslu sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum fjárhagsárið 2010.

Frá samgönguráðuneytinu, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 6/10, varðandi áætlun um heildargreiðslu sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum fjárhagsárið 2010, miðað við grunnfjárhæðir bóta.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

23.910085 - Endurskoðun jarða- og ábúðarlaga.

Frá sjávar- og landbúnaðarráðuneytinu, dags. 8/10, beiðni um umsögn og sjónarmið varðandi endurskoðun jarða- og ábúðarlaga. Umsögn berist eigi síðar en 1. nóvember nk.

Bæjarráð vísar erindinu til skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

24.906291 - Beiðni um upplýsingar og sjónarmið vegna skipulagsmála.

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 7/10, ítrekun á beiðni um upplýsingar og sjónarmið vegna skipulagsmála og lóðaúthlutana sveitarfélaga.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

25.910150 - Nágrannavarsla hjá Kópavogsbæ.

Frá Sjóvá/Forvarnahúsi, tölvupóstur, dags. 11/9, boðið upp á aðstoð við uppsetningu og innleiðingu nágrannavörslu hjá Kópavogsbæ.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarnanefndar til úrvinnslu.

26.910072 - Kvörtun til Persónuverndar vegna kortavefs á vefsíðu Kópavogsbæjar.

Frá Persónuvernd, dags. 6/10, kvörtun frá íbúa varðandi vefsíðu Kópavogsbæjar, vegna of ítarlegra upplýsinga á vefnum um einkaheimili íbúa.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

27.910069 - Skattframtal sveitarfélagsins 2009.

Frá skattstjóranum í Reykjanesumdæmi, dags. 7/10, óskað eftir upplýsingum varðandi skattframtal sveitarfélagsins 2009.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

28.910096 - Ágóðahlutagreiðsla 2009.

Frá Brunabótafélagi Íslands, dags. 12/10, ágóðahlutagreiðsla fyrir árið 2009.

Lagt fram.

29.910061 - Girðing á lóðamörkum Kóravegs og Flesjakórs.

Frá íbúum að Flesjakór 1 - 19 (oddatölur), varðandi girðingu á lóðamörkum Kóravegs og Flesjakórs.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

30.910141 - Glaðheimasvæði, Faxaholt 2.

Frá Guðmundi Guðmundssyni, dags. 13/10, varðandi not á aðstöðu fyrir hesta á Glaðheimasvæði.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og bæjarlögmanns til umsagnar og óskar eftir að þeir mæti á næsta fund bæjarráðs.

31.910073 - Breiðablik 60 ára.

Frá Ungmennafélaginu Breiðabliki, dags. 28/9, óskað eftir styrk til félagsins vegna 60 ára afmælis á næsta ári.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

32.910153 - Beiðni um styrkveitingu vegna ársins 2010.

Frá Neytendasamtökunum, dags. 13/10, óskað eftir styrk að upphæð kr. 539.568 vegna starfsársins 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

33.901141 - Írsk menningarhátíð 2009

Frá sendiherra Íslands á Írlandi, þakkað fyrir góðar móttökur í tengslum við Írsku menningarhátíðina.

Lagt fram.

34.909180 - Umsókn um styrk vegna Eldvarnaátaksins 2009.

Frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 6/10, þakkað fyrir veittan styrk til verkefnisins ""Eldvarnaátak 2009"".

Lagt fram.

35.910109 - Hamraendi 10 (lóð nr. 81). Lóðaskil.

Frá Bryndísi Valbjarnardóttur og Gunnari Ragnari Gunnarssyni, dags. 12/10, lóðinni að Hamraenda 10, Kjóavöllum skilað inn.

Lagt fram.

36.910111 - Austurkór 80. Lóðaskil.

Frá Flísalögnum ehf., dags. 7/10, lóðinni að Austurkór 80 skilað inn.

Lagt fram.

37.910064 - Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2008.

Frá Samgönguráðuneytinu, dags. 5/10, lögð fram ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2008.

Lagt fram.

38.907110 - Flensufaraldur 2009. Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Svínaflensa.

Frá H1N1 Task Force, varðandi alþjóðlega ráðstefnu um svínaflesnu, sem haldin verður í London 2. og 3. desember nk.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:15.