Bæjarráð

2668. fundur 03. janúar 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1212015 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 18. desember

68. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

2.1212018 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 28. desember

69. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

3.1212010 - Atvinnu- og þróunarráð, 13. desember

10. fundur
Fundargerðinni var vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs af bæjarstjórn þann 18. desember sl.

Lagt fram.

4.1205367 - Samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana

Atvinnu- og þróunarráð samþykkir framlögð drög samþykkta Markaðsstofu Kópavogs ses. og leggur til að bæjarstjóra verði falið að efna til stofnfundar við fyrstu hentugleika. Málinu var frestað á fundi bæjarráðs 20/12 sl.

Bæjarráð samþykkir drögin einróma.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er mitt mat að ?Markaðsstofa Kópavogs" komi til með að auka hróður Kópavogsbæjar enn frekar og sé skref í rétta átt.  Hinsvegar tel ég að sjálfseignarformið sé versti kostur og hefði talið betra að hafa annað eignarform t.d. samvinnufélag.

Ómar Stefánsson"

5.1212008 - Íþróttaráð, 19. desember

20. fundur

Lagt fram.

6.1212226 - Tilnefningar til Íþróttakarls Kópavogs, Íþróttakonu Kópavogs og Flokks ársins 2012.

Tilnefningar til Íþróttakarls Kópavogs, Íþróttakonu Kópavogs og Flokks ársins 2012.

Lagt fram.

7.1212014 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd, 19. desember

17. fundur

Lagt fram.

 

 

8.1208693 - Viðmiðunarreglur Hf. um samskipti leik-grunnskóla við trúar og lífsskoðunarfélög. Drög

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð bendir á að þessi mál eru í góðum farvegi í Kópavogi og í hverjum og einum grunn- og leikskóla eru í gildi reglur af þessu tagi.

Guðríður Arnardóttir"

9.1201286 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 21. desember

117. fundur

Lagt fram.

10.1211269 - Tillagan Vinna og virkni - Átak til atvinnu 2013.

Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga mætti til fundar og gerði grein fyrir samningi um framkvæmd verkefnisins Vinna og virkni milli velferðarráðuneytisins, annars vegar og Kópavogsbæjar, hins vegar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

11.1301009 - Afgreiðsla og skil á fjárhagsáætlunum sveitarfélaga 2013

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 28. desember, fresti til að skila fjárhagsáætlunum sveitarfélaga framlengt til 15. janúar 2013.

Lagt fram.

12.708167 - Bæjarmálasamþykkt

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 21. desember, fresti til að skila inn nýrri bæjarmálasamþykkt framlengt til 30. júní 2013.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarritara til úrvinnslu.

13.1102649 - Endurskoðun á núgildandi vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið

Frá SSH, dags. 21. desember, verklýsing fyrir endurskoðun á vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

14.1209450 - Landskipulagsstefna 2013-2024. Tillaga

Frá Skipulagsstofnun, dags. 20. desember, svör við athugasemdum við auglýsta tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024.

Lagt fram.

15.1212269 - Þakkarbréf til bæjarráðs ásamt ársreikningi skólans 2011

Frá Myndlistarskóla Kópavogs, dags. 13. desember, þakkir færðar fyrir veittan stuðning á árinu 2012.

Lagt fram.

16.1212292 - Beiðni um styrk til starfsemi félagins

Frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, dags. 19. desember, óskað eftir styrk að upphæð 500.000 kr. til starfsemi félagsins.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

17.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 8. janúar 2013

I.  Fundargerðir nefnda

II. Kosningar

18.1301030 - Opinn hugbúnaður. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni

Ómar Stefánsson óskar eftir að forstöðumaður upplýsingatæknideildar mæti til næsta fundar ráðsins til umræðu um notkun opins hugbúnaðar.

Fundi slitið - kl. 10:15.