Frá bæjarlögmanni, dags. 14. október, lagt fram erindi frá sýslumanninum í Kópavogi, dags. 10. október, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans í Reykjavík, kt. 430993-2089 um tækifærisleyfi til að mega halda skólaball, fimmtudaginn 17. október 2013, frá kl. 22:00 - 1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, kt. 190949-2579. Öryggisgæslu annast Go Security.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og staðfestir að
staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.