Bæjarráð

2728. fundur 16. apríl 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1402910 - Ársreikningur 2013

Lagður fram ársreikningur Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árið 2013.

Bæjarráð samþykkir ársreikning Kópavogsbæjar fyrir árið 2013 ásamt ársreikningi stofnana bæjarins samkvæmt 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2013 er undirritaður og er tilbúinn til endurskoðunar og til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri og endurskoðandi bæjarins sátu fundinn undir þessum ið.

2.1404008 - Barnaverndarnefnd, 10. apríl

36. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

3.1404010 - Forsætisnefnd, 14. apríl

20. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

4.1401106 - Stjórn sambands ísl. sveitarfélaga, 10. apríl

815. fundargerð í 1 lið

Lagt fram.

5.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 11. apríl

131. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

6.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv., 11. apríl

45. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

7.1404002 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 14. apríl

48. fundargerð í 12 liðum.

Lagt fram.

8.1402256 - Smiðjuhverfi, hagsmunasamtök

Lagt fram minnisblað vegna aðgerðaáætlunar í Smiðjuhverfi - Smiðjuvegur - Skemmuvegur dags. 14.4.2014. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir aðgerðaáætlunina og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs, sbr. lið 1 í fundargerð

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkir aðgerðaáætlunina.

9.1403172 - Álfhólsvegur / Túnbrekka. Umferðaröryggi.

Lögð fram tillaga varðandi hraðatakmarkanir á Álfhólsvegi við Túnbrekku. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að endurnýja hraðahindrun við móts Álfhólsvegar og Túnbrekku. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs, sbr. lið 8 í fundargerð.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

10.1309339 - Minjaskrá Kópavogs 2014

Lögð fram minjaskrá Kópavogsbæjar 2014. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir minjaskrá Kópavogsbæjar 2014 og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs, sbr. lið 9 í fundargerð.

Bæjarráð samþykkir minjaskrá Kópavogsbæjar 2014.

11.1111331 - Íslenska frisbígolfsambandið - Kynningarerindi

Íslenska frisbígolfsambandið - Kynningarefni - Óskað eftir leyfi til að setja upp körfur á landi Kópavogsbæjar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir erindið til reynslu í samráði við garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

12.1404391 - Akstur hægfara vinnuvéla

Lögð fram athugasemd íbúa í Kórahverfi varðandi akstur á hægfara vinnuvélum sem ná ekki hámarkshraða vegarins á Fífuhvammsvegi, Arnarnesvegi og Vatnsendavegi. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til takmarkanir á umferð vinnuvéla sem ná ekki hámarkshraða vegar frá 7:30-9:30 og 16:00-18:00 á Fífuhvammsvegi, Arnarnesvegi og Vatnsendavegi og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.

13.1404085 - Ný lögreglusamþykkt Kópavogs 2014

Frá bæjarlögmanni, dags. 15. apríl, tillaga að nýrri lögreglusamþykkt Kópavogs.

Bæjarráð vísar tillögu að nýrri lögreglusamþykkt til bæjarstjórnar.

14.1404348 - Vallakór 12, Kórinn. Sena event ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi.

Frá laganema/bæjarlögmanni, dags. 14. apríl, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 11. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Sena event ehf., Skeifunni 17, Reykjavík, kt. 660307-0950, um tækifærisleyfi til að mega halda tónleika Justin Timberlake, sunnudaginn 24. ágúst 2014, frá kl. 18:00-22:30, í Kórnum íþróttahúsi, að Vallakór 12, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Ísleifur Birgir Þórhallsson, kt. 170374-3719. Öryggisgæsluna annast Venue Security.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

15.1404360 - Frumvarp til laga um örnefni, 481. mál. Beiðni um umsögn

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 11. apríl, óskað umsagnar um frumvarp til laga um örnefni (heildarlög), 481. mál.

Lagt fram.

16.1303291 - Vesturvör 40 og 42-48. Umsókn um lóðaúthlutun.

Frá OK fasteignum ehf., dags. 10. apríl, óskað eftir endurgreiðslu á yfirtökugjaldi og gatnagerðargjaldi vegna lóðarinnar Vesturvör 40 og 42-48.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Fundi slitið - kl. 10:15.