Bæjarráð

2801. fundur 17. desember 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1511492 - Sumarblóm og matjurtir 2016-2018.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. desember, lagðar fram niðurstöður útboðs um verkið "Ræktun sumarblóma og matjurta 2016-2018 fyrir Hafnarfjarðarbæ og Kópavogsbæ" þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, gróðrarstöðina Mörk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við gróðrarstöðina Mörk um verkið "Ræktun sumarblóma og matjurta 2016-2018 fyrir Hafnarfjarðarbæ og Kópavogsbæ".

2.1512516 - Menntasvið-launalaust leyfi skólastjóra.

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 15. desember, lagt fram minnisblað vegna umsókna Magneu Einarsdóttur og Guðrúnar Soffíu Jónasdóttur um launalaust leyfi á árinu 2016.
Lagt fram.

3.1512165 - Smáratorg, Bakarameistarinn ehf. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 8. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Bakarameistarans ehf., kt. 680177-0159, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki I, á staðnum Bakarameistarinn, að Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

4.1511655 - Hagasmári 1, Smáratívolí. Meira fjör ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyf

Frá lögfræðideild, dags. 8. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Meira fjör ehf., kt. 710311-1290, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingastofu og greiðasölu í flokki II, á staðnum Smáratívolí, að Hagasmára 1, Smáralind, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

5.1512129 - Smiðjuvegur 2, Ugly. Proximal ehf. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 8. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Proximal ehf., kt. 431114-0700, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastofu og greiðasölu í flokki I, á staðnum Ugly, að Smiðjuvegi 2, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1.tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2207 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

6.1510506 - Hamraendi 25. Beiðni um framsal. Minnisblað lögfræðideildar.

Frá lögfræðideild, dags. 15. desember, lagt fram minnisblað vegna beiðni um endurupptöku máls er varðar framsal lóðarréttinda Hamraenda 25. Lagt er til að bæjarráð taki málið upp að nýju.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að málið verði tekið upp að nýju og vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

7.1512192 - Umsókn um lóð undir húsnæði fyrir vatnsverksmiðju.

Frá Arnari Loftssyni f.h. Acqua Nordica ehf., dags. 8. desember, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 10 undir vatnsverksmiðju.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar og felur honum að afla upplýsinga um hvaðan vatn í fyrirhugaða verksmiðju á að koma.

8.1512183 - Frummatsskýrsla um eldsneytismarkaðinn. Óskað eftir sjónarmiðum og athugasemdum.

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 4. desember, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir sjónarmiðum og athugasemdum við skýrslu sem hefur að geyma niðurstöður úr markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðinum, í þeim tilgangi að kanna hvort grípa þurfi til aðgerða gegn aðstæðum eða háttsemi sem raski samkeppni almenningi til tjóns.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

9.1512003 - Barnaverndarnefnd, dags. 10. desember 2015.

51. fundur barnaverndarnefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

10.1512002 - Félagsmálaráð, dags. 14. desember 2015.

1402. fundur félagsmálaráðs í 8. liðum.
Lagt fram.

11.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 9. desember 2015.

207. fundur heilbrigðisnefndar í 69. liðum.
Lagt fram.

12.1511021 - Íþróttaráð, dags. 3. desember 2015.

53. fundur íþróttaráðs í 87. liðum.
Lagt fram.

13.1512005 - Leikskólanefnd, dags. 10. desember 2015.

65. fundur leikskólanefndar í 8. liðum.
Lagt fram.

14.1412218 - Menntasvið-leikskóladeild, styrkir til náms leikskólakennara.

Frá deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 15. desember, lagðar fram til samþykktar reglur um námsstyrki til leikskólakennara sem samþykktar voru á fundi leikskólanefndar þann 10.12.2015.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum reglur um námsstyrki til leikskólakennara í leikskólum Kópavogs.

15.1206392 - Menntasvið-reglur Kópavogsbæjar um dvöl barna hjá dagforeldrum.

Frá deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 15. desember, lagðar fram til samþykktar reglur um dvöl barna hjá dagforeldrum sem samþykktar voru á fundi leikskólanefndar þann 10.12.2015.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum reglur um dvöl barna hjá dagforeldrum.

16.1512001 - Skipulagsnefnd, dags. 14. desember 2015.

1270. fundur skipulagsnefndar í 14. liðum.
Lagt fram.

17.1509325 - Birkihvammur 21. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 15. desember, lagt fram að nýju að lokinni kynningu frá byggingafulltrúa erindi Vífils Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 1.9.2015. Óskað er eftir leyfi til að byggja 45 m2 bílskúr á norðausturhluta lóðarinnar við Birkihvamm 21. Hæð bílskúrs verður 3,2 metrar sbr. uppdráttum dags. 1.9. 2015. Á fundi skipulagsnefndar 14.9.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Birkihvamms 22; Eskihvamms 2 og 2a; Reynihvamms 24; Víðihvamms 23. Að auki verði leitað álits lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til umferðaröryggis. Kynningu lauk 7.12.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Lagt fram ásamt umsögn frá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu dags. 27.11.2015. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 14. desember 2015.

357. fundur stjórnar Sorpu í 13. liðum.
Lagt fram.

19.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 7. desember 2015.

424. fundur stjórnar SSH í 7. liðum.
Lagt fram.

20.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 4. desember 2015.

232. fundur stjórnar Strætó í 6. liðum.
Lagt fram.

21.1510019 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 17. nóvember 2015.

72. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 11. liðum.
Lagt fram.

22.1511014 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 8. desember 2015.

72. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 12. liðum.
Lagt fram.

23.1512097 - Bláfánaumsókn 2016.

Frá umhverfisfulltrúa, dags. 9. desember, lögð fram umsókn að Bláfána 2016. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti einróma að unnin yrði umsókn að Bláfána 2016 fyrir Fossvogshöfn og vísaði erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar með fimm atkvæðum.

24.1509919 - Fjárhagsáætlun 2016

Tillögur að gjaldskrám fyrir sundlaugar Kópavogs, íþróttahús og knatthús, sem bæjarstjórn vísaði til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillögu I um gjaldskrá sundlauga Kópavogs með fjórum atkvæðum gegn einu.
Bæjarráð samþykkir tillögu um gjaldskrá íþróttahúsa með fimm atkvæðum.
Bæjarráð samþykkir tillögu um gjaldskrá knatthúsa með fimm atkvæðum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að reglulegur fundur bæjarráðs þann 24. desember falli niður og næsti fundur verði miðvikudaginn 30. desember kl. 8.00.

Fundi slitið.