Bæjarráð

2642. fundur 24. maí 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1205012 - Atvinnu- og þróunarráð 16/5

1. fundur
Bæjarstjórn vísaði fundargerðinni til afgreiðslu bæjarráðs á fundi sínum þann 22. maí sl.

Lagt fram.

2.1205367 - Samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana

Tillaga atvinnu- og þróunarráðs um nýtt markaðsafl í Kópavogi, sbr. lið 2 í fundargerð frá 16/5.

Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarráði að vinna áfram að verkefninu og leggur áherslu á að hlutverk tilgreindrar markaðsstofu verði að fylgja eftir ákvörðunum og stefnumótun atvinnu- og þróunarráðs og bæjarstjórnar.

Hlé var gert á fundi kl. 8:52. Fundi var fram haldið kl. 9:02.

Fulltrúar Samfylkingar, VG og Næstbestaflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð lýsa furðu sinni á vinnubrögðum meirihlutans í nefndinni. Þarna var boðað til fyrsta fundar og eitt stórt mál á dagskrá en fulltrúum minnihlutans ekki gefinn kostur á að kynna sér gögn fyrir fundinn.  Óskað var eftir frestun á málinu en talað fyrir daufum eyrum.  Vinnubrögð af þessu tagi eru ekki til fyrirmyndar og vonandi batna í framtíðinni.  Töluverðir vankantar eru enn á hugmyndinni sem þarfnast lagfæringa.

Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Ólafur Þór Gunnarsson"

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Meirihlutinn lætur verkin tala.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

3.1205016 - Framkvæmdaráð 23/5

31. fundur

Lagt fram.

 

Skrifstofustjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

 

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður leggur til að úthlutunarreglur og vinnubrögð við lóðaúthlutanir verði endurskoðuð hið fyrsta.

Hjálmar Hjálmarsson"

4.1205318 - Þrúðsalir 8.

Framkvæmdaráð samþykkir að úthluta Garðari Sigvaldasyni og Þorbjörgu Kristjánsdóttur lóðinni að Þrúðsölum 8.

Bæjarráð samþykkir með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar að gefa Garðari Sigvaldasyni, kt. 080777-3389 og Þorbjörgu Kristjánsdóttur, kt. 140385-3449 kost á byggingarrétti á lóðinni Þrúðsalir 8. 

5.1205317 - Austurkór 79. Lóðarumsókn

Bæjarráð hafnar umsókninni þar sem tilskilin gögn hafa ekki borist með umsókninni.

6.1205316 - Austurkór 77. Lóðarumsókn

Bæjarráð hafnar umsókninni þar sem tilskilin gögn hafa ekki borist með umsókninni.

7.1205315 - Austurkór 63-75. Lóðarumsókn

Bæjarráð hafnar umsókninni þar sem tilskilin gögn hafa ekki borist með umsókninni.

8.1205262 - Frostaþing 6. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Framkvæmdaráð samþykkir að úthluta Guðjóni Gústafssyni og Dagrúnu Briem lóðinni Frostaþingi 6.

Bæjarráð samþykkir með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar að gefa Guðjóni Gústafssyni,  kt. 260278-3129 og Dagrúnu Briem, kt. 010780-6169 kost á byggingarrétti á lóðinni Frostaþingi 6.

9.1205409 - Starfshópur um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið - 28/3

1. fundur

Lagt fram.

10.1205409 - Starfshópur um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið - 11/4

2. fundur

Lagt fram.

11.1205409 - Starfshópur um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið - 18/4

3. fundur

Lagt fram.

12.1205409 - Starfshópur um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið - 2/5

4. fundur

Lagt fram.

13.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Frá SSH, dags. 3/4, tillögur rýnihóps um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins ásamt lokaskýrslu hópsins, mál sem frestað var í bæjarráði 12/4 sl.

Hlé var gert á fundi kl. 9:58. Fundi var fram haldið kl. 10:02.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Guðríður Arnardóttir óskaði fært til bókar að hún væri tilbúin að samþykkja tillöguna á þessum fundi.

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

14.1104046 - Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar

Lögð fram að nýju tillaga að hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar, sem samþykkt var í umhverfis- og samgöngunefnd en frestað var á fundi bæjarráðs 10/5.

Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

15.1109076 - Stefna um hraðatakmarkandi aðgerðir í Kópavogi

Lögð fram að nýju tillaga að stefnu um hraðatakmarkandi aðgerðir, sem samþykkt var á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 7/5, en frestað var í bæjarráði 10/5.

Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

16.903018 - Umferðaröryggisáætlun

Lögð fram að nýju tillaga að umferðaröryggisáætlun, sem samþykkt var í umhverfis- og samgönguráði 7/5 sl., en frestað var í bæjarráði 10/5.

Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

17.1205369 - Sumarstarfsmenn í sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni 2012

Frá starfsmannastjóra, dags. 21/5, umsögn um styrkbeiðni vegna ráðningar sumarstarfsmanna við útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni. Lagt er til að ráðin verði fjögur ungmenni í allt að 6 vikur.

Bæjarráð samþykkir tillögu starfsmannastjóra.

18.1202552 - Ósk um að Kópavogsbær ráði Nordjobbara til starfa sumarið 2012

Frá starfsmannastjóra, dags. 21/5, tillaga að ráðningu tveggja einstaklinga á vegum Nordjobb í sumarstörf hjá Kópavogsbæ sumarið 2012.

Bæjarráð samþykkir tillögu starfsmannastjóra.

19.1204304 - Myndlistarskóli Kópavogs óskar eftir notuðum tölvum

Frá forstöðumanni UT deildar, dags. 15/5, umsögn um beiðni Myndlistarskóla Kópavogs um að fá notaðar tölvur.

Bæjarráð samþykkir erindið á grundvelli umsagnarinnar og felur forstöðumanni UT-deildar afgreiðslu málsins.

20.1101196 - Fjallalind 108, breytt deiliskipulag.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 28/3, lögð fram að nýju umsögn um mögulega gjaldtöku vegna framkvæmda að Fjallalind 108, sem lögð var fram í bæjarráði 29/3 sl.

Bæjarráð samþykkir að krefja lóðarhafa um eftirfarandi gjöld vegna viðbótarframkvæmda:

1) Viðbótargatnagerðargjöld.

2) Byggingarleyfisgjöld og önnur gjöld samkvæmt gjaldskrá byggingarfulltrúa

3) Gjöld fyrir lóðarstækkun

4) Gjald vegna meðferðar deiliskipulagstillögu

5) Bætur vegna skemmda á göngustíg.

 

Guðríður Arnardóttir óskaði fært til bókar að hún samþykkti ofangreinda tillögu með semingi.

21.1205471 - Ráðning aðstoðarskólastjóra Álfhólsskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 23/5, óskað heimildar bæjarráðs til að auglýsa starf aðstoðarskólastjóra Álfhólsskóla laust til umsóknar og hefja ráðningarferli.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

22.1203246 - Tillaga að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð. Sérstök námsaðstoð.

4. liður fundargerðar félagsmálaráðs frá 26. apríl 2012
Breyting sem samþykkt var á fundi félagsmálaráðs þann 26. apríl sl. en á eftir að fá staðfestingu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir breytinguna.

23.1205278 - Stjórnsýslukæra. Kvörtun um að tölvupóstum um skipulag við Kópavogsbakka hafi ekki verið svarað

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 14/5, óskað upplýsinga varðandi kvörtun vegna ósvaraðra tölvupósta.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

24.1103386 - Úrskurður innanríkisráðuneytisins í stjórnsýslumáli IRR11030398

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 14/5, úrskurður lagður fram til kynningar.

Lagt fram.

 

Fulltrúar Samfylkingar, VG og Næstbestaflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð benda á að skv. úrskurði ráðuneytisins stóð Kópavogsbær faglega og málefnalega að skipulagsbreytingum þeim sem ráðist var í í janúar 2011. 

Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Ólafur Þór Gunnarsson"

25.1109186 - Framlög vegna nýbúafræðslu á árinu 2012

Frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 7/5, tilkynning um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs og fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

26.1205247 - Framlög til Reykjanesfólkvangs 2012

Frá stjórn Reykjanesfólkvangs, dags. 9/5, yfirlit yfir skiptingu fjárframlaga frá aðildarsveitarfélögum fyrir árið 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

27.1107124 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2010-2030 (endurskoðun á AS 2002-2024)

Frá Mosfellsbæ, tillaga til kynningar vegna endurskoðaðs aðalskipulags Mosfellsbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

28.1205465 - Styrktarsjóður EBÍ - boð um að senda inn umsókn

Frá Brunabótafélagi Íslands, dags. 22/5, upplýsingar varðandi umsókn aðildarsveitarfélaga um styrk úr styrktarsjóði EBÍ 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

29.1205370 - Stofnfundur samstarfsnefndar íþrótta- og ungmennafélaga í Kópavogi

Frá UMSK, dags. 10/5, tilkynning um stofnun samstarfsnefndar íþrótta- og ungmennafélaga í Kópavogi með aðsetur á skrifstofu UMSK í Laugardal.

Lagt fram.

30.1205246 - Óskað eftir viðræðum um úthlutun lóðar

Frá OK fasteignum ehf., dags. 10/5 og 11/5, varðandi ósk félagsins eftir úthlutun lóðar á landfyllingunni við Vesturvör.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

31.1205490 - Fundir leikskólanefndar. Bókun frá Ólafi Þór Gunnarssyni

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður vekur athygli á því rúmir tveir mánuðir eru síðan leikskólanefnd kom síðast saman til fundar. Það er alltof langur tími enda málaflokkurinn mikilvægur.

Ólafur Þór Gunnarsson"

32.1205489 - Sund- og bókasafnskort fyrir atvinnulausa. Tillaga frá Hjálmari Hjálmarssyni

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður leggur til að kannaður verði kostnaður við að gefa atvinnulausum og þeim er þiggja framfærslustyrk frá sveitarfélaginu kost á endurgjaldslausum aðgangi að sundstöðum Kópavogsbæjar og bókasafnsskírteini sem gildir út árið 2012.

Hjálmar Hjálmarsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.