Bæjarráð

2772. fundur 22. apríl 2015 kl. 07:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1504028 - Álmakór 2, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 17. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Álmakór 2 frá Arnari Grétarssyni, kt. 200272-4989 og Sigrúnu Hebu Ómarsdóttur, kt. 010172-3659 og lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjenda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Arnari Grétarssyni og Sigrúnu Hebu Ómarsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 2 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1504030 - Álmakór 4, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Álmakór 4 frá Grétari S. Kristjánssyni, kt. 170638-4099 og lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Grétari S. Kristjánssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 4 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3.1501088 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2014.

Frá fjármálastjóra, lagðir fram ársreikningar Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árið 2014.
Bæjarráð samþykkir ársreikning Kópavogsbæjar fyrir árið 2014 ásamt ársreikningi stofnana bæjarins samkvæmt 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2014 er undirritaður og er tilbúinn til endurskoðunar og til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ingólfur Arnarson fjármálastjóri og Lárus Finnbogason endurskoðandi sátu fundinn undir þessum lið.

Pétur Hrafn kemur til fundarins kl. 7.38

4.1201055 - Boðaþing þjónustumiðstöð. Samkomulag Kópavogsbæjar og Hrafnistu um rekstur og starfsemi í Þjónustumi

Frá sviðsstjórum mennta- og umhverfissviðs, dags. 20. apríl, lagt til að samkomulag milli Kópavogsbæjar og DAS um rekstur og starfsemi í þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar við Boðaþing verði framlengt til 31. desember 2017. Einnig lagt til að Kópavogsbær og DAS geri með sér sérstakt samkomulag til 31. desember 2016 um rekstur sundlaugar í Boðaþingi 9.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögur um að framlengja samstarfi Kópavogsbæjar og DAS um rekstur og starfsemi í þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar við Boðaþing og að gert verði sérstakt samkomulag um rekstur sundlaugar í Boðaþingi 9.

Anna Birna Snæbjörnsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

Kl. 8.58 víkur Hjördís Ýr Johnson af fundi og Margrét Friðriksdóttir varamaður tekur sæti.

5.1310277 - Kópavogstún 1 a-c og 3,5,7,9, kæra.

Frá lögfræðideild, dags. 14. apríl, lagt fram bréf fulltrúa lögfræðideildar vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála í málum nr. 97/2013 og 11/2015.
Lagt fram.

6.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi.

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 14. apríl, lagðar fram niðurstöður tilboða í gerð og framkvæmd lýðheilsustefnu Kópavogs og lagt til að samið verði við Veru ráðgjöf ehf. um framkvæmd verksins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um að samið verði við Veru ráðgjöf ehf. um framkvæmd verksins "Gerð og framkvæmd lýðheilsustefnu Kópavogs".

Anna Birna Snæbjörnsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

7.1502055 - Óskað eftir samstarfi um Sumarstarf ungra tónlistarmanna 2015.

Frá deildarstjórum íþróttadeildar og frístunda- og forvarnardeildar, dags. 15. apríl, lögð fram umsögn vegna beiðni Maximus Musicus ehf. um sérhæfða sumarvinnu fyrir unga tónlistarnema. Ekki er svigrúm innan fjárheimilda sviðsins, sem eru áætlaðar vegna sumarstarfa 2015, til að koma til móts við erindið.
Bæjarráð hafnar erindinu með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.

Bókun:
"Vegna beiðnar Maximus Musicus ehf. um samstarf vegna sérhæfðar sumarvinnu fyrir unga tónlistarnema lýsum við yfir verulegum vonbrigðum yfir því viljaleysi sem fram kemur hjá bæjarfulltrúum Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Tillagan felur í sér að gefa ungu og efnilegu tónlistarfólki í Kópavogi sem hefur skarað fram úr í sinni listgrein tækifæri til að stunda sína listgrein í sumar undir stjórn færustu kennara og komi sú ástundun í stað vinnuskyldu í vinnuskóla Kópavogsbæjar. Það að halda því fram að ekki séu fjárheimildir til verkefnisins stenst enga skoðun, þar sem Kópavogsbær hefur samþykkt að allir unglingar sem sækja um unglingavinnu fái vinnu, þar með taldir þeir 4 - 6 unglingar sem valdir yrðu í verkefnið. Samstarfið hefur því engin áhrif á fjárhag Kópavogsbæjar.
Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna
Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks"

Bókun
"Varðandi umsögn deildarstjóra íþróttadeildar og frístundadeildar þá vilja undirrituð koma því á framfæri að þessi umsókn snýst ekki krónur og aura, enda búið að ákveða fjármagn til Vinnuskóla Kópavogs.
Gæta verður að jöfnum tækifærum þegar kemur að undanþágum frá vinnuskyldu Vinnuskólans. Jafnvel þó svo að einkafyrirtæki hafi göfug markmið og vilji fá til liðs við sig afreksfólk þá þarf sveitafélagið að gæta að því að jafnræði gildi á milli ungmenna í Vinnuskólanum.
Við lýsum yfir undrun okkar á afstöðu vinstri flokkanna í bæjarstjórn Kópavogs varðandi að veita ákveðnum hópum og einstaklingum forréttindi innan Vinnuskólans.

Karen Elísabet Halldórsdóttir
Theódóra Þorsteinsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Ármann Kr Ólafsson"

Bókun:
"Kópavogsbær hefur um áratuga skeið stutt við bakið á afreksfólki í listum og íþróttum án þess að líta á það sem sérstök forréttindi þeirra sem njóta.
Hér er því um athyglisverða stefnubreytingu meirihlutans að ræða.
Samfylking, Framsóknarflokkur og Vinstri grænir og félagshyggjufólk munu hér eftir sem hingað til standa vörð um stuðning við ungt og efnilegt fólk í Kópavogi.
Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna
Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks"


Bókun:
"Við tökum heilshugar undir að Kópavogsbær hafi alltaf stutt afreksfólk í listum og íþróttum og mun halda því áfram. Þessi beiðni lýtur hins vegar að vinnuskóla Kópavogs og ber að afgreiða hana sem slíka.
Karen Elísabet Halldórsdóttir
Theódóra Þorsteinsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Ármann Kr Ólafsson"

8.1503301 - Samráðshópur um íþrótta- og félagsaðstöðu GKG.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 21. apríl, lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar um íþrótta- og félagsaðstöðu GKG frá 9. apríl og kostnaðaráætlun vegna byggingar félags- og íþróttamiðstöðvar GKG.
Lagt fram.

9.1502761 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 16. mars, tillaga að afgreiðslu umsóknar Félags eldri borgara í Kópavogi um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 195.939,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 195.939,- til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Félags eldri borgara.

10.1503453 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 17. mars, tillaga að afgreiðslu umsóknar Hestamannafélagsins Spretts um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 2.479.898,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 2.479.898,- til greiðslu fasteignaskatts á fasteign hestamannafélagsins.

11.1502499 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 16. mars, tillaga að afgreiðslu umsóknar Kvenfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 234.835,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 234.835,- til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Kvenfélagsins.

12.1503149 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 16. mars, tillaga að afgreiðslu umsóknar Rauða krossins í Kópavogi um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 355.493,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 355.493,- til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Rauða krossins.

13.1503110 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 16. mars, tillaga að afgreiðslu umsóknar Soroptimistasambands Íslands um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 126.219,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 126.219,- til greiðslu fasteignaskatts á fasteign sambandsins.

14.1502725 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 16. mars, tillaga að afgreiðslu umsóknar SOS Barnaþorpanna á Íslandi um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 564.371,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 564.371,- til greiðslu fasteignaskatts á fasteign SOS Barnaþorpanna.

15.1502557 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 16. mars, tillaga að afgreiðslu umsóknar Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 396.365,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 396.365,- til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Styrktarfélagsins.

16.1504237 - Vallakór 12, Kórinn. Kópavogsbær. Beiðni um umsögn vegna umsóknar Kópavogsbæjar um tækifærisleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 16. apríl, lögð fram umsókn Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759 um tækifærisleyfi vegna árshátíðar Kópavogs laugardaginn 9. maí 2015, frá kl. 19:00-02:00, í íþróttahúsinu Kórnum, að Vallarkór 12, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Ármann Kr. Ólafsson, kt. 170766-5049 og um öryggisgæslu annast Bjarni Knútsson, kt. 160577-4799.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

17.1504358 - Krafa um bætur vegna fjártjóns, óþæginda og ama við meðhöndlun byggingarnefndar.

Frá lóðarhöfum að Auðnukór 7, dags. 15. apríl, lagt fram bréf þar sem farið er fram á bætur vegna fjártjóns, óþæginda og ama við meðferð byggingarnefndar á umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráðs vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

18.1501347 - Fundargerðir eigendafunda Strætó bs. dags. 13. apríl 2015.

6. eigendafundur Strætó bs. í 3. liðum.
Lagt fram.

19.1501347 - Fundargerðir eigendafunda Strætó bs. dags. 17. apríl 2015.

7. eigendafundur Strætó bs. í 1. lið.
Lagt fram.

20.1504009 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 15. apríl 2015.

36. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 7. liðum.
Lagt fram.

21.1408261 - Jafnréttis- og mannréttindastefna Kópavogs 2014-2018.

Lögð fram til samþykktar jafnréttis- og mannréttindastefna Kópavogs fyrir árin 2014-2018. Jafnréttis- og mannréttindaráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs til afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu jafnréttis- og mannréttindaráðs og samþykkir stefnuna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

22.1504005 - Leikskólanefnd, dags. 16. apríl 2015.

57. fundur leikskólanefndar í 8. liðum.
Lagt fram.

23.1504010 - Lista- og menningarráð, dags. 16. apríl 2015.

41. fundur lista- og menningarráðs í 4. liðum.
Lagt fram.

24.1008096 - Menningarstefna Kópavogs.

Lögð fram til samþykktar menningarstefna Kópavogs. Lista- og menningarráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs til afgreiðslu.
Bæjarráð frestar afgreiðslu menningarstefnu Kópavogs og vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

25.1503025 - Skipulagsnefnd, dags. 20. apríl 2015.

1257. fundur skipulagsnefndar í 26. liðum.
Lagt fram.

26.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 13. apríl 2015.

414. fundur stjórnar SSH í 9. liðum.
Lagt fram.

27.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar hbsv. dags. 10. apríl 2015.

57. fundur svæðisskipulagsnefndar hbsv. í 3. liðum.
Lagt fram.

28.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar hbsv. dags. 17. apríl 2015.

58. fundur svæðisskipulagsnefndar hbsv. í 1. lið.
Lagt fram.

29.1411296 - Tillaga um skipun starfshóps vegna fyrirhugaðs öldungaráðs

Lögð fram tillaga bæjarstjóra um skipun starfshóps sem hafi það að markmiði að stofnað verði öldungarráð.
Bæjarráð samþykkir að framlagða tillögu bæjarstjóra um skipun starfshóps.

Bókun:
"Við fögnum því að tillaga Samfylkingar, Framsóknarflokks og VG um stofnun starfshóps sem hefur það að markmiði að stofna Öldungaráð í Kópavogi sé samþykkt.
Pétur Hrafn Sigurðsson
Birkir Jón Jónsson
Ólafur Þór Gunnarsson"

30.1504501 - Tillaga Birkis Jóns, Péturs Hrafns og Ólafs Þórs um innri endurskoðun

Við leggjum til að bæjarráð feli bæjarstjóra að kanna kosti þess að innleiða innri endurskoðun hjá Kópavogsbæ og kostnaðarmat þar að lútandi. Ekki er starfandi innri endurskoðunardeild hjá sveitarfélaginu né aðkeypt innri skoðun. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um innri endurskoðun frá október 1999 segir m.a. um hlutverk og skilgreiningu á innri endurskoðun:

Greinargerð:
1. Skilgreining á innri endurskoðun
1.1 Hvað er innri endurskoðun
Innri endurskoðun má skilgreina sem hlutlaust matsferli, sem hefur það grundvallarmarkmið að skapa aukin verðmæti (virðisauka) með því að bæta viðkomandi rekstur, aðstoða stjórnendur við að ná settum rekstrarmarkmiðum og meta árangur, bæta áhættustýringu, eftirlit og stjórnun með kerfisbundnum og öguðum vinnubrögðum.
1.2 Hlutverk
Á síðustu áratugum hafa viðhorf stjórnenda opinberra fyrirtækja og einkafyrirtækja til hlutverks innri endurskoðunar verið að breytast. Fyrst tóku þau að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum og síðar um allan heim. Áður fyrr var litið svo á að megin viðfangsefni innri endurskoðunar fælist í eftirliti með því að reglur og fyrirmæli, sem snúa að fjárhags og bókhaldslegum þáttum, væru virt. Nú er hins vegar jafnframt gerð krafa um að innri endurskoðun sé liður í því að viðhalda og tryggja sem mestan árangur af viðkomandi starfsemi.
Hlutverk innri endurskoðunar er því að aðstoða stjórnendur, jafnt æðstu stjórnendur sem og millistjórnendur, við að ná settum markmiðum.
Birkir Jón Jónsson
Pétur Hrafn Sigurðsson
Ólafur Þór Gunnarsson

Bókun bæjarstjóra:
"Þessi vinna er í gangi og m.a. hef ég tekið upp viðræður um samstarf á vettvangi SSH sem ekki gekk eftir. Í framhaldinu ræddi ég um samstarf við bæjarstjóra Hafnarfjarðar varðandi sameiginlega innri endurskoðun. Þá er einnig verið að skoða möguleika aðkeyptrar þjónustu."

31.1504502 - Fyrirspurn vegna sundlaugar í Fossvogi

Í ljósi fréttaflutnings um byggingu sundlaugar í Fossvogsdal, í samstarfi Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar óskum við eftir því að málið verði kynnt á næsta fundi bæjarráðs. Jafnframt teljum við eðlilegt að skipulagsnefnd ásamt umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogsbæjar fái málið til umfjöllunar. Það er mikilvægt og til bóta að kjörnir fulltrúar í Kópavogi verði upplýstir og komi að ákvarðanatöku í þessu máli fyrr en síðar.
Birkir Jón Jónsson
Ólafur Þór Gunnarsson
Pétur Hrafn Sigurðsson

32.1504503 - Fyrirspurn vegna úthlutunar í Glaðheimum

Í ljósi nýlegrar úthlutunar bæjarráðs Kópavogs á byggingarlóðum á Glaðheimasvæðinu velti ég því upp hvort skipulagsnefnd Kópavogsbæjar hefði átt að fá málið til efnislegrar umfjöllunar áður en ákvörðun bæjarráðs lá fyrir? Mér finnst rétt að taka umræðu um verklag til framtíðar litið í ljósi nylegra breytinga á samþykktum Kópavogsbæjar þar sem framkvæmdaráð var m.a. lagt niður.
Birkir Jón Jónsson

33.1504489 - Vallakór 12, Kórinn. Kópavogsbær. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 21. apríl, lögð fram umsókn Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759 um tækifærisleyfi vegna Stórafmælis Kópavogsbæjar sunnudaginn 10. maí 2015, frá kl. 14:00-19:00, í íþróttahúsinu Kórnum, að Vallarkór 12, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Ármann Kr. Ólafsson, kt. 170766-5049 og um öryggisgæslu annast Bjarni Knútsson, kt. 160577-4799.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

Fundi slitið.