Bæjarráð

2658. fundur 18. október 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1210004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 3. október

58. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

2.1210013 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 16. október

59. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

 

Byggningarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

3.1210011 - Félagsmálaráð, 16. október

1339. fundur

Lagt fram.

4.1210212 - Atvinnuleitendur sem fullnýta bótarétt

Bókun í félagsmálaráði 16. október, ásamt greinargerð verkefnastjóra vegna atvinnuleitenda, sem fullnýta bótarétt um áramót og á næsta ári:
Félagsmálaráð ályktar um nauðsyn þess að sveitarfélögin taki höndum saman um að leita viðeigandi lausna til langframa. Ríkið og sveitarfélögin verða að leysa þennan alvarlega vanda í sameiningu.

Bæjarráð bendir á að nú þegar hafa verið haldnir sameiginlegir fundir um málið með sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og munu þau fylgja málinu eftir.

5.1209345 - Óskað umsagnar um frumvarp til laga um málefni innflytjenda

Frá verkefnastjóra velferðarsviðs, dags. 3. október, umsögn um frumvarp til laga um málefni innflytjenda, samþykkt á fundi félagsmálaráðs 16. október.

Bæjarráð samþykkir umsögnina fyrir sitt leyti.

6.1210260 - Húnæðismál heimaþjónustu

Erindi frá deildarstjóra þjónustudeildar aldraðra, dags. 10. október, sem samþykkt var á fundi félagsmálaráðs 16. október.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

7.1201280 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag, 28. september

28. fundur

Lagt fram.

8.1210003 - Skipulagsnefnd, 16. október

1217. fundur

9.1208609 - Skjólbraut 13, umsókn um byggingarleyfi.

Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

10.1208113 - Nýbýlavegur 24 - breytt deiliskipulag

Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

11.1208124 - Austurkór 79 - breytt deiliskipulag

Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

12.701098 - Vindakór 2-8, breytt deiliskipulag

Með vísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og er því samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

13.1210270 - Austurkór 141 - breytt deiliskipulag

Með vísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga er það mat skiplagsnefndar að breytingin hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því tillöguna. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

14.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Skipulagsnefnd óskar eftir heimild bæjarstjórnar til að boða til borgarafundar um drög að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2014.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

15.1210007 - Skólanefnd, 15. október

49. fundur

Lagt fram.

16.1201287 - Stjórn Sorpu bs., 15. október

306. fundur

Lagt fram.

17.1210010 - Málskostnaður fyrrum stjórnarmanna Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar.

Frá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, dags. 26. september, óskað umsagnar bæjarráðs varðandi mögulega greiðslu málskostnaðar, mál sem frestað var í bæjarráði 4. október sl.

Hlé var gert á fundi kl. 9:24.  Fundi var fram haldið kl. 9:30.

Bæjarráð telur eðlilegt að ákvörðun um greiðslu málskostnaðar verði tekin með sjálfstæðum hætti af stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar og mun ekki, sem ábyrgðaraðili á skuldbindingum og rekstrarkostnaði sjóðsins, gera athugasemdir við afgreiðslu stjórnarinnar.

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

18.1206515 - Lækjarbotnaland. Endurnýjun lóðarleigusamninga.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 3. október, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 20. september sl. um endurnýjun lóðaleigusamnings í Lækjarbotnalandi, mál sem frestað var í bæjarráði 4. október sl.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

19.1207634 - Óskað eftir viðræðum um málefni Fossvogsdals, hugsanlega sundlaug og göngu- og hjólatengingu yfir Fo

Frá bæjarritara, dags. 17. október, drög að erindisbréfum fyrir tvo starfshópa, sem munu skoða möguleika á sundlaugarbyggingu í Fossvogsdal og samgöngutengingar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Fossvog.

Lagt fram til kynningar.

20.1210312 - Bæjarlind 6, SPOT. Beiðni um umsögn vegna umsóknar Kvennaskólans í Reykjavík um tækifærisleyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 15. október, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi þar sem óskað er umsagnar um umsókn Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans í Reykjavík, kt. 430993-2089, um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskóladansleik miðvikudaginn 24. október, frá kl. 22:00 til 1:00 á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

21.1209406 - Leikskóli Rjúpnahæð. Varðar alútboð á leikskóla við Austurkór 1

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 12. október, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði þann 11. október sl. um erindi Veritas lögmanna ehf. f.h. Sérverks ehf. varðandi útboð í leikskólann Rjúpnahæð, ásamt tillögu að svari.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

22.1210311 - Auðbrekka 13-15. Innlausn

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 17. október, tillaga um að Kópavogsbær leysi til sín lóðirnar Auðbrekku 13-15 og Skeljabrekku 4, ásamt tillögu að erindi til skiptastjóra þrotabús Bergeyjar fasteignafélags ehf.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

23.1210302 - Skeljabrekka 4. Innlausn.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 17. október, tillaga um að Kópavogsbær leysi til sín lóðirnar Auðbrekku 13-15 og Skeljabrekku 4, ásamt tillögu að erindi til skiptastjóra þrotabús Bergeyjar fasteignafélags ehf.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

24.1009232 - Úttekt á leikskólanum Álfaheiði

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 15. október, þar sem fram kemur að allar umbætur í kjölfar úttektar á Álfaheiði hafi verið framkvæmdar og málinu sé lokið af hálfu ráðuneytisins.

Lagt fram.

25.1210301 - Rekstur sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Úttekt KPMG

Frá stjórn Slökkviliðs hbsv., dags. 2. október, afrit af bréfi til velferðarráðherra ásamt skýrslu KPMG um kostnaðarskiptingu vegna reksturs sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu.

Lagt fram.

26.1209450 - Tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2024.

Frá Skipulagsstofnun, dags. 15. október, dagskrá fyrirhugaðra kynninga á tillögu að landsskipulagsstefnu 2013 - 2024.

Lagt fram.

27.1210308 - Leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.

Frá Blindrafélaginu, dags. 15. október, athygli vakin á leiðbeinandi reglum um ferðaþjónustu fatlaðra.

Lagt fram.

28.1210309 - Beiðni um styrk vegna bridgemóts í Gullsmára

Frá Bridgefélagi Kópavogs, dags. 11. október, óskað eftir styrk að upphæð 100.000,- kr. vegna bridgemóts, sem haldinn verður í tilefni af 50 ára afmæli félagsins í Gullsmára þann 24. nóvember nk.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

29.1210323 - Styrktarbeiðni fyrir Höndina, mannúðar- og mannræktarsamtök

Frá Höndinni, dags. 15. október, óskað eftir styrk til starfsemi félagsins.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

30.1209303 - Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012

Breyttur listi yfir undirkjörstjórnir, ásamt bréfi formanns kjörstjórnar, dags. 10. október, þar sem óskað er eftir að á kjördag verði hægt að ná saman bæjarráði ef úrskurða þarf um einhver vafaatriði er varða kjörskrá í Kópavogi, eða önnur atriði.

Bæjarráð samþykkir framlagðan lista yfir undirkjörstjórnir, ásamt erindi formanns kjörstjórnar.

 

Einnig lagt fram erindi frá Hauki Guðmundssyni þar sem hann biðst undan starfi í hverfisskjörstjórn í Smára við þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október nk.

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði til að Ómar Stefánsson verði kjörinn í hverfakjörstjórn í stað Hauks Guðmundssonar. Var það samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum en tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

31.1210278 - Rekstraráætlun Sorpu 2013 og fimm ára rekstraráætlun 2013-2017

Frá Sorpu bs., dags. 10. október, rekstraráætlun Sorpu fyrir 2013, fimm ára rekstraráætlun Sorpu fyrir 2013-2017, ásamt rekstraráætlun endurvinnslustöðvanna fyrir 2013.

Lagt fram.

32.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Fundargerðir nefnda.

II. Kosningar.

III. Tillögur starfshóps um vinnulag og vinnubrögð bæjarstjórnar (1203295).

33.1210393 - Búsetumál geðfatlaðra. Fyrirspurn frá Pétri Ólafssyni og Ólafi Þór Gunnarssyni

Pétur Ólafsson og Ólafur Þór Gunnarsson lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Í ljósi umræðu undanfarna daga í fjölmiðlum óska undirritaðir eftir minnisblaði frá sviðsstjóra velferðarsviðs um búsetumál geðfatlaðra.

Pétur Ólafsson, Ólafur Þór Gunnarsson"

34.1210395 - Úthlutun afreksstyrkja

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram yfirlit yfir úthlutun afreksstyrkja undanfarin fimm ár.

Fundi slitið - kl. 10:15.