Bæjarráð

2713. fundur 19. desember 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1312014 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 17. desember

100. fundargerð í 7 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

2.1311012 - Barnaverndarnefnd, 18. nóvember

32. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

3.1312007 - Barnaverndarnefnd, 12. desember

33. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

4.1303094 - Tillögur SSH um sameiginlega bakvakt vegna barnaverndar

Barnaverndarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögur um sameiginlega bakvakt vegna barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu sem tilraunaverkefni til eins árs á vegum SSH, sbr. lið 5 í fundargerð frá 12. desember.

Bæjarráð samþykkir tillögur að sameiginlegri bakvakt og samkomulag þar um.

5.1312011 - Félagsmálaráð, 17. desember

1362. fundargerð í 9 liðum.

Lagt fram.

6.1312008 - Framkvæmdaráð, 17. desember

59. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

7.1312141 - Umsókn um lóð, bílaþvottastöð.

Borist hefur erindi Bónax ehf. dags. 6. desember 2013, þar sem þess er óskað að fyrirtækinu verði úthlutað lóð fyrir starfsemina. Framkvæmdaráð telur að ekki sé til staðar lóð skv. aðalskipulagi, sem geti hentað fyrir starfsemi af þessu tagi, sbr. lýsingu í erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og vísar því til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs og skipulagsstjóra.

8.1308413 - Staða byggingarframkvæmda á lóðum

Á fundi framkvæmdaráðs 17. desember 2013 lagði byggingarfulltrúi fram og skýrði greinargerð um stöðu byggingarframkvæmda á lóðum. Fram kom að fjölmargir lóðarhafar hafa ekki staðið við úthlutunarskilmála. Á fundinum var samþykkt að fela sviðsstjóra og byggingarfulltrúa að leggja fram á næsta fundi lista yfir lóðarhafa, sem ekki hafa sinnt byggingarframkvæmdum um árabil. Sviðsstjóri leggur til við bæjarráð að samþykkt verði af ofangreindum ástæðum, að fela byggingarfulltrúa að hefja dagsektarferli vegna þessara lóða, Fagraþing 2, Kleifakór 6, Vindakór 10-12 og Ásaþing 1-11.

Bæjarráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa að hefja dagsektarferli vegna þessara lóða, Fagraþing 2, Kleifakór 6, Vindakór 10-12 og Ásaþing 1-11.

9.1311024 - Lista- og menningarráð, 12. desember

23. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

10.1312010 - Skipulagsnefnd - 1234

1234. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

11.1301028 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 13. desember

811. fundargerð í 33 liðum.

Lagt fram.

12.1301024 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv. (áður Samvinnunefnd um svæðisskipulag, 13. desember.

40. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

13.1312004 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 17. desember

43. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

14.1311422 - Frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál. Óskað eftir umsögn

Umsögn umhverfis- og samgöngunefndar.

Lagt fram.

15.1311184 - Beiðni um styrk

Frá bæjarritara, dags. 18. desember, tillaga að afgreiðslu styrkbeiðni Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, þar sem lagt er til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 300.000,- á árinu 2013.

Bæjarráð samþykkir að veita fjárhagsstyrk að upphæð kr. 300.000,-.

16.1312287 - Nýbýlavegur 16. Máltíð ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 18. desember, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi frá 13. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Máltíðar ehf., kt. 530513-2110, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veisluþjónustu og veitingaverslun í flokki I, á staðnum Eldum rétt, að Nýbýlavegi 16, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning sé í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími sé í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

17.1302785 - Fasteignagjöld á Glaðheimasvæði. Svar við fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 11. desember, svar við fyrirspurn varðandi tryggingariðgjöld rifinna hesthúsa.

Lagt fram.

18.1311480 - Vatnsendahlíð.

Frá bæjarlögmanni, lagður fram tölvupóstur frá skiptastjóra vegna útdráttar lóðar í Vatnsendahlíð.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til umsagnar.

Hlé var gert á fundi kl. 8:57.  Fundi var fram haldið kl. 9:07.

Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

19.1312116 - Áhrif tillagna um skuldaleiðréttingar á sveitarfélagið. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 18. desember, áhrif tillagna um skuldaleiðréttingar á Kóapvogsbæ, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs þann 5. desember sl.

Lagt fram.

20.1309513 - Svar við fyrirspurn um mataræði á leikskólum.

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 30. september, svar við fyrirspurn um mataræði á leikskólum.

Lagt fram.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Í framhaldi af umræðum á fundinum legg ég til að bæjarráð skipi nefnd sem geri matseðla fyrir leikskóla bæjarins.

Gunnar Ingi Birgisson"

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar og beinir því til menntasviðs að huga áfram að fjölbreyttara fæðuvali á leikskólum bæjarins.

Una María Óskarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð lýsir ánægju með góða umræðu í bæjarráði um mataræði og bætta heilsu barna á leikskólum.

Una María Óskarsdóttir"

21.1312286 - Krafa um endurgreiðslu útlagðs sakarkostnaðar, sektar og lögfræðiinnheimtu

Frá fv. framkvæmdastjóra LSK, dags. 12. desember, krafa um endurgreiðslu útlagðs kostnaðar vegna dómsmáls.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður leggur til að orðið verði við erindi framkvæmdstjóra LSK. Framkvæmdastjórinn stóð sig afar vel í starfi og stuðlaði m.a. að því að tap LSK vegna hrunsins var mjög lítið miðað við aðra lífeyrissjóði. Framkvæmdastjórinn hefur verið leiksoppur örlaganna í þessu máli, þar sem pólitískar ásakanir frá hendi fv. fjármálaráðherra á hendur fv. stjórnarformanni voru í fyrirrúmi.

Allar ákvarðanir fv. stjórnar Lífeyrissjóðsins voru algjörlega löglegar skv. dómi héraðsdóms og atlaga Steingríms J. Sigfússonar var mikil sneypuför og kostaði ríkissjóð og skattborgara þessa lands milljónatugi .

Gunnar Ingi Birgisson"

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

22.1312346 - Nordisk Forum - óskað eftir stuðningi Kópavogsbæjar

Frá starfsmannafélagi Kópavogs, dags. 17. desember, beiðni um styrk fyrir þá starfsmenn innan félagsins sem hafa áhuga á að sækja Nordisk Forum ráðstefnu, sem haldin verður í Malmö, Svíþjóð dagana 12. - 15. júní 2014.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.