Bæjarstjórn

1115. fundur 28. apríl 2015 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
 • Sigurjón Jónsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Margét Júlía Rafnsdóttir sat fundinn í fjarveru Ólafs Þórs Gunnarssonar.

1.1504542 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 28. apríl 2015.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 16. og 22. apríl, byggingarfulltrúa frá 10. apríl, eigendafunda Strætó frá 13. og 17. apríl, forsætisnefndar frá 22. apríl, jafnréttinda- og mannréttindaráðs frá 15. apríl, leikskólanefndar frá 16. apríl, lista- og menningarráðs frá 24. mars og 16. apríl, skipulagsnefndar frá 20. apríl, stjórnar Sorpu frá 10. apríl, stjórnar SSH frá 13. apríl og svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 27. mars og 10. og 17. apríl.
Lagt fram.

2.1504006 - Bæjarráð, dags. 16. apríl 2015.

2771. fundur bæjarráðs í 16. liðum.
Lagt fram.

3.1504404 - Álalind 1-3. Úthlutun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. apríl, lagðar fram tillögur vinnuhóps um úthlutun byggingarréttar á Glaðheimasvæði. Bæjarráð samþykkir tillögu um að gefa Sérverk ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Álalind 1-3 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

4.1504407 - Álalind 2. Úthlutun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. apríl, lagðar fram tillögur vinnuhóps um úthlutun byggingarréttar á Glaðheimasvæði. Bæjarráð samþykkir tillögu um að gefa GG verk ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Álalind 2 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

5.1504406 - Álalind 4-8. Úthlutun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. apríl, lagðar fram tillögur vinnuhóps um úthlutun byggingarréttar á Glaðheimasvæði. Bæjarráð samþykkir tillögu um að gefa Dverghömrum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Álalind 4-8 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu málsins og vísar því að nýju til bæjarráðs til úrvinnslu með 11 atkvæðum.

6.1504411 - Álalind 14. Úthlutun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. apríl, lagðar fram tillögur vinnuhóps um úthlutun byggingarréttar á Glaðheimasvæði. Bæjarráð samþykkir tillögu um að gefa Leigugörðum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Álalind 14 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

7.1504412 - Álalind 16. Úthlutun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. apríl, lagðar fram tillögur vinnuhóps um úthlutun byggingarréttar á Glaðheimasvæði. Bæjarráð samþykkir tillögu um að gefa Dalhús ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Álalind 16 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

8.1504413 - Bæjarlind 5. Úthlutun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. apríl, lagðar fram tillögur vinnuhóps um úthlutun byggingarréttar á Glaðheimasvæði. Bæjarráð samþykkir tillögu um að gefa Fagsmíði ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Bæjarlind 5 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

9.1504414 - Bæjarlind 7-9. Úthlutun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. apríl, lagðar fram tillögur vinnuhóps um úthlutun byggingarréttar á Glaðheimasvæði. Bæjarráð samþykkir tillögu um að gefa MótX ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Bæjarlind 7-9 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

10.1504127 - Gulaþing 11. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 15. apríl, lögð fram umsókn frá Ásgeiri Hauki Einarssyni, kt. 041085-3129 og Sigríði Ölmu Gunnsteinsdóttur, kt. 190586-2279 um lóðina Gulaþing 11 og lagt til að úthlutun lóðarinnar verði samþykkt til umsækjenda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Ásgeiri Hauki Einarssyni og Sigríði Ölmu Gunnsteinsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Gulaþing 11 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

11.1504013 - Bæjarráð, dags. 22. apríl 2015.

2772. fundur bæjarráðs í 33. liðum.
Lagt fram.

12.1504028 - Álmakór 2, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 17. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Álmakór 2 frá Arnari Grétarssyni, kt. 200272-4989 og Sigrúnu Hebu Ómarsdóttur, kt. 010172-3659 og lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjenda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Arnari Grétarssyni og Sigrúnu Hebu Ómarsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 2 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

13.1504030 - Álmakór 4, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Álmakór 4 frá Grétari S. Kristjánssyni, kt. 170638-4099 og lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Grétari S. Kristjánssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 4 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

14.1504004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 10. apríl 2015.

149. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 16. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

15.1501347 - Fundargerðir eigendafunda Strætó, dags. 13. apríl 2015.

6. eigendafundur Strætó í 3. liðum.
Lagt fram.

16.1501347 - Fundargerðir eigendafunda Strætó, dags. 17. apríl 2015.

7. eigendafundur Strætó í 1. lið.
Lagt fram.

17.1504020 - Forsætisnefnd, dags. 22. apríl 2015.

45. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

18.1504009 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 15. apríl 2015.

36. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 7. liðum.
Lagt fram.

19.1504005 - Leikskólanefnd, dags. 16. apríl 2015.

57. fundur leikskólanefndar í 8. liðum.
Lagt fram.

20.1503017 - Lista- og menningarráð, dags. 24. mars 2015.

40. fundur lista- og menningarráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

21.1504010 - Lista- og menningarráð, dags. 16. apríl 2015.

41. fundur lista- og menningarráðs í 4. liðum.
Lagt fram.

22.1503025 - Skipulagsnefnd, dags. 20. apríl 2015.

1257. fundur skipulagsnefndar í 26. liðum.
Lagt fram.

23.1503576 - Austurkór 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga lóðarhafa Austurkórs 12, Árna Kristins Gunnarssonar, að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 12. Þá lagt fram samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

24.1502233 - Breiðahvarf 3. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi frá A2 arkitektum ehf, dags.6.2.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Breiðahvarfs 3. Á fundi skipulagsnefndar 16.2.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfs 1, 2, 4 og 5; Ennishvarfs 4, 6 og 13. Kynningu lauk 30.3.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

25.1502426 - Fannborg 7-9. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju tillaga KRark f.h. Hraunbrautar ehf. dags. 20.6.2013. Í tillögu felst að húsnæði verði breytt í íbúðir að hluta. Á jarðhæð verða 10 íbúðir, allar um 50m2 að stærð en í kjallara verða vinnustofur og geymslur. Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda hússins dags. 9.2.2015. Á fundi skipulagsnefndar 16.2.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fannborgar 2, 3, 5, 6, 7 og 8; Digranesvegar 5 og 7. Kynningu lauk 30.3.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

26.1412485 - Fornahvarf 3. Settjörn, framkvæmdaleyfi.

Óskað er eftir leyfi skipulagsnefndar til að hefja framkvæmdir við gerð settjarna við Fornahvarf 3.
Skipulagsnefnd samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir gerð settjarna við Fornahvarf 3. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

27.1403302 - Furugrund 3. Breyting á aðalskipulagi.

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Breytingin nær til reits VÞ-5 (Furugrund 3) þar sem breyta á verslun og þjónustu í íbúðarbyggð. Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar er bárust að lokinni forkynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkti að ofangreind tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 Furugrund 3 verði kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Ása Richardsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson lögðu fram eftirfarandi tillögu:
"Lagt er til að liður 29 í dagskrá fundar bæjarstjórnar Kópavogs verði frestað og leitað álits innanríkisráðuneytisins á því hvort varafulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd hafi verið vanhæfur á fundi nefndarinnar 20. apríl 2015 þar sem fjallað var um málefni Furugrundar 3. Þetta er lagt til þar sem mikilvægt er að fá úr því skorið hvort málsmeðferð nefndarinnar hafi verið rétt og í takt við góða stjórnsýsluhætti.
Ása Richardsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson"

Bæjarstjórn hafnar tillögu um frestun með sjö atkvæðum þeirra Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Sverris Óskarssonar, Theódóru Þorsteindsóttur, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Johnson og Guðmundar Geirdal en tillöguna samþykktu Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir og Sigurjón Jónsson. Tillagan var því felld með sjö atkvæðum en fjórir greiddu atkvæði með henni.

Hlé var gert á fundi kl. 21.08. Fundi var fram haldið kl. 21.18.

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og VG og félagshyggjufólks lýsa vonbrigðum með að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar vilji ekki fresta málinu.
Við munum leita eftir áliti innanríkisráðuneytisins til að fá úr þessu skorið og áskiljum okkur rétt til að taka málið upp að nýju.
Ása Richardsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Sigurjón Jónsson"

Hlé var gert á fundi kl. 21.19. Fundi var fram haldið kl. 21.26.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Ákvörðun skipulagsnefndar liggur fyrir og byggir á 20. gr. sveitastjórnarlaga og verður ekki hnekkt af bæjarstjórn. Ef bæjarfulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru ósáttir er það sjálfsagður réttur þeirra að leita til innanríkisráðuneytisins.
Hins vegar vegar eru undirritaðir bæjarfulltrúar ósammála því að slík málsmeðferð réttlæti töf á meðferð málsins. Ennfremur er tekið fram að skýrlega verður að skilja á milli álitaefnisins um sérstakt hæfi nefndarmanns og efnisumræðu um hið tiltekna málefni. Bent er á að tilgangur hæfisreglnanna er að tryggja réttaröryggi borgarans og málefnalega stjórnsýslu.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson"

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með sjö atkvæðum gegn þremur. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig að atkvæði með tillögunni greiddu Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson en atkvæði gegn tillögunni greiddu Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir. Sigurjón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

28.1504225 - Galtalind 5-7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga KRark dags. 07.04.2015 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Galtalindar 5-7. Í breytingunni felst að sett er upp vindvörn/forstofa við innganga íbúða á suðausturhlið 3. hæðar sbr. uppdráttum dags. 7.4.2015.
Skipulagsnefnd taldi umdrædda breytingu ekki varða hagsmuni annara en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkti tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

29.1312123 - Hverfisskipulag.

Lagt fram minnisblað um svör við ábendingum nefndarmanna vegna hverfisáætlunar Smárans dags. 16.4.2015. Einnig lagt fram minnisblað um næstu skref við gerð hverfisáætlanna dags. 14.4.2015.
Skipulagsnefnd fól skipulags- og byggingardeild umhverfissviðs að auglýsa "Tillögu að Hverfisáætlun Smárans" í bæjarblöðum og á heimasíðu bæjarins. Bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar fá þannig tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Kynningartími standi til 31. maí 2015. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

30.1503337 - Kríunes. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Nexus arkitekta, dags. 13.3.2015, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Kríuness. Í breytingunni felst:
1. Byggð verður 200m2 viðbygging í suðausturhorni lóðar fyrir stækkun á eldhúsi og móttöku.
2. Á austurhluta lóðar verður byggt 800 m2 viðbygging, að mestu niðurgrafin, fyrir gistirými. Þak viðbyggingarinnar verður 1,1m fyrir ofan gólfflöt aðalbyggingar.
3. Á norðausturhorni verður reist 80m2 viðbygging fyrir móttöku.
4. Á vesturhluta lóðar verður reist 50m2 geymsla á einni hæð og bílastæði á norðvesturhorni lóðar lagfærð.

Við breytinguna fjölgar herbergjum á hótelinu um 16, heildarbyggingarmagn er áætlað um 2970m2 sem er aukning um 1650m2 og nýtingarhlutfall því 0,18 sbr. uppdráttum dags. 13.3.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

31.1501295 - Krossalind 1. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sturlu Þórs Jónssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 15.1.2015, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Krossalindar 1. Á fundi skipulagsnefndar 19.1.2015 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Laxalindar 2, 4; Krossalindar 2, 3 og 5; Laugalindar 1; Kópalindar 2. Kynningu lauk 30.3.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

32.1504278 - Sæbólsbraut 14-24. Bílastæði.

Lagt fram erindi Kristjáns D. Sigurbergssonar, Sæbólsbraut 22, f.h. lóðarhafa Sæbólsbrautar 14-24. Í erindi er óskað eftir að endi götunnar verði skráður sem einbabílastæði fyrir Sæbólsbraut 14-24.
Umrætt svæði sem sótt er um að skilgreina sem einkabílastæði er í enda götunnar og utan lóðamarka húsanna. Svæðið er ekki skilgreint sem bílastæði á mæliblöðum bæjarins. Ekki er hægt að afmarka botnlanga í götum sem bílastæði.
Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri umsókn. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar framlagðri umsókn.

33.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 10. apríl 2015.

349. fundur stjórnar Sorpu í 14. liðum.
Lagt fram.

34.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 13. apríl 2015.

414. fundur stjórnar SSH í 9. liðum.
Lagt fram.

35.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar hbsv. dags. 27. mars 2015.

56. fundur svæðisskipulagsnefndar hbsv. í 3. liðum.
Lagt fram.

36.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar hbsv. dags. 10. apríl 2015.

57. fundur svæðisskipulagsnefndar hbsv. í 3. liðum.
Lagt fram.

37.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar hbsv. dags. 17. apríl 2015.

58. fundur svæðisskipulagsnefndar hbvs. í 1. lið.
Lagt fram.

38.1501088 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2014, fyrri umræða.

Frá fjármálastjóra, lagðir fram ársreikningar Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árið 2014.
Bæjarráð samþykkir ársreikning Kópavogsbæjar fyrir árið 2014 ásamt ársreikningi stofnana bæjarins samkvæmt 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2014 er undirritaður og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ársreiknings Kópavogsbæjar, A og B hluta. Greindi hann frá rekstrarniðurstöðum og helstu frávikum. Þannig skýrði hann út sjóðsstreymi og niðurstöður Efnahagsreiknings. Einnig var lagður fram ársreikningur LSK til kynningar. Þá lagði bæjarstjóri til að ársreikningi Kópavogsbæjar yrði vísað til seinni umræðu.

Kl. 17.25 vék Birkir Jón Jónsson af fundi og tók Sigurjón Jónsson sæti hans á fundinum.

Bæjarstjórn vísar afgreiðslu ársreiknings Kópavogsbæjar fyrir árið 2014 ásamt ársreikningi stofnana bæjarins til seinni umræðu með ellefu atkvæðum.

39.1408261 - Jafnréttis- og mannréttindastefna Kópavogs 2015-2018.

Lögð fram til samþykktar jafnréttis- og mannréttindastefna Kópavogs fyrir árin 2015-2018. Jafnréttis- og mannréttindaráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs til afgreiðslu. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu jafnréttis- og mannréttindaráðs og samþykkir stefnuna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Theódóra Þorsteinsdóttir mælti fyrir tillögu að jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs fyrir árin 2015 - 1018.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum og samþykkir jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs 2015-2018.

Fundi slitið.