Bæjarstjórn

1132. fundur 23. febrúar 2016 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1511754 - Hafraþing 9-11. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 16. febrúar, lgt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 25.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hafraþings 9-11. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Greint frá samráðsfundi sem haldinn var 10.2.2016. Lögð fram breytt tillaga dags. 10.2.2016 þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Uppdráttur er samþykktur af athugasemdaraðlium með undirritun á uppdráttinn. Skipulagsnefnd samþykkti breytta tillögu dags. 10.2.2016 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

2.1509356 - Vatnsendablettur 72. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 16. febrúar, lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga lóðarhafa dags. 14.9.2015 að breyttu deiliskipulagi Vatnsendabletts 72. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lögð fram breytt tillaga dags. 18.1.2016 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016 þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var málinu frestað. Skipulagsnefnd samþykkti breytta tillögu dags. 18.1.2016 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010 ásamt umsögn og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagnefndar með níu atkvæðum gegn atkvæðum Péturs Hrafns Sigurðssonar og Ásu Richardsdóttur.

3.16011141 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 27. janúar 2016.

349. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 4. liðum.
Lagt fram.

4.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 8. febrúar 2016.

426. fundur stjórnar SSH í 10. liðum.
Lagt fram.

5.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 29. janúar 2016.

236. fundur stjórnar Strætó í 8. liðum.
Lagt fram.

6.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 12. febrúar 2016.

237. fundur stjórnar Strætó í 6. liðum.
Lagt fram.

7.1507357 - Starfshópur um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar.

Frá bæjarstjóra f.h. starfshóps um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar, dags. 8. desember, lögð fram tillaga varðandi húsnæði undir bæjarskrifstofur Kópavogs. Hópurinn leggur til að bæjarstjórn velji milli tveggja kosta. Kostur 1, að ráðist verði í viðhald á Fannborg 2 strax og jafnframt verði mögulegar breytingar á skipulagi svæðisins skoðaðar. Kostur 2, að hafnar verði annars vegar viðræður um nýtt húsnæði í Norðurturni við Smáralind og hins vegar viðræður um nýtt húsnæði við Smáratorg. Jafnframt verði leitað samninga um sölu á fasteignum í Fannborg og mögulegar breytingar á skipulagi svæðisins skoðaðar.
Frá Pétri Hrafni Sigurðssyni bæjarfulltrúa, lögð fram breytingartillaga á ofangreindri tillögu starfshóps um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar, sem er samhljóða en við bætist kostur 3, að byggt verði hús sem hannað verður fyrir stjórnsýslu Kópavogsbæjar á lóð bæjarins fyrir framan menningar- og tómstundamiðstöðina Molann að Hábraut 2. Hluti bæjarskrifstofanna verði staðsettar í núverandi húsnæði Molans. Jafnframt verði leitað samninga um sölu á fasteignum í Fannborg og mögulegar breytingar á skipulagi svæðisins skoðaðar.
Frá bæjarstjóra, lagðar fram teikningar af tillögum arkitekta að nýjum bæjarstjórnarskrifstofum í húsakynnum gamla Kópavogshælisins ásamt kostnaðaráætlun. Einnig lögð fram kostnaðaráætlun Mannvits um Mola-ráðhús. Loks lagt fram bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar, dags. 11. febrúar, þar sem lýst er yfir óánægju með aðgerðarleysi bæjarstjórnar í húsnæðismálum stjórnsýslu bæjarins.
Pétur Hrafn Sigurðsson dró fyrirliggjandi breytingartillögu sína til baka en lagði fram nýja breytingartillögu svohljóðandi:
"Bæjarstjórn kjósi sérstaklega um hvern kost;
Kostur 1, ráðist verði í viðhald á Fannborg 2 strax. Jafnframt verði mögulegar breytingar á skipulagi svæðisins skoðaðar.
Kostur 2, hafnar verði annars vegar viðræður um nýtt húsnæði í Norðurturni við Smáralind og hins vegar viðræður um nýtt húsnæði við Smáratorg. Jafnframt verði leitað samninga um sölu á fasteignum í Fannborg og mögulegar breytingar á skipulagi svæðisins skoðaðar.
Kostur 3, bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að óska eftir tillögum að teikningum að nánari útfærslu á byggingu sem hönnuð verði fyrir stjórnsýslu Kópavogsbæjar á lóð bæjarins fyrir framan menningar- og tómstundamiðstöðina Molann, Hábraut 2. Lögð verði áhersla á form og útfærslu auk þess að taka tillit til annara mannvirkja á svæðinu sem og drög að kostnaðaráætlun. Í tillögunum verði skoðað hvort hluti bæjarskrifstofanna verði staðsettar í núverandi húsnæði Molans. Jafnframt verði leitað samninga um sölu á fasteignum í Fannborg og mögulegar breytingar á skipulagi svæðisins skoðaðar.
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Hlé var gert á fundi kl. 18.10. Fundi var fram haldið kl. 18.57.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd meirihlutans:
"Bæjarstjórn samþykkir að farið verði í breytingar á bæjarskrifstofum sem skulu rúmast innan gerðar fjárhagsáætlunar.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson"

Hlé var gert á fundi kl. 19.00. Fundi var fram haldið kl. 19.10.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að fyrirliggjandi tillögu starfshópsins um val á kostum verði vísað frá.

Frávísunartillaga var samþykkt með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði með frávísun greiddu Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson en atkvæði gegn frávísun greiddu Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Birkir Jón Jónsson.

Tillaga um viðhald á bæjarskrifstofum sem rúmist innan fjárhagsáætlunar var samþykkt með níu atkvæðum gegn atkvæði Ásu Richardsóttur. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði. Atkvæði með tillögunni greiddu Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Birkir Jón Jónsson.

Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það vekur furðu mína að bæjarfulltrúar sem hafa ítrekað lýst yfir andstöðu við að gera við húsin á Fannborgarreit, skuli greiða því atkvæði.
Ása Richardsdóttir"

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það kom mér verulega í opna skjöldu að bæjarfulltrúinn Ása Richarsdóttir skyldi ekki standa við þá tillögu sem starfshópurinn skilaði af sér.
Ármann Kr. Ólafsson"

Karen Halldórsdóttir og Guðmdundur Geirdal tóku undir bókun Ármanns Kr. Ólafssonar.

Hlé var gert á fundi kl. 19.17. Fundi var fram haldið kl. 19.26.

Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég hef starfað af fullum heilindum í þessum máli og leitast við að finna sátt. Ég hef ítrekað lýst því yfir að ég sé tilbúin til að að finna bestu lausn sem flestir geti sannmælst um. Að minni hálfu hafa ekki verið nein undirmál. Skyndileg sinnaskipti þeirra fulltrúa meirihlutans sem hafa barist gegn endurbótum á Fannborgarreitnum vekja athygli.
Ása Richardsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 19.27. Fundi var fram haldið kl. 19.55.

8.1602695 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 23. febrúar 2016.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 11. og 18. febrúar, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 11. febrúar, barnaverndarnefndar frá 28. janúar, félagsmálaráðs frá 15. febrúar, forsætisnefndar frá 18. febrúar, heilbrigðisnefndar frá 3. febrúar, íþróttaráðs frá 4. febrúar, skipulagsnefndar frá 15. febrúar, stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 27. janúar, stjórnar SSH frá 8. febrúar og stjórnar Strætó frá 29. janúar og 12. febrúar.
Lagt fram.

9.1602004 - Bæjarráð, dags. 11. febrúar 2016.

2808. fundur bæjarráðs í 13. liðum.
Lagt fram.

10.1602099 - Álmakór 4. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 5. febrúar, lögð fram umsókn um lóðina Álmakór 4 frá Helgu P. Finnsdóttur, kt. 200971-3029 og Hauki Hlíðkvist Ómarssyni, kt. 190971-4069. Lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa Helgu P. Finnsdóttur og Hauki Hlíðkvist Ómarssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 4.

11.1602009 - Bæjarráð, dags. 18. febrúar 2016.

2809. fundur bæjarráðs í 21. lið.
Lagt fram.

12.1105063 - Samningar við HK.

Frá bæjarstjóra, lagt fram samkomulag við Handknattleiksfélag Kópavogs um framlengingu á rekstrarsamningi um íþróttahúsið Fagralund. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum samkomulag um framlengingu á rekstrarsamningi við HK um íþróttahúsið Fagralund og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

13.1602127 - Kauptilboð í hluti Kópavogsbæjars í félaginu Þríhnúkar ehf.

Frá lögfræðideild, dags. 12. febrúar, lagt fram yfirlit yfir kauptilboð sem bárust í hlut Kópavogsbæjar í Þríhnúkum ehf. sem auglýstur var til sölu. Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að tilboði hæstbjóðanda, Koks ehf., í hlut Kópavogsbæjar í Þríhnúkum ehf. yrði tekið.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að tilboði Koks ehf. í hlut Kópavogsbæjar í Þríhnúkum ehf. verði tekið. Sverrir Óskarsson greiddi atkvæði á móti en Ása Richardsóttir greiddi ekki atkvæði.

14.1602592 - Fannborg 2, 4 og 6. Kauptilboð.

Frá Kvikmyndaskóla Íslands, dags. 15. febrúar, lagt fram kauptilboð í Fannborg 2, 4 og 6. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Með vísan til afgreiðslu bæjarstjórnar um viðhald á bæjarskrifstofum hafnar bæjarstjórn kauptilboðinu með níu atkvæðum. Ása Richardsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson greiddu ekki atkvæði.

15.1601648 - Tillaga SSH um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðra.

Frá SSH, dags. 12. janúar, lögð fram tillaga stjórnar SSH vegna samkomulags sveitarfélaganna um sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk, ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra SSH, lokaskýrslu framkvæmdaráðs ferðaþjónustu fatlaðs fólks og umsögn samráðshóps félagsmálastjóra og fundargerð. Bæjarráð samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti og vísaði málinu til bæjarstjórnar, en áréttaði sérákvæði 6. gr. samkomulagsins frá maí 2014, þar sem fram kemur að Kópavogsbær tekur ekki þátt í kostnaði verkefnisins hjá Strætó bs.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Þakkað er fyrir þá vinnu og athuganir sem fram hafa farið á ferðaþjónustunni. Undirritaður telur að erfitt sé fyrir Kópavogsbæ að eiga samstarf við önnur sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins um framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðra miðað við framlagða tillögu SSH. Það liggur ekki skýrt fyrir hvernig brugðist verður við grundvallar athugasemdum framkvæmdaráðsins. Of margir aðilar eiga að koma að verkefninu, til dæmis verður samráðshópur félagsmálstjóra í gangi, stjórn SSH á að koma að verkefninu, stofna á stjórnunarteymi, Strætó og stjórn þess á að hafa hlutverk, stofna á samráðshóp skólaþjónustu og fleira. Auk þess heyrast hugmyndir hjá sveitarfélögum þess efnis að aðrir aðilar komi að keyrslu á fötluðum í ákveðnum tilvikum, þar sem slíkt er álitið hagkvæmara en núverandi ferðaþjónusta. Tillagan er flókin í framkvæmd, of margir aðilar með óljóst faglegt og fjárhagslegt hlutverk, rekstrarformið ómarkvisst og auk þess vantar bein tengsl við notendur þjónustunnar.
Óskað eftir að þessi bókun verði send stjórnar SSH og stjórnar Strætó.
Sverrir Óskarsson"

16.1602005 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 11. febrúar 2016.

179. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 12. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með tíu atkvæðum.

Birkir Jón Jónsson vék af fundi undir þessum lið.

17.1601020 - Barnaverndarnefnd, dags. 28. janúar 2016.

53. fundur barnaverndarnefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

18.1602007 - Félagsmálaráð, dags. 15. febrúar 2016.

1405. fundur félagsmálaráðs í 7. liðum.
Lagt fram.

19.1602015 - Forsætisnefnd, dags. 18. febrúar 2016.

64. fundur forsætisnefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

20.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 3. febrúar 2016.

208. fundur heilbrigðisnefndar í 83. liðum.
Lagt fram.

21.1601025 - Íþróttaráð, dags. 4. febrúar 2016.

56. fundur íþróttaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

22.1601019 - Skipulagsnefnd, dags. 15. febrúar 2016.

1272. fundur skipulagsnefndar í 31. lið.
Lagt fram.

23.1509910 - Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 16. febrúar, lögð fram að nýju tillaga ES Teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var breytt tillaga dags. 18.1.2016 þar sem komið var til móts við innsendar athugasemdir samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016. Á fundi bæjarstjórnar 26.1.2016 lagði bæjarfulltrúi Sverrir Óskarsson til að málinu yrði vísað til skipulagsnefndar að nýju. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu dags. 18.1.2016 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010 ásamt umsögn og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

24.1511664 - Faldarhvarf 15 og 17. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 16. febrúar, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Arkís ehf. dags. 20.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Faldarhvarfs 15-17. Í breytingunni felst að farið er með svalir 1,8 m út fyrir byggingarreit á suðurhlið húsanna sbr. uppdrætti dags. 24.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Faldarhvarfs 11, 12 og 13 ásamt Faxahvarfi 1 og 3. Kynningu lauk 22.1.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

25.1511136 - Glaðheimar - austurhluti. Hönnun bæjarlands.

Frá skipulagsstjóra, dags. 16. febrúar, lögð fram tillaga Landark ehf., dags. 14.12.2015, að nánari útfærslu deiliskipulags bæjarrýmis í Glaðheimum - austurhluta. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða útfærslu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

Fundi slitið.