Lögð fram tillaga Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 64 við Austurkór. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 17. desember 2009. Vísað er í gildandi deiliskipulag fyrir Rjúpnahæð, austurhluta samþykkt í bæjarráði 7. september 2006. Í framlagðri tillögu er byggingarreitur stækkaður til norðvestur, norðaustur og suðausturs. Byggingarreitur hækkar á hluta þaks um 0,7 metra en hámarkshæð hússins miðað við leyfilega aðkomuhæð lækkar um 0.5 metra. Bílgeymsla verður á neðri hæð hússins í stað efri hæðar. Aðkoma að bílgeymslu breytist jafnframt. Lóð stækkar úr 842 m2 í 1015 m2 og heildarflatarmál húss eykst um 95 m2. Nýtingarhlutfall breytist úr 0,47 í 0,49.
Á fundi skipulagsnefndar þann 15. desember 2009 var samþykkt í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 að senda ofangreinda breytingu í kynningu til lóðarhafa Austurkórs 56, 58, 60, 62, 66, 68 og 70. Kynningartími stóð frá 18. desember 2009 til 21. janúar 2010. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 var tillagan lögð fram að nýju. Skipulagsnefnd hafnaði að breyta deiliskipulagi umræddrar lóðar og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Á fundi bæjarráðs 18. febrúar 2010 var tillögunni vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.