Bæjarstjórn

1011. fundur 23. febrúar 2010 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1002008 - Bæjarráð 11/2

2537. fundur

Til máls tóku Guðríður Arnardóttir um lið 22, Ármann Kr. Ólafsson um lið 22 og Ólafur Þór Gunnarsson um liði 22 og 17.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

2.1002018 - Bæjarráð 18/2

2538. fundur

Til máls tóku Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um lið 11, Ómar Stefánsson um lið 11 og Ólafur Þór Gunnarsson um lið 11, og lagði hann til að erindinu yrði vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu. Forseti óskaði eftir heimild fundarins til að gefa sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs orðið og var það samþykkt.

Hlé var gert á fundi kl. 16.33 og fundi var fram haldið kl. 16.37.

Því næst tók til máls Birgir H Sigurðsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, um lið 11. Þá tóku til máls Guðríður Arnardóttir um liði 11 og 40, Jón Júlíusson um lið 11 og Ólafur Þór Gunnarsson um lið 40.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

3.1002014 - Byggingarnefnd 16/2

1312. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

4.1002013 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 16/2

Fskj. 1/2010

Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa samþykktar án umræðu.

5.1001021 - Atvinnu- og upplýsinganefnd 3/2

322. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

6.1001025 - Félagsmálaráð 2/2

1277. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1002010 - Félagsmálaráð 16/2

1278. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1002002 - Skipulagsnefnd 16/2

1175. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.1002005 - Skólanefnd 8/2

3. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1001151 - Fundargerð skólanefndar MK 10/2

7. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

11.1001152 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 4/2

Bæjarstjórn samþykkir einróma ósk sveitarfélagsins Voga um þátttöku í stjórn Reykjanesfólkvangs undir lið 3.

 

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

12.902033 - Fundargerð stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga 27/11

769. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.902033 - Fundargerð stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga 11/12

770. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

14.1002171 - Fundargerð stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga 29/1

771. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

15.901307 - Fundargerð stjórnar SSH 7/12

344. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

16.1001153 - Fundargerð stjórnar SSH 11/1

345. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

17.1001153 - Fundargerð stjórnar SSH 1/2

346. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

18.912635 - Austurkór 64, breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 64 við Austurkór. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 17. desember 2009. Vísað er í gildandi deiliskipulag fyrir Rjúpnahæð, austurhluta samþykkt í bæjarráði 7. september 2006. Í framlagðri tillögu er byggingarreitur stækkaður til norðvestur, norðaustur og suðausturs. Byggingarreitur hækkar á hluta þaks um 0,7 metra en hámarkshæð hússins miðað við leyfilega aðkomuhæð lækkar um 0.5 metra. Bílgeymsla verður á neðri hæð hússins í stað efri hæðar. Aðkoma að bílgeymslu breytist jafnframt. Lóð stækkar úr 842 m2 í 1015 m2 og heildarflatarmál húss eykst um 95 m2. Nýtingarhlutfall breytist úr 0,47 í 0,49.

Á fundi skipulagsnefndar þann 15. desember 2009 var samþykkt í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 að senda ofangreinda breytingu í kynningu til lóðarhafa Austurkórs 56, 58, 60, 62, 66, 68 og 70. Kynningartími stóð frá 18. desember 2009 til 21. janúar 2010. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 var tillagan lögð fram að nýju. Skipulagsnefnd hafnaði að breyta deiliskipulagi umræddrar lóðar og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Á fundi bæjarráðs 18. febrúar 2010 var tillögunni vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tók Birgir H Sigurðsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, og gerði hann grein fyrir tillögunni.

Þá tók til máls Jón Júlíusson og lagði hann fram eftirfarandi bókun:

""Tillaga sú sem liggur hér fyrir fundinum til samþykktar, breyting á deiliskipulagi lóðar Austurkórs 64, er að koma hér inn til afgreiðslu í þriðja sinn á rúmum tveimur árum.

Tillagan er nær óbreytt frá fyrstu tillögu lóðarhafa frá 27. nóvember 2007 en henni  var hafnað af skipulagsnefnd og bæjarráði í apríl 2009.

Fulltrúar Samfylkingarinnar hafna fyrirliggjandi breytingartillögu á þeim forsendum að engin skipulagsleg rök liggja fyrir breytingu á nýsamþykktu deiliskipulagi hverfisins jafnframt því að með samþykkt tillögunnar er verið að gefa slæmt fordæmi fyrir skipulag í framtíðinni.

 

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Jón Júlíusson, Flosi Eiríksson""

 

Þá tók til máls Ólafur Þór Gunnarsson og óskaði hann fært til bókar að hann tæki undir bókun áheyrnarfulltrúa VG í skipulagsnefnd.

 

Því næst tóku til máls Margrét Björnsdóttir, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, Ragnheiður K. Guðmundsdóttir, Flosi Eiríksson, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri og Ólafur Þór Gunnarsson.

Forseti bar undir fundinn framlagða tillögu. Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með sex atkvæðum gegn fimm.

19.1002063 - Kosningar í bæjarstjórn 23.02.2010

Ármann Kr. Ólafsson kjörinn formaður atvinnu- og upplýsinganefndar í stað Jóhönnu Thorsteinsson.

Fundi slitið - kl. 18:00.