Bæjarstjórn

1013. fundur 23. mars 2010 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1003007 - Bæjarráð 11/3

2541. fundur

Til máls tók Guðríður Arnardóttir um liði 12 og 26. Þá tók til máls Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um lið 12.

 

Kl. 16.14. tók Ármann Kr. Ólafsson sæti á fundinum og tók við stjórn fundarins.

 

Þá tók til máls Ómar Stefánsson um liði 12 og 26.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

2.1003014 - Bæjarráð 18/3

2542. fundur

Til máls tók Ólafur Þór Gunnarsson um liði 28 og 33 og lagði fram eftirfarandi bókun:

""Vinstri græn harma þá ákvörðun meirihlutans í bæjarstjórn Kópavogs, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, að knýja fram með meirihlutavaldi ákvarðanir sem lúta að fjárhagsáætlun bæjarins með ráðningu almanntengils, án samráðs við minnihlutaflokkana. Með því rýfur meirihlutinn þá sátt sem var um fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Allir flokkar sem komu saman að því á haustmánuðum að ljúka fjárhagsáætlun í fullri sátt, og bókuðu í sameiningu þá fyrirvara sem um áætlunina ættu að vera. Þessi sátt hefur nú verið rofin af núverandi meirihluta.

Ólafur Þór Gunnarsson""

 

Þá fjallaði Ólafur Þór um liði 37 og 47. Þá tók til máls Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um liði 37, 33, 28, 2 og 3. Því næst tóku til máls Guðríður Arnardóttir um liði 33, 6, 15, 19 og 7, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um liði 33, 6, 15 og 19, Ómar Stefánsson um liði 2, 3 og 33 og lagði fram eftirfarandi bókun:

""Sátt var um fjárhagsáætlun og þar var starf forstöðumanns almannatengsla meðal fjölda annarra starfa. Engin breyting er þar á. Því er útilokað að tala um að sátt sé rofin.

Ómar Stefánsson""

Þá ræddi Ómar einnig lið 47. Því næst tóku til máls Gunnar Ingi Birgisson um liði 19 og 28, Ingibjörg Hinriksdóttir um liði 15, 28 og 33, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um liði 28 og 15, Ármann Kr. Ólafsson um liði 2, 3, 15, 19 og 24, Gunnar Ingi Birgisson um liði 28 og 33, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 33, 19 og 28, Hafsteinn Karlsson um liði 2, 3, 28 og 24 og lagði fram eftirfarandi bókun:

""Í ljósi fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar og nauðsynlegrar endurskipulagningar og forgangsröðunar í verkefnum bæjarins teljum við eðlilegt að frekari vinnu við vottað gæðakerfi verði frestað. Þrátt fyrir það er ekkert því til fyrirstöðu að starfsmenn bæjarins vinni eftir þeim verkferlum sem fyrir liggja nú þegar.

Hafsteinn Karlsson, Guðríður Arnardóttir, Jón Júlíusson, Ingibjörg Hinriksdóttir""

 

Þá tók til máls Ómar Stefánsson um lið 28.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

3.911159 - Skógarlind 1, staða framkvæmda.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs um dagsektir á lóðarhafa Skógarlindar 1 með tíu samhljóða atkvæðum.

4.1002167 - Hagasmári 3, staða framkvæmda.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs um dagsektir á lóðarhafa Hagasmára 3 með tíu samhljóða atkvæðum.

5.912700 - Gulaþing 3, breytt deiliskipulag

Bæjarstjórn hafnar erindinu með fimm greiddum atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

6.908109 - Gæðastefna Kópavogsbæjar

Bæjarráð vísar gæðastefnunni til afgreiðslu bæjarstjórnar, sbr. lið 24 í fundargerð bæjarráðs 18/3.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að gæðastefnu með sex greiddum atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

7.1003011 - Byggingarnefnd 16/3

1313. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

8.1003008 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 16/3

Fskj. 2/2010

Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa samþykktar án umræðu.

9.1003006 - Ferlinefnd 22/2

133. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1003010 - Félagsmálaráð 16/3

1280. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

11.1001150 - Fundargerð heilbrigðisnefndar 1/3

147. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

12.1003004 - Íþrótta- og tómstundaráð 8/3

246. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1002011 - Jafnréttisnefnd 2/2

288. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

14.1003002 - Jafnréttisnefnd 9/3

289. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

15.1002024 - Lista- og menningarráð 2/3

352. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

16.1003001 - Skipulagsnefnd 16/3

1176. fundur

Til máls tóku Jón Júlíusson um liði 3, 5 og 15, Ómar Stefánsson um liði 3 og 9, Jón Júlíusson um lið 3 og 9, Ómar Stefánsson um liði 3 og 9 og Guðríður Arnardóttir um lið 3. Þá óskaði Ómar Stefánsson eftir því að bera af sér sakir. Þá tók til máls Ármann Kr. Ólafsson um lið 3.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

17.910051 - Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns 19/11 2009

58. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

18.910051 - Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns 15/12 2009

59. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

19.1001154 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða hbsv. 5/3

303. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

20.1001156 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 1/3

270. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

21.1001157 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 3/3

134. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

22.907068 - Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Kópavogs 20/8 2009

58. fundur
Fundargerðin afgreidd án umræðu.

23.907068 - Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Kópavogs 19/10 2009

59. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

24.1003097 - Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Kópavogs 5/1

60. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

25.1003047 - Kosningar

Gunnar Ingi Birgisson var kjörinn í bæjarráð í stað Sigurrósar Þorgrímsdóttur.

Sigurbjörg Vilmundardóttir var kjörin formaður félagsmálaráðs í stað Ármanns Kr. Ólafssonar.

Sigurrós Þorgrímsdóttir var kjörin aðalmaður í félagsmálaráð í stað Ármanns Kr. Ólafssonar.

Sigurrós Þorgrímsdóttir var kjörin í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í stað Ármanns Kr. Ólafssonar.

Sigurjón Örn Þórsson var kjörinn formaður skipulagsnefndar í stað Ómars Stefánssonar.

Fundi slitið - kl. 18:00.