Bæjarstjórn

1102. fundur 23. september 2014 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1102649 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, endurskoðun

Lagðar fram að nýju tillögur stýrihóps um endurskoðun á vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.
Hlé var gert á fundi kl. 16:08. Fundi var fram haldið kl. 16:10.

Bæjarstjórn samþykkir tillögur stýrihópsins um að auglýsa tillögur að mörkum vatnsverndarsvæða og endurskoðaða heilbrigðissamþykkt með 11 atkvæðum.

2.1409402 - Innritun barna í skóla tvisvar á ári. Tillaga frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar

Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar:
"Bæjarstjórn Kopavogs láti skoða kosti og galla þess að innrita börn í grunnskóla og leikskóla bæjarins tvisvar á ári. Tillagan og greinargerðin verði kynnt skólastjórnendum leik- og grunnskóla í Kópavogi og leitað umsagnar þeirra. Skýrsla verði lögð fyrir bæjarstjórn Kópavogs eigi síðar en á fyrsta fundi bæjarstjórnar í desember 2014.
Pétur Hrafn Sigurðsson Ása Richardsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 17:38. Fundi var fram haldið kl. 18:05.

Bæjarstjórn samþykkir með tíu atkvæðum að fela menntasviði að skoða kosti og galla þess að innrita börn í grunnskóla og leikskóla bæjarins tvisvar á ári. Greinargerð þar um verði lögð fyrir bæjarstjórn á fundi í apríl 2015. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.

3.1409411 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 23. september 2014

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 11. og 18. september, byggingarfulltrúa frá 28. ágúst og 4. september, félagsmálaráðs frá 8. september, forsætisnefndar frá 19. september, forvarna- og frístundanefndar frá 10. september, leikskólanefndar frá 9. september, lista- og menningarráðs frá 29. ágúst og 11. september, skipulagsnefndar frá 15. september, skólanefndar frá 15. september, skólanefndar MK frá 2. september, stjórnar SSH frá 1. september, eigendafundar Sorpu bs. frá 1. september, eigendafundar Strætó bs. frá 2. desember 2013 og 1. september 2014.
Lagt fram.

4.1409006 - Bæjarráð, 11. september

2742. fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.

5.1408110 - 6 mánaða uppgjör

Lagt fram 6 mánaða uppgjör Kópavogsbæjar
Lagt fram.

6.1409010 - Bæjarráð, 18. september

2743. fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.

7.1405447 - Faxahvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, dags. 20.5.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Faxahvarfs 10. Í breytingunni felst að byggja þak yfir geymsluport þannig að þak íbúðarhúss verði framlengt yfir núverandi geymsluport sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 20.5.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20. maí 2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Faxahvarfs 1, 3, 12, Fákahvarfs 9, 11 og 13. Kynningu lauk 29. ágúst 2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með 11 atkvæðum.

8.1407257 - Glaðheimar gatnagerð

Lögð fram tillaga að framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð á reit 2 í Glaðheimum dags. 12.9.2014.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

9.1409155 - Álmakór 17. Hækkun götukóta.

Lagt fram erindi Ingvars Hreinssonar dags. 28. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir því að endi götunnar verði hækkaður um 30-40cm. Ástæða hækkunar er sú að húsið við Álmakór 17 stendur hátt í lóðinni sbr. erindi.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með 10 atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

10.1408016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 28. ágúst

126. fundargerð í 3 liðum.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 greiddum atkvæðum.

11.1409002 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 4. september

127. fundargerð í 8 liðum.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 greiddum atkvæðum.

12.1408011 - Félagsmálaráð, 8. september

1375. fundargerð í 19. liðum.
Lagt fram.

13.1409014 - Forsætisnefnd, 19. september

29. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

14.1408009 - Forvarna- og frístundanefnd, 10. september

23. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

15.1409004 - Leikskólanefnd, 9. september

50. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

16.1408015 - Lista- og menningarráð, 29. ágúst

30. fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

17.1409008 - Lista- og menningarráð, 11. september

31. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

18.1409005 - Skipulagsnefnd, 15. september

1244. fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.

19.1409007 - Skólanefnd, 15. september

74. fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

20.1401102 - Skólanefnd MK, 2. september

8. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

21.1401107 - Stjórn SSH, 1. september

405. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

22.1401114 - Eigendafundir Sorpu bs., 1. september

5. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

23.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 12. september

341. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

24.1309084 - Eigendafundir Strætó bs., 2. desember 2013

2. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

25.1401116 - Eigendafundir Strætó bs., 1. september

3. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundi slitið.