Bæjarstjórn

1091. fundur 25. febrúar 2014 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
 • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
 • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
 • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
 • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Jóhann Ísberg varafulltrúi
 • Kjartan Sigurgeirsson varafulltrúi
 • Elfur Logadóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1402764 - Endurfjármögnun lánalínu.

Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 19. febrúar, varðandi endurfjármögnun lánalínu.

Kl. 16:07 mætti Jóhann Ísberg til fundar.

Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkir með ellefu atkvæðum að taka lán hjá Íslandsbanka hf. að fjárhæð kr. 2.700.000.000,- sem er óverðtryggt skuldabréf til 5 ára sbr. tilboð dags. 6. febrúar 2014.  

Jafnframt er bæjarstjóra, Ármanni Kr. Ólafssyni, kt. 170766-5049 og/eða fjármálastjóra, Ingólfi Arnarsyni, kt. 050656-3149, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamninga við Íslandsbanka hf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

2.1402845 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 25. febrúar 2014.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 13. og 20. febrúar, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 11. febrúar, félagsmálaráðs frá 18. febrúar, forsætisnefndar frá 20. febrúar, íþróttaráðs frá 13. febrúar, leikskólanefndar frá 18. febrúar, skipulagsnefndar frá 18. febrúar, skólanefndar MK frá 12. febrúar, svæðisskipulagsnefndar hbsv. frá 14. febrúar, og umhverfis- og samgöngunefndar frá 17. febrúar.

Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 17:25. Fundi var framhaldið kl. 17:30.

3.1402007 - Bæjarráð, 13. febrúar

2719. fundargerð í 16 liðum.

Lagt fram.

4.1402403 - Endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda 2014 á greiddum lífeyri úr sjóðnum

Frá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, dags. 10. febrúar, upplýsingar um endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri úr sjóðnum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir með tíu samhljóða atvkæðum að endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á lífeyri árið 2014 vegna Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar verði 58% sbr. framlagt álit tryggingarstærðfræðings og tillögu stjórnar sjóðsins. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

5.1402013 - Bæjarráð, 20. febrúar

2720. fundargerð í 31 lið.

Lagt fram.

6.1402462 - Reglur um fjárhagsaðstoð. Endurskoðun 18. og 31. gr. Febrúar 2014

Félagsmálaráð samþykkti á fundi sínum 18.02.2014 meðfylgjandi tillögur um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir með ellefu atkvæðum tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð.

7.1311395 - Hávegur 15. Viðbygging.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Björgvins Halldórssonar, byggingarfræðings, f.h. lóðarhafa. Óskað var eftir að byggja þakrými yfir bílskúr og tengibyggingu, ásamt breytingu útbyggingar á vesturhlið og þaki, úr tvíhalla þaki í einhalla þak sbr. uppdrátt dags. 1.11.2013 í mkv. 1:500. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Hávegar 13; Meltraðar 8 og 10 ásamt Álfhólsvegar 30, 30a og 32. Kynningu lauk 6. febrúar 2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið  með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

8.1402522 - Þrymsalir 1. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi ES Teiknistofu, dags. 3.2.2014, f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Þrymsala 1. Í breytingunni felst að skipta þegar byggðu einbýlishúsi í tvö sérbýli sbr. uppdrátt dags. 3.2.2014.
Hafnað. Ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu  með tíu atkvæðum gegn einu.

9.1310506 - Langabrekka 2. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Fagsmíðar ehf., dags. 28.11.2013, varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni við Löngubrekku 2. Í breytingunni felst að reisa þriggja hæða hús með sex íbúðum alls. Byggingarreitur minnkar úr 276m2 í 248m2. Gert er ráð fyrir breytilegri hæð á þaki. Hæð yfir aðkomuhæð er frá 5,45m til 6,50m. Þak er tvíhalla, mænisstefna samsíða Löngubrekku. Farið er lítillega út fyrir og upp fyrir samþykktan byggingarreit. Nýtingarhlutfall verður 0,68 með kjallara en gildandi skipulag gerði ráð fyrir 0,77 í nýtingarhlutfall með kjallara. Bílastæði á lóð verða 10 í heildina, fimm þeirra við Löngubrekku, fimm við Laufbrekku sbr. uppdrátt dags. 28.11.2013. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum við Löngubrekku 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 11 og 13; Laufbrekku 1, 1a og 3; Lyngbrekku 1, 1a og 2. Kynningu lauk 24.1.2014. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Þá lagt fram erindi frá Fagsmíði ehf dags. 24.10.2013
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.2.2014.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu  með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

10.1204112 - Álfhólsvegur 111. Nýbygging. Deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21.1.2014 var erindi um breytingu að Álfhólsvegi 111 frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.
Lagt fram minnisblað dags. 5.2.2014 þar sem greint er frá samráðsfundi sem haldinn var með lóðarhöfum Álfhólsvegar 113 og hönnuði tillögunnar.
Þá lögð fram breytt tillaga að nýbyggingu við Álfhólsveg 113. Tillagan nú felst í því að færa nýbyggingu 1m til suðurs og 0,5m til vesturs. Að öðru leyti er ný tillaga óbreytt frá kynntri tillögu dags. 11.13.2013
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

11.1310511 - Álmakór 19. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar var afgreiðslu erindis vegna breytts deiliskipulags að Álmakór 19 frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.2.2014 ásamt minnisblaði frá samráðsfundi sem haldinn var 4.2.2014
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið  með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

12.1205205 - Heimalind 24 - Viðbygging

Á fundi skipulagsnefndar 21.1.2014 var afgreiðslu erindis um breytt deiliskipulag Heimalindar 24 frestað og var skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.2.2014.
Samþykkt með tilvísan í ofangreinda umsögn skipulags- og byggingardeildar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið einróma með ellefu atkvæðum.

13.1311005 - Markavegur 2-3. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21.1.2014 var afgreiðslu erindis um breytt deiliskipulag Markavegar 2-3 frestað og var skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.2.2014.
Samþykkt með þeim breytingum að gólfkóti fyrirhugaðrar byggingar verði 101,8 og hámarkshæð mænis 106,13 og fyrir liggi samkomulag milli aðliggjandi lóðarhafa um frágang á lóðamörkum.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið einróma með ellefu greiddum atkvæðum.

14.1309370 - Lundur 22. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 10.12.2013 var afgreiðslu erindis vegna breytts deiliskipulags Lundar 22 frestað. Skipulagsnefnd fól skipulags- og byggingardeild að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.2.2014.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með ellefu atkvæðum.

15.1304430 - Nafnanefnd, strætóskýli og hringtorg

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að nöfnum hringtorga í Kópavogi og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að nöfnum hringtorga í Kópavogi með átta atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

16.1402005 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 11. febrúar

104. fundargerð í 11 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma með ellefu atkvæðum.

17.1402010 - Félagsmálaráð, 18. febrúar

1365. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

18.1402015 - Forsætisnefnd, 20. febrúar

16. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

19.1402002 - Íþróttaráð, 13. febrúar

32. fundargerð í 13 liðum.

Lagt fram.

20.1402009 - Leikskólanefnd, 18. febrúar

45. fundargerð í 15 liðum.

Lagt fram.

21.1402006 - Skipulagsnefnd, 18. febrúar

1236. fundargerð í 23 liðum.

Lagt fram.

22.1401102 - Skólanefnd MK, 12. febrúar

5. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

23.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv., 14. febrúar

42. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

24.1401010 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 17. febrúar.

45. fundargerð í 18 liðum.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.