Bæjarstjórn

1061. fundur 26. júní 2012 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð varafulltrúi
  • Páll Magnússon
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1206021 - Félagsmálaráð, 19. júní

1332. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

2.1206005 - Forvarna- og frístundanefnd, 7. júní

10. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

3.1206023 - Framkvæmdaráð, 20. júní

33. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

4.1205024 - Íþróttaráð, 6. júní

13. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

5.1206009 - Skipulagsnefnd, 19. júní

1211. fundur

Til máls tóku Ómar Stefánsson um lið 26 og Ólafur Þór Gunnarsson um liði 26 og 25.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

6.1206020 - Skólanefnd, 18. júní

45. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1205409 - Starfshópur um Kópavogstún o.fl., 7. júní

8. fundur

Til máls tóku Margrét Björnsdóttir, Gunnar Ingi Birgisson, Ólafur Þór Gunnarsson, Ómar Stefánsson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og Margrét Björnsdóttir.

Hlé var gert á fundi kl. 19:00. Fundi var fram haldið kl. 19:30.

Kl. 19:30 vék Aðalsteinn Jónsson af fundi og tók Karen Halldórsdóttir sæti hans.

Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson, Gunnar Ingi Birgisson, sem óskaði eftir upplýsingum um áfallinn kostnað vegna verkefnisins fyrstu sex mánuði ársins, Margrét Björnsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, og lagði til að greinargerðinni yrði vísað til umsagnar atvinnu- og þróunarráðs og til bæjarráðs til úrvinnslu, Ómar Stefánsson og Hjálmar Hjálmarsson, um lið 1.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

8.1205409 - Skýrsla starfshóps um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið.

Lögð fram lokaskýrsla starfshópsins, dags. 22. júní, ásamt fylgiskjölum.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að vísa skýrslunni til umsagnar atvinnu- og þróunarráðs og til bæjarráðs til úrvinnslu.

9.1206015 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 18. júní

22. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1006240 - Kosningar í bæjarráð 2012

Kosningar skv. 57. gr. bæjarmálasamþykktar til eins árs, fimm fulltrúar.

Kosningu hlutu:

Af A- lista:  Rannveig Ásgeirsdóttir

                    Ármann Kr. Ólafsson

                    Ómar Stefánsson

Af B- lista:  Guðríður Arnardóttir

                    Ólafur Þór Gunnarsson

Áheyrnarfulltrúi: Hjálmar Hjálmarsson

11.1006278 - Kosning forseta, varaforseta og skrifara 2012

Kosning forseta, 1. og 2. varaforseta, tveggja skrifara og varamanna þeirra.

Margrét Björnsdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar.

Aðalsteinn Jónsson var kjörinn 1. varaforseti.

Gunnar I. Birgisson var kjörinn 2. varaforseti.

Kosning tveggja skrifara og jafnmargra til vara úr hópi bæjarfulltrúa:

Kosningu hlutu Rannveig Ásgeirsdóttir og Pétur Ólafsson, til vara Aðalsteinn Jónsson og Hjálmar Hjálmarsson.

12.1006258 - Kosningar í stjórn lífeyrissjóðs 2010 - 2014

Kosning tveggja aðalmanna og tveggja varamanna í stjórn lífeyrissjóðs.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn: Sverrir Óskarsson og Guðríður Arnardóttir.

Varamenn: Margrét Björnsdóttir og Hafsteinn Karlsson.

13.1103100 - Kosningar í forvarna- og frístundanefnd 2011

Kosning varamanns í forvarna- og frístundanefnd í stað Guðmundar Freys Sveinssonar.

Jóna Benný Kristjánsdóttir, Furugrund 76, var kosin varamaður í forvarna- og frístundanefnd í stað Guðmundar Freys Sveinssonar.

14.1006267 - Kosningar í stjórn Sorpu bs. 2010 - 2014

Kosning aðalmanns og varamanns í stjórn Sorpu bs., skipun til tveggja ára.

Kosningu hlutu:

Aðalmaður: Ómar Stefánsson

Varamaður: Aðalsteinn Jónsson

15.1103160 - Kosningar í hverfakjörstjórnir

Helgi Þór Jónasson kjörinn varamaður í hverfiskjörstjórn í Kórnum í stað Eiríks Ólafssonar.

16.1203295 - Tillögur starfshóps um vinnulag og vinnubrögð bæjarstjórnar.

Lagðar fram tillögur starfshóps, dags. 22. júní.

Til máls tóku Karen Halldórsdóttir, Gunnar Ingi Birgisson og Ólafur Þór Gunnarsson, lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarstjórn samþykkir að fela starfshópi um vinnubrögð bæjarstjórnar að fullvinna tillögur að breytingu á bæjarmálasamþykkt í samvinnu við bæjarritara og skila þeim fyrir 15. október 2012.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Þá tóku til máls Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og Ómar Stefánsson. Hlé var gert á fundi kl. 21:30. Fundi var fram haldið kl. 21:35. Þá tóku til máls Pétur Ólafsson, Hjálmar Hjálmarsson, Karen Halldórsdóttir, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir og Pétur Ólafsson.

Hlé var gert á fundi kl. 22:05. Fundi var fram haldið kl. 22:12.

Ómar Stefánsson og Gunnar Ingi Birgisson óskuðu eftir að gerast meðflutningsmenn að tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar á afgreiðslu á tillögum starfshópsins.

Bæjarstjórn samþykkir einróma tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar, Ómars Stefánsson og Gunnars Inga Birgissonar.

17.1206484 - Tillaga að gjaldfrjálsum aðgangi eldri borgara í sundlaugar Kópavogs

Gunnar I. Birgisson, leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að eldri borgarar 70 ára og eldri fái gjaldfrjálsan aðgang að sundstöðum Kópavogsbæjar frá og með 1. júlí 2012.

Greinargerð
Það er mjög mikilvægt að Kópavogsbær hvetji til aukinnar heilsuræktar eldri borgara. Slíkt bætir líðan fólks og sparar samfélaginu mikla fjármuni með bættri heilsu eldri borgara.

Eftir að Kópavogsbær hóf að taka gjald fyrir sundferðir eldri borgara í sundlaugum bæjarins hafa margir farið í sundlaugar nágrannasveitarfélaganna þar sem slík þjónusta er gjaldfrjáls. Kostnaður bæjarsjóðs vegna þessarar tillögu er óverulegur og gæti numið um 5 milljónum króna á ársgrundvelli.

Gunnar Ingi Birgisson"

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson, Hjálmar Hjálmarsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Gunnar Ingi Birgisson, Hjálmar Hjálmarsson, Ómar Stefánsson og Hjálmar Hjálmarsson sem óskaði eftir að bera af sér sakir. Þá tóku til máls Ólafur Þór Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, sem lagði til að tillögunni yrði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2013, Gunnar Ingi Birgisson og Ómar Stefánsson sem óskaði eftir að bera af sér sakir. Gunnar Ingi Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Gunnar Ingi Birgisson, Pétur Ólafsson og Ómar Stefánsson tóku til máls um stjórn fundarins. Þá tóku til máls Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri.

Tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar um að vísa tillögu Gunnars Inga Birgissonar til gerðar fjárhagsáætlunar 2013 samþykkt með átta atkvæðum gegn tveimur. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

18.1206231 - Fundartímar bæjarráðs og bæjarstjórnar sumarið 2012

Forseti bar undir fundinn tillögu að sumarfundum bæjarstjórnar, sem samþykkt var í bæjarráði 14. júní, sbr. lið 18:
Lagt er til að fundartímar bæjarráðs í júlí og ágúst 2012 verði sem hér segir:

Þann 12. og 26. júlí og 9. og 23. ágúst.

Lagt er til að fundir bæjarstjórnar falli niður í júlí og ágúst.

Samkvæmt lögum nr. 138/2011 með síðari breytingum fer bæjarráð með vald bæjarstjórnar í sumarleyfi hennar en sumarleyfi bæjarstjórnar hefst að loknum yfirstandandi fundi.

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson, Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson og Ómar Stefánsson.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með tíu atkvæðum gegn einu og samþykkir sumarleyfi bæjarstjórnar frá lokum yfirstandandi fundar.

19.1206018 - Bæjarráð, 14. júní

2645. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

20.1206024 - Bæjarráð, 21. júní

2646. fundur

Til máls tóku Ólafur Þór Gunnarsson um liði 2, 17 og 39, Margrét Júlía Rafnsdóttir um lið 39 og Hjálmar Hjálmarsson um lið 28 og lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarstjórn samþykkir að atvinnulausir Kópavogsbúar og fólk sem nýtur fjárhagsaðstoðar hjá Kópavogsbæ fái  endurgjaldslausan aðgang að sundstöðum borgarinnar og frítt bókasafnskort út árið 2012.  Áætlaður kostnaður er 100 þúsund krónur. Bæjarstjóri útfæri nánar framkvæmd tillögunnar.

Hjálmar Hjálmarsson"

Þá tóku til máls Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 2, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri,  um lið 28, Hjálmar Hjálmarsson um liði 2, 10 og 23, Gunnar Ingi Birgisson um liði 23 og 10, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri um stjórn fundarins, Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 2, Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins, Margrét Júlía Rafnsdóttir um lið 23, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, sem lagði til að framlagðri tillögu Hjálmars Hjálmarsson undir lið 28 verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2013.

Þá tók Hjálmar Hjálmarsson til máls um stjórn fundarins.

Hlé var gert á fundi kl. 17:01.  Fundi var fram haldið kl. 17:04.

Til máls tók Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 2.

Hlé var gert á fundi kl. 17:05.  Fundi var fram haldið kl. 17:07.

Hjálmar Hjálmarsson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Gunnar Ingi Birgisson og Ómar Stefánsson tóku til máls um stjórn fundarins. Hjálmar Hjálmarsson óskaði eftir að bera af sér sakir.  Þá tók Gunnar Ingi Birgisson til máls um stjórn fundarins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra, um að vísa tillögu Hjálmars Hjálmarssonar til gerðar fjárhagsáætlunar 2013 með níu atkvæðum gegn einu.  Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi atkvæðagreiðsluna.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

21.1205367 - Samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana

Tillaga atvinnu- og þróunarráðs, sbr. lið 2 í fundargerð 21. júní.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma með fyrirvara um að fyrir liggi að fjármögnun sé innan fjárhagsáætlunar 2012.

22.1104299 - Reglur um stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk

Reglur um stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk, sbr. lið 5 í fundargerð 21. júní.
Bæjarráð vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir einróma reglur um stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk.

23.1206402 - Álmakór 17. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og samþykkir að úthluta Kristjáni G.Leifssyni, kt. 230873-5699, byggingarrétti á lóðinni Álmakór 17.

Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir að úthluta Kristjáni G.Leifssyni, kt. 230873-5699, byggingarrétti á lóðinni Álmakór 17.

24.1203154 - Álmakór 7 og 9. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. lið 12 í fundargerð 21. júní.

Hlé var gert á fundi kl. 17:22. Fundi var fram haldið kl. 17:23.

Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir erindið.

25.1204229 - Aflakór 1-3. Breytt deiliskipulag

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. 13 lið í fundargerð 21. júní.

Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir erindið.

26.1205195 - Þorrasalir 29. Einbýli á einni hæð.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. lið 14 í fundargerð 21. júní.

Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir erindið.

27.1206283 - Hólmaþing 5a - Breyting á lóðamörkum.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. lið 15 í fundargerð 21. júní.

Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir erindið.

28.1205200 - Vatnsendablettur 4, Fagrabrekka - Ný íbúðarlóð

Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. lið 16 í fundargerð 21. júní.

Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir erindið.

29.701177 - Vatnsendablettir 730-739. Breytt deiliskipulag

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. lið 17 í fundargerð 21. júní

Bæjarstjórn samþykkir með tíu samhljóða atkvæðum að auglýsa framlagða tillögu. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

30.1206312 - Vallakór 2 - Stækkun byggingareitar

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. lið 18 í fundargerð 21. júní.

Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir erindið.

31.1204242 - Engjaþing 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipualgsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. lið 19 í fundargerð 21. júní.

Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir að auglýsa fram lagða tillögu.

32.1206330 - Kópavogstún - Litboltavöllur

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. lið 20 í fundargerð 21. júní.

Bæjarstjórn staðfestir með níu samhljóða atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs og hafnar erindinu. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

33.1204283 - Umhverfisviðurkenningar 2012

Bæjarráð samþykkti tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar sbr. lið 24 í fundargerð 21. júní.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um götu ársins einróma.

34.1206001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 6. júní

46. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

35.1206017 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 12. júní

47. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

36.1206007 - Atvinnu- og þróunarráð, 6. júní

3. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

37.1206019 - Atvinnu- og þróunarráð, 14. júní

4. fundur

Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 1, og Hjálmar Hjálmarsson um liði 2 og 1.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

Fundi slitið - kl. 18:00.