Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 23. ágúst sl. að gengið yrði til samninga við Arionbanka um framlenginu erlendrar lánalínu og að henni yrði breytt í lán í íslenskum krónum.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að taka lán hjá Arion banka að fjárhæð allt að kr. 2.750.000.000,- til fjögurra ára, í samræmi við framlögð drög lánssamnings, frá 3. september 2012. Lánið er tekið til endurfjármögnunar á þar tilgreindum lánum sveitarfélagsins í erlendri mynt hjá Arion banka og ber lánið REIBOR vexti með 1,75% álagi.
Aukinheldur er Ármanni Kristni Ólafssyni, kt. 170766-5049, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita nefndan lánssamning við Arion banka, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."
Til máls tóku Margrét Björnsdóttir, Guðríður Arnardóttir og Hjálmar Hjálmarsson. Þá tóku Ómar Stefánsson og Hjálmar Hjálmarsson til máls um stjórn fundarins. Þá tók Guðríður Arnardóttir til máls. Því næst tóku Hafsteinn Karlsson og Ómar Stefánsson til máls um stjórn fundarins.
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.