Bæjarstjórn

1056. fundur 10. apríl 2012 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Alexander Arnarson varafulltrúi
  • Héðinn Sveinbjörnsson varafulltrúi
  • Guðmundur Freyr Sveinsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1203026 - Bæjarráð 29/3

2636. fundur

Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson um liði 16, 29 og 1, Guðríður Arnardóttir um liði 6, 2, 16 og 13 og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu undir lið 6:

?Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja til við stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að undirbúningur verði hafinn að flutningi slökkvistöðvar við Tunguháls með það að markmiði að bæta öryggi íbúa í efri byggðum Kópavogs og Reykjavíkur. Áður en undirbúningur og framkvæmdir hefjast við slökkvistöð við Skarhólabraut skal liggja fyrir tímasett aðgerðaráætlun vegna flutnings slökkvistöðvarinnar við Tunguháls.

Guðríður Arnardóttir"

Þá tóku til máls Ólafur Þór Gunnarsson um liði 1, 6, 7, 13, 29 og 28, Aðalsteinn Jónsson um liði 13 og 16, Margrét Björnsdóttir um liði 7, 13, 20, 28 og 4, Rannveig Ásgeirsdóttir um liði 8, 13, 16, 29 og 1 og Hjálmar Hjálmarsson um liði 1, 13, 16, 28 og 29,

Kl. 17:28 vék Rannveig Ásgeirsdóttir af fundi og tók Héðinn Sveinbjörnsson sæti hennar á fundinum.

Þá tók Guðríður Arnardóttir til máls um stjórn fundarins.

Hlé var gert á fundi kl. 17:45.  Fundi var fram haldið kl. 18:02.

Kl. 18:02 vék Héðinn Sveinbjörnsson af fundi.

Guðríður Arnardóttir tók til máls um stjórn fundarins.

Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 1, 6, 7, 13, 16, 17 og 28 og Alexander Arnarson um liði 5, 7, 13, 16 og 29.

Kl. 18:22 mætti Guðmundur Freyr Sveinsson til fundarins.

Hlé var gert á fundi kl. 18:31. Fundi var fram haldið kl. 19:00.

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson um liði 6, 13, 16, 29 og 28, Hafsteinn Karlsson um lið 1 og Guðríður Arnardóttir um liði 8, 4, 6, 16, 19, 20 og 29 og lagði fram eftirfarandi tillögu undir þeim lið:

"Undirrituð leggur til að tillögu Hjálmars Hjálmarssonar undir lið 29 í fundargerð bæjarráðs verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2013 enda skuli þá liggja fyrir nánari útfærsla íþróttaráðs.

Guðríður Arnardóttir"

Þá tóku til máls Ólafur Þór Gunnarsson um lið 4 og Aðalsteinn Jónsson um lið 16.

Tillaga Guðríðar Arnardóttur um lið 29 var felld með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

Ólafur Þór Gunnarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu á lið 16.

2.1203394 - Slökkvistöð í Kópavogi

Tillaga bæjarstjóra um að hafinn verði undirbúningur að flutningi slökkvistöðvar á Tunguhálsi, mál sem ágreiningur var um í bæjarráði, sbr. lið 6 í fundargerð bæjarráðs 29/3.

Eftirfarandi tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra, var lögð fram í bæjarráð þann 29. mars sl.:

?Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja til við stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að undirbúningur verði hafinn að flutningi slökkvistöðvar við Tunguháls með það að markmiði að bæta öryggi íbúa í efri byggðum Kópavogs og Reykjavíkur. Nauðsynlegt er að byrja strax að huga að nýrri staðsetningu nú þegar ákveðið hefur verið að ráðast í byggingu nýrrar slökkvistöðvar við Skarhólabraut í Mosfellsbæ.

Ármann Kr. Ólafsson"

Breytingartillaga Guðríðar Arnardóttur felld með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

Tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra, samþykkt einróma.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fulltrúar Samfylkingarinnar samþykkja tillöguna en benda á nauðsyn þess að tímasett aðgerðaráætlun liggi fyrir um flutning slökkvistöðvar við Tunguháls áður en framkvæmdir við slökkvistöð við Skarhólabraut hefjast.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Tímasett aðgerðaráætlun verður hluti af undirbúningsferlinu.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir, Aðalsteinn Jónsson, Guðmundur Freyr Sveinsson, Alexander Arnarson"

3.1112226 - Óskað eftir styrk vegna Ólympíuverkefnis

Tillaga Hjálmars Hjálmarssonar um að styrkja Kára Stein Karlsson um 1.000.000,- kr. vegna undirbúnings fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum í sumar, sem vísað var til afgreiðslu bæjarstjórnar, sbr. lið 16 í fundargerð bæjarráðs 29/3.

Hjálmar Hjálmarsson tók til máls og gerði stutta athugasemd. Gunnar Ingi Birgisson tók til máls um stjórn fundarins. Hjálmar Hjálmarsson óskaði eftir að bera af sér sakir.

Hlé var gert á fundi kl. 19:46.  Fundi var fram haldið kl. 19:48.

Óskað var eftir nafnakalli um afgreiðslu tillögunnar. Atkvæði féllu þannig:

Alexander Arnarson sagði nei,

Ármann Kr. Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei,

Guðmundur Freyr Sveinsson sagði nei,

Guðríður Arnardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun og sat hjá:

"Ég bendi á að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu þessa sömu tillögu fram þegar þeir voru í minnihluta.  Nú fella þeir hana þegar þeir raunverulega geta unnið henni fylgi.   Hér játar Sjálfstæðisflokkurinn á sig  ?popúlisma" að hætti íhaldsins og tillöguflutningur þeirra var einungis til þess fallinn að kaupa vinsældir. Undirrituð situr hjá enda hefur umræddur íþróttamaður þegar fengið 500 þús. kr. styrk frá Kópavogsbæ."

Gunnar Ingi Birgisson sagði nei,

Hafsteinn Karlsson sagði já,

Hjálmar Hjálmarsson sagði já,

Pétur Ólafsson sagði nei,

Aðalsteinn Jónsson sagði nei og

Margrét Björnsdóttir sagði nei,

Tillagan var felld með sjö atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni og einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Ólafur Þór Gunnarsson vék af fundi við afgreiðslu tillögunnar.

4.1203023 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 27/3

39. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

5.1203027 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 3/4

40. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

6.1203028 - Félagsmálaráð 3/4

1327. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1203020 - Forvarna- og frístundanefnd 29/3

8. fundur

Til máls tók Hjálmar Hjálmarsson um liði 5 og 7.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

8.1204001 - Framkvæmdaráð 4/4

28. fundur

Til máls tóku Ólafur Þór Gunnarsson um lið 8 og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 8.

Kl. 20:06 tók Rannveig Ásgeirsdóttir sæti sitt á fundinum og vék Guðmundur Freyr Sveinsson þá af fundi.

Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson um lið 8 og 1-5, Gunnar Ingi Birgisson um liði 1-5, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 1-5, Guðríður Arnardóttir um liði 1-5, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 1-5, Hjálmar Hjálmarsson um liði 1-5, Aðalsteinn Jónsson um liði 1-5, Guðríður Arnardóttir um liði 1-5, Gunnar Ingi Birgisson um liði 1-5, Hafsteinn Karlsson um liði 1-5, Gunnar Ingi Birgisson sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Guðríður Arnardóttir sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 1-5, Guðríður Arnardóttir sem óskaði eftir að bera af sér sakir og Hafsteinn Karlsson um liði 1-5.

Hlé var gert á fundi kl. 21:49. Fundi var fram haldið kl. 22:03.

Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson, Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins.

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson, Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins.

Hlé var gert á fundi kl. 21:49. Fundi var fram haldið kl. 22:03.

Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson, Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Hafsteinn Karlsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Hjálmar Hjálmarsson, Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Hafsteinn Karlsson um stjórn fundarins.

Hlé var gert á fundi kl. 22:25. Fundi var fram haldið kl. 22:39.

Guðríður Arnardóttir lagði til að liðum 1-4 verði frestað og vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs. Þá lagði Guðríður Arnardóttir fram eftirfarandi bókun:

"Hér er bókun framkvæmdaráðs breytt á milli funda án þess að bera slíka breytingu undir bæjarfulltrúa fyrirfram. Það er ákvörðun bæjarstjóra að breyta svona vinnulagi án nokkurs samráðs við fulltrúa minnihlutans og lýsir hvorki vönduðum vinnubrögðum af hans hálfu eða vilja til samstarfs.  Hér á fundinum lagði bæjarstjóri fram upplýsingar um málið þegar umræðum var lokið sem hafa verulega áhrif á afstöðu bæjarfulltrúa og mögulega afgreiðslu málsins.  Gögn sem bæjarstjóri fékk í hendur kl 16 í dag hefur hann ekki lagt fram til kynningar þrátt fyrir að ríflega 6 klukkustundir séu liðnar af fundinum heldur kýs að upplýsa bæjarstjórn um málið á síðustu metrum umræðunnar.  Slík vinnubrögð eru hvorki bæjarstjóra eða meirihlutanum til sóma.

Guðríður Arnardóttir"

Til máls tók Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um stjórn fundarins og lagði til að liðum 3 og 4 verði vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarstjórn felldi tillögu Guðríðar Arnardóttur með sex atkvæðum gegn fimm.

Bæjarstjórn samþykkti tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar um að vísa liðum 3 og 4 til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs með tíu samhljóða atkvæðum.

9.1203323 - Þorrasalir 9-11. Lóðarumsókn.

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðina Þorrasalir 9 - 11, frá Leigugörðum ehf. og MótX ehf. Dregið var um byggingarrétt skv. úthlutunarreglum Kópavogsbæjar, sbr. endurrit úr gerðarbók sýslumannsins í Kópavogi. Ýr Vésteinsdóttir, fulltrúi sýslumanns mætti til að staðfesta framkvæmd útdráttar um byggingarrétt á lóðinni. Umsókn MótX ehf. var dregin vegna lóðarinnar Þorrasala 9 - 11.

Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta MótX ehf. byggingarrétti á lóðinni Þorrasölum 9 - 11 með fyrirvara um að nýr lóðarhafi og félög tengd honum séu ekki í vanskilum við bæinn. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

10.1203361 - Þorrasalir 9-11. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðina Þorrasalir 9 - 11, frá Leigugörðum ehf. og MótX ehf. Dregið var um byggingarrétt skv. úthlutunarreglum Kópavogsbæjar, sbr. endurrit úr gerðarbók sýslumannsins í Kópavogi. Ýr Vésteinsdóttir, fulltrúi sýslumanns mætti til að staðfesta framkvæmd útdráttar um byggingarrétt á lóðinni. Umsókn MótX ehf. var dregin vegna lóðarinnar Þorrasala 9 - 11.

Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta MótX ehf. byggingarrétti á lóðinni Þorrasölum 9 - 11 með fyrirvara um að nýr lóðarhafi og félög tengd honum séu ekki í vanskilum við bæinn. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

11.1203324 - Þorrasalir 13-15. Lóðarumsókn.

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðina Þorrasalir 13 - 15, frá Leigugörðum ehf. og Skuggabyggð ehf. Dregið var um byggingarrétt skv. úthlutunarreglum Kópavogsbæjar, sbr. endurrit úr gerðarbók sýslumannsins í Kópavogi. Ýr Vésteinsdóttir, fulltrúi sýslumanns mætti til að staðfesta framkvæmd útdráttar um byggingarrétt á lóðinni. Umsókn Skuggabyggðar ehf. var dregin vegna lóðarinnar Þorrasala 13 - 15.

Bæjarstjórn vísar afgreiðslu til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

12.1203371 - Þorrasalir 13-15. Lóðarumsókn.

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðina Þorrasalir 13 - 15, frá Leigugörðum ehf. og Skuggabyggð ehf. Dregið var um byggingarrétt skv. úthlutunarreglum Kópavogsbæjar, sbr. endurrit úr gerðarbók sýslumannsins í Kópavogi. Ýr Vésteinsdóttir, fulltrúi sýslumanns mætti til að staðfesta framkvæmd útdráttar um byggingarrétt á lóðinni. Umsókn Skuggabyggðar ehf. var dregin vegna lóðarinnar Þorrasala 13 - 15.

Bæjarstjórn vísar afgreiðslu til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

13.1204033 - Austurkór 2, umsókn um lóð

Framkvæmdaráð samþykkir að úthluta Hásölum ehf. lóðinni Austurkór 2.

Bæjarstjórn samþykkir með tíu samhljóða atkvæðum að úthluta Hásölum ehf. byggingarrétti á lóðinni Austurkór 2 með fyrirvara um að nýr lóðarhafi og félög tengd honum séu ekki í vanskilum við bæinn. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

14.1103078 - Malbik

Framkvæmdaráð heimilar útboð á yfirlögnum malbiks. Jafnframt heimilar framkvæmdaráð að gengið verði inn í útboð Vegagerðarinnar við lægstbjóðanda í Reepave yfirlagnir. Framkvæmdaráð heimilar lokað útboð á malbiksefni.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

15.1204031 - Verðkönnun á sandi fyrir íþróttavelli og sandkassa

Framkvæmdaráð samþykkir að leita samninga við lægstbjóðanda um kaup á sandi, enda uppfylli hann skilyrði sem sett voru.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

16.1203022 - Leikskólanefnd 29/3

27. fundur

Til máls tók Guðríður Arnardóttir um lið 2 og lagði til að afgreiðslu á liðnum verði frestað.

Hlé var gert á fundi kl. 22:51. Fundi var fram haldið kl. 22:57.

Umræðu og afgreiðslu á lið 2 frestað.

Til máls tók Ólafur Þór Gunnarsson um lið 3.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

17.1203017 - Menningar- og þróunarráð 21/3

20. fundur

Til máls tók Pétur Ólafsson um liði 44 og 46, Hjálmar Hjálmarsson um liði 44, 1-41, Pétur Ólafsson um liði 1-41, Hjálmar Hjálmarsson sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 1-41, Hafsteinn Karlsson um liði 1-41 og Hjálmar Hjálmarsson um liði 1-41.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

18.1203016 - Skólanefnd 26/3

41. fundur

Til máls tók Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 6.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

19.1201281 - Skólanefnd MK 13/3

18. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

20.1201284 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 16/3

795. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

21.1201261 - Stjórn skíðasvæða hbsv. 12/3

323. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

22.1201288 - Stjórn Strætó bs 30/3

168. fundur

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson um liði 3, 4 og 5, Hjálmar Hjálmarsson um lið 4, Hafsteinn Karlsson um lið 4, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 4 og Pétur Ólafsson um lið 4.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

23.1203025 - Umhverfis- og samgöngunefnd 2/4

18. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

24.1202292 - Kosningar í atvinnu- og þróunarráð 2012-2014

Kosning fimm aðalmanna og fimm til vara.

Bæjarstjórn felur bæjarráði umboð til að kjósa í nefndina. Samþykkt með tíu samhljóða atkvæðum.

25.1006248 - Kosningar í félagsmálaráð 2012 - 2014

Kosning sjö aðalmanna og sjö til vara.

Bæjarstjórn felur bæjarráði umboð til að kjósa í nefndina. Samþykkt með tíu samhljóða atkvæðum.

26.1202293 - Kosningar í lista- og menningarráð 2012-2014

Kosning fimm aðalmanna og fimm til vara.

Bæjarstjórn felur bæjarráði umboð til að kjósa í nefndina. Samþykkt með tíu samhljóða atkvæðum.

27.1006252 - Kosningar í skipulagsnefnd 2012 - 2014

Kosning sjö aðalmanna og sjö til vara.

Bæjarstjórn felur bæjarráði umboð til að kjósa í nefndina. Samþykkt með tíu samhljóða atkvæðum.

28.1006253 - Kosningar í skólanefnd 2012 - 2014

Kosning sjö aðalmanna og sjö til vara.

Bæjarstjórn felur bæjarráði umboð til að kjósa í nefndina. Samþykkt með tíu samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.