Lögð fram tillaga Finns Björgvinssonar arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 16 við Akurhvarf. Almennt er vísað í gildandi deiliskipulag fyrir Vatnsenda norðursvæði, samþykkt í bæjarráði 26. júlí 2002. Í kynntri tillögu að breyttu deiliskipulagi felst að byggingarreitur íbúðarhúss stækkar til suðvesturs um 2 metra og skilgreindur er byggingarreitur í suðurhluta lóðar fyrir viðbyggingu við núverandi íbúðarhús. Byggingarreitur fyrir hesthús færist í norðvestur hluta lóðar. Aðkoma og bílastæði breytast og fjölgar bílastæðum um 12. Nýtingarhlutfall verður eftir stækkun 0.56. Kynnt tillaga er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 27. janúar 2010.
Á fundi skipulagsnefndar þann 19. janúar 2010 var samþykkt að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Akurhvarfs 1, 8, 10, 12 og 14, Asparhvarfs 7, 9, 11, 13, 14, 15, 16, 17 og 18 og Álfkonuhvarfs 19 og 21. Kynningartími stóð frá 3. febrúar 2010 til 9. mars 2010. Athugasemd barst frá lóðarhafa að Álfkonuhvarfi 21 annarri hæð.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt innsendum athugasemdum. Erindinu var frestað og skipulags- og umhverfissviði falið að taka saman umsögn varðandi innsenda athugasemd. Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 var lögð fram umsögn skipulags- og umhverfissviðs dags. 20. apríl 2010 og breytt erindi dags. 20. apríl 2010 þar sem hæð fyrirhugaðrar viðbyggingar er lækkuð um 1,2 metra. Skipulagsnefnd samþykkti breytt erindi dags. 20. apríl 2010 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og viðbygging er lækkuð í sömu hæð og núverandi íbúðarhús og vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 23. apríl 2010 var erindinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.