Bæjarstjórn

1094. fundur 08. apríl 2014 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Hjálmar Hjálmarsson lagði fram dagskrártillögu þess efnis að á dagskrá yrði tekin tillaga um framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar.

Kl. 16.08 mætti Gunnar Ingi Birgisson til fundar.

Dagskrártillagan var samþykkt með sex atkvæðum en fjórir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Einn bæjarfulltrúi var

1.1312286 - Beiðni um endurgreiðslu útlagðs sakarkostnaðar.

Hlé var gert á fundi kl. 16:20.

Fundi var fram haldið kl. 16:54.

Gunnar Ingi Birgisson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Vegna þeirra hremminga sem Sigrún Ágústa Bragadóttir lenti í kjölfar málaferla og atvinnumissis sem framkvæmdastjóri LSK samþykkir bæjarstjórn að greiða Sigrúnu Ágústu 600.000 kr. styrk.

Ómar Stefánsson"

Pétur Ólafsson lagði til að tillögu Ómars Stefánssonar verði vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Hlé var gert á fundi kl. 17:02.  Fundi var fram haldið kl. 17:05.

Hlé var gert á fundi kl. 17:07.  Fundi var fram haldið kl. 17:08.

Pétur Ólafsson dró afgreiðslutillögu sína til baka.

Tillaga Ómars Stefánssonar var samþykkt með sex atkvæðum gegn einu. Þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

2.1402281 - Húsnæðismál

Hafsteinn Karlsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn samþykkir að kaupa á þessu ári félagslegar leiguíbúðir til viðbótar við þær sem samþykktar hafa verið í fjárhagsáætlun. Fjöldi íbúðanna takmarkast við það lausafé sem kemur úr lóðaúthlutunum á árinu sem ekki kalla á mikil útgjöld.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum á almennum markaði í samstarfi við leigufélög sem ekki hafa hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að hefja nú þegar viðræður við slík félög og kanna möguleika á einhverskonar samstarfi. Einnig felur bæjarstjórn bæjarstjóra að ræða við
lífeyrissjóði um að koma að fjármögnun. Þá felur bæjarstjórn framkvæmdasviði að kanna alla möguleika á heppilegri staðsetningu almennra leiguíbúða og huga sérstaklega að möguleikum á að koma a.m.k. annarri þeirra fyrir í nágrenni Hamraborgar.
Bæjarstjóri og framkvæmdasvið skili bæjarstjórn niðurstöðum í byrjun maí."

Hafsteinn Karlsson lagði til að umræðu um tillöguna verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar. Var það samþykkt einróma.

3.1404101 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 8. apríl 2014

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 27. mars og 3. apríl, byggingarfulltrúa frá 18. og 25. mars og 1. apríl, félagsmálaráðs frá 1. apríl, forsætisnefndar frá 3. apríl, framkvæmdaráðs frá 2. apríl, heilbrigðisnefndar frá 31. mars, íþróttaráðs frá 20. mars, lista- og menningarráðs frá 20. mars, skólanefndar frá 31. mars, stjórnar Héraðsskjalasafns frá 25. mars, stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. mars, stjórnar slökkviliðs hbsv. frá 21. mars, stjórnar Strætó bs. frá 28. mars, svæðisskipulagsnefndar hbsv. frá 21. mars og umhverfis- og samgöngunefndar frá 31. mars.

Lagt fram.

4.1403020 - Bæjarráð, 27. mars

2725. fundargerð í 27 liðum.

Lagt fram.

5.1403025 - Bæjarráð, 3. apríl

2726. fundargerð í 28 liðum.

Lagt fram.

6.1403482 - Viljayfirlýsing um samstarf

Lögð fram greinargerð með kostnaðarupplýsingum, sem óskað var eftir á fundi bæjarstjórnar þann 25. mars sl., en þá var afgreiðslu viljayfirlýsingarinnar frestað.

Bæjarstjórn staðfestir viljayfirlýsingu um samstarf milli Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar um byggingu á félags- og íþróttaaðstöðu fyrir klúbbinn með sjö atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

7.1404098 - Helgarferð. Tillaga frá Ómari Stefánssyni.

Mál sem ágreiningur var um í bæjarráði þann 3. apríl:
Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða Gísla Marteini og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs og kynna fyrir honum unaðsreiti Kópavogs og staði sem gætu haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn úr 101 og öðrum heimsborgum.
Ómar Stefánsson"
Bæjarráð samþykkti tillöguna með þremur atkvæðum gegn einu.

Bæjarstjórn hafnar tillögu með fimm atkvæðum en þrír greiddu atkvæði með henni. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

8.1403016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 18. mars

109. fundargerð í 5 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma.

9.1403019 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 25. mars

110. fundargerð í 5 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma.

10.1404001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 1. apríl

111. fundargerð í 3 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma.

11.1403023 - Félagsmálaráð, 1. apríl

1368. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

12.1404004 - Forsætisnefnd, 3. mars

19. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

13.1403010 - Framkvæmdaráð, 2. apríl

62. fundargerð í 10 liðum.

Lagt fram.

14.14021039 - Austurkór 81-83, umsókn um parhúsalóð.

Borist hefur umsókn um parhúsalóðina Austurkór 81-83 frá Gunnari Bjarnasyni ehf. kt. 440693-2029. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Austurkór 81-83.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að gefa Gunnari Bjarnasyni ehf., kt. 440693-2029, kost á byggingarrétti á parhúsalóðinni Austurkór 81-83.

15.1403633 - Austurkór 155, umsókn um lóð.

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 155 frá Jóni Gunnarssyni, kt. 210956-4179. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Austurkór 155.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að gefa Jóni Gunnarssyni, kt. 210956-4179, kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 155.

16.1401094 - Heilbrigðiseftirlit, 31. mars

188. fundargerð í 9 liðum.

Lagt fram.

17.1403007 - Íþróttaráð, 20. mars

33. fundargerð í 13 liðum.

Lagt fram.

18.1403013 - Lista- og menningarráð, 20. mars

26. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

19.1403022 - Skólanefnd, 31. mars

70. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

20.1401103 - Stjórn Héraðsskjalasafns, 25. mars

87. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

21.1401106 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 21. mars

814. fundargerð í 21 lið.

Lagt fram.

22.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 21. mars

130. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

23.1401118 - Stjórn Strætó bs., 28. mars

194. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

24.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv., 21. mars

44. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

25.1403014 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 31. mars

47. fundargerð í 16 liðum.

Lagt fram.

26.1006253 - Kosningar í skólanefnd

Bergljót Kristinsdóttir kjörin aðalmaður í stað Gísla Baldvinssonar.

Fundi slitið - kl. 18:00.