Bæjarstjórn

1150. fundur 24. janúar 2017 kl. 16:00 - 17:27 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

1.1701013 - Bæjarráð - 2853. fundur frá 12.01.2017

2853. fundur í 8. liðum.
Lagt fram.

 • 1.3 1701107 Austurkór 38, umsókn um lóð.
  Frá bæjarlögmanni, dags. 9. janúar, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 38 frá Múr og Flísameistaranum ehf., kt. 490911-2350. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Niðurstaða Bæjarráð - 2853 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Múr og Flísameistaranum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 38 og vísar málinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.
 • 1.4 1701108 Austurkór 40, umsókn um lóð.
  Frá bæjarlögmanni, dags. 9. janúar, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 40 frá Múr og Flísameistaranum ehf., kt. 490911-2350. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Niðurstaða Bæjarráð - 2853 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Múr og Flísameistaranum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 40 og vísar málinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

2.1701023 - Bæjarráð - 2854. fundur frá 19.01.2017

2854. fundur í 18. liðum.
Lagt fram.

Bókun vegna liðs 3 í fundargerðinni:
"Mér vitanlega hefur aldrei farið fram formleg umræða, né gerð samþykkt um, að Borgarlínan fari um brú yfir Fossvog og eftir Kársnesi endilöngu, innan nefnda eða ráða Kópavogsbæjar.
Ólafur Þór Gunnarsson"
 • 2.3 1701521 Arakór 5, umsókn um lóð.
  Frá bæjarlögmanni, dags. 16. janúar, lögð fram umsókn um lóðina Arakór 5 frá Halldóri I. Christensen, kt. 290682-4369. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Niðurstaða Bæjarráð - 2854 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Halldóri I. Christensen kost á byggingarrétti á lóðinni Arakór 5 og vísar málinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.
 • 2.4 1701300 Austurkór 173, umsókn um lóð.
  Frá bæjarlögmanni, dags. 16. janúar, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 173 frá Maríu Rúnarsdóttur, kt. 220178-4639. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Niðurstaða Bæjarráð - 2854 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Maríu Rúnarsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 173 og vísar málinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

3.1701025 - Forsætisnefnd - 86. fundur frá 19.01.2017

86. fundur í 4. liðum.
Lagt fram.

4.1701019 - Lista- og menningarráð - 66. fundur frá 12.01.2017

66. fundur í 5. liðum.
Lagt fram.

Bæjarstjórn óskar Lista- og menningarráði og starfsmönnum menningarstofnana innilega til hamingju með verðlaunahátíðina Ljóðstaf Jóns úr Vör sem fram fór s.l. laugardag.

Fundarhlé hófst kl. 17.00, fundi fram haldið kl. 17.04.

5.1701002 - Skipulagsráð - 1. fundur frá 16.01.2017

1. fundur í 28. liðum.
Lagt fram.
 • 5.8 16051144 Austurkór 177. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju tillaga Stefáns Ingólfssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa um að reisa einbýlishús á einni hæð án kjallara á lóðinni Austurkór 177 auk þess að lækka botnplötu um 27 cm, samanlagt 205 m2 að grunnfletri. Uppdrættir í mælikvarða 1:100 og 1:500 dags. 20 maí 2016.
  Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Austurkór 157, 167, 169, 171, 173, 175, 179, 181, 183, 185. Kynningu lauk 23. desember 2016. Engar athugasemdir og ábendingar bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 1 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 5.9 1611459 Álmakór 2. Breyting á deiliskipulagi.
  Lögð fram að nýju tillaga Luigi Bartolozzi, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Álmakór. Í breytingunni felst að hámarks vegghæð hækkar um 0,4 m. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 18. nóvember 2016.
  Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndakynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álmakórs 1, 3 og 4. Kynningartíma lauk 30. desember 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 1 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 5.10 16061213 Fjallalind 94. Breyting á deiliskipulagi.
  Frá byggingarfulltrúa:
  Lögð fram að nýju tillaga Stefáns Ingólfssonar arkitekts, dagsett 30. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að byggja sólpall, kalda geymslu og setlaug að Fjallalind 94. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100.
  Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fjallalindar 92, 96 og 98. Kynningu lauk 5. desember 2016. Engar athugasemdir og ábendingar bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 1 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 5.11 1610247 Dalaþing 26. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Dalaþings 26 dags. 12. október 2016 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á 2 hæðum verði byggt parhús á tveimur hæðum, byggingarreitur færist ekki til, grunnflötur fyrirhugaðs húss er leyfilegur 260 m2 að grunnfleti með heildarbyggingarmagn að 400 m2. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 13, 15, 17, 19, 20, 21, 23, 24, 25, 27, 28, 30, 32, 34, 36. Kynningartíma lauk 19. desember 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 1 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 5.12 1611552 Álmakór 6. Breyting á deiliskipulagi.
  Lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Álmakórs 6. Í breytingunni felst að vegghæð hækkar úr 3,6 m í 4,1 m; hámarkshæð hússins lækkar úr 7,5 m í 6, 3 m; gert er ráð fyrir skyggni 1,2 m x 13,5 m út fyrir byggingarreit á suðurhlið og glerskála á vesturhlið hússins. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 28.október 2016. Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndakynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álmakórs 3, 4, 5 og 8. Þá lagður fram kynningaruppdráttur með árituðu samþykki ofangreindra lóðarhafa við Álmakór. Niðurstaða Skipulagsráð - 1 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 5.13 1701368 Gulaþing 19. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Gulaþing 19. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á tveimur hæðum verður byggt einbýlishús á einni hæð liðlega 190 m2 að grunnfleti. Fyrirhuguð bygging mun jafnframt ná um 50 sm út úr innri byggingareit til vesturs, um 3 m út úr innri byggingarreit til suðurs og norðurs. Aðkomuhæðir breytast þannig að fyrir bílskúr er gólfkóti áætlaður 89,80; fyrir anddyri 90,65 og fyrir íbúð 91.84. Uppdrættir í mkv. 1:200 dags. í janúar 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 1 Skipulagsnefnd samþykkir erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 5.20 1605472 Holtagerði 8. Kynning á byggingarleyfi.
  Frá byggingarfulltrúa:
  Lagt fram að nýju erindi Teiknistofunnar Kvarða, dags. 7.4.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á Holtagerði 8. Í breyingunni felst að nýta þak bílskúrs fyrir svalir og reisa skjólgirðingu kringum svalir, 1,5 - 1,8 metra á hæð sbr. uppdráttum dags. 7.4.2016.
  Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Holtagerðis 5, 6, 7 og 10; Kársnesbrautar 57 og 59. Þá lagt fram samþykki aðliggjandi lóðarhafa sbr. meðfylgjandi uppdrátt.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 1 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 5.21 1701362 Hólmaþing 5 og 5b. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram erindi Björns Árdal, lóðarhafa Hólmaþingi 5 dags. 13. janúar 2017 þar sem óskað er eftir að skipta 3.165 m2 lóð að Hólmaþingi 5 í tvær lóðið. Hólmaþing 5 verður eftir breytingu 2.020 m2 og lóðin að Hólmaþingi 5b verður 1.145 m2. Ný aðkoma er gerð að Hólmaþingi 5 sem færist frá Hólmaþingi að Gulaþingi. Á lóðinni að Hólmaþingi 5 verður byggingarréttur óbreyttur en á lóðinni Hólmaþingi 5b er gert ráð fyrir einbýlishúsi á einni hæð auk kjallara. Grunnflötur er áætlaður 136 m2 og samanlagður gólfflötur 272 m2. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum á lóð. Aðkoma yrði óbreytt sbr. gildandi deiliskipulag þ.e. milli Hólmaþing 3 og 7. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 13. janúar 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 1 Skipulagsnefnd samþykkir erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Ólafs Þórs Gunnarssonar.
 • 5.23 1701534 Gunnarshólmi. Endurbætur og breytingar útihúsa.
  Frá byggingarfulltrúa.
  Lagt fram erindi Dark studió dags. 24. nóvember 2016 fh. eiganda jarðarinnar Gunnarshólma. Í erindinu felst ósk um endurbætur og breytingar á hlöðu og útihúsum sem reist voru á jörðinni 1930 í veitingastað og tvær stúdóíbúðir. Uppdrættir og skýringarmyndir í mkv. 1:100 ásamt greinargerð.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 1 Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 5.24 1701507 Austurkór 50. Breyting á deiliskipulagi.
  Lagt fram erindi Stefáns Hallssonar, byggingartæknifræðings fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Austurkór 50. Í breytingunni felst að svalir fara út úr ytri byggingarreit til norðurs og vesturs sbr. uppdrætti í mkv. 1:200 og 1:100. Þá lagður fram áritaður uppdráttur með framangreindri breytingu þar sem fram kemur samþykki lóðarhafa Austurkórs 42, 44, 48 og 52. Niðurstaða Skipulagsráð - 1 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 5.26 1701367 Fossvogsdalur stígar. Breyting á deiliskipulagi.
  Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 3. desember 2016 varðandi stíga í Fossvogsdal. Í erindinu felst að skipulagsmörk deiliskipulagsins er breytt í samræmi við mörk deiliskipulags Vigdísarlundar þannig að skipulagssvæðið minnkar og nær skipulagið ekki yfir Vígdísarlund. Legu stígs sem flokkast sem aðrir stígar og liggur upp á Fossvogsveg er breytt lítillega. Einnig er tekin út landnotkunin "Skipulagi frestað". Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 12. desember 2016 ásamt greinargerð. Niðurstaða Skipulagsráð - 1 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

6.1701558 - Fundargerð 438. fundar stjórnar SSH frá 9.1.2017

438. fundur í 5. liðum.
Lagt fram.

7.1701388 - Fundargerð 257. fundar stjórnar Strætó bs. frá 06.01.2017

257. fundur í 5. liðum.
Lagt fram.

8.1612962 - Fundargerð 72. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 16.12.2016

72. fundur í 8. liðum.
Lagt fram.

9.1406270 - Kosningar í stjórn Markaðsstofu 2014-2018

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að eftirtaldir verði aðalmenn í stjórn Markaðsstofu Kópavogs:

Jón Finnbogason
Jón Halldórsson
Anna María Bjarnadóttir
Þórunn Sigurðardóttir

Fundi slitið - kl. 17:27.