Frá starfshópi um húsnæðismál Kársnesskóla, dags. 29. maí, lögð fram tillaga ásamt greinargerð um húsnæðismál Kársnesskóla þar sem lagt er til að bygging Kársnesskóla við Skólagerði verði rifin, starfsemi skólans verði í Vallargerði á meðan byggingarframkvæmdir standa yfir og að nýr starfshópur verði skipaður til að vinna að hönnun nýrrar byggingar skólans. Bæjarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar á fundi þann 1. júní sl. Einnig lögð fram bókun af fundi menntaráðs frá 9. júní sl. vegna málsins þar sem mælt er með við bæjarstjórn að samþykkja ofangreinda tillögu starfshópsins.