Bæjarstjórn

1159. fundur 13. júní 2017 kl. 16:00 - 21:07 Í bæjarstjórnarsal, Tónlistarsafni Íslands
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Ragnhildur Reynisdóttir varafulltrúi
 • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
 • Guðni Ágústsson
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Dagskrármál

1.1702352 - Skólagerði 8, Kársnesskóli, húsnæðismál.

Frá starfshópi um húsnæðismál Kársnesskóla, dags. 29. maí, lögð fram tillaga ásamt greinargerð um húsnæðismál Kársnesskóla þar sem lagt er til að bygging Kársnesskóla við Skólagerði verði rifin, starfsemi skólans verði í Vallargerði á meðan byggingarframkvæmdir standa yfir og að nýr starfshópur verði skipaður til að vinna að hönnun nýrrar byggingar skólans. Bæjarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar á fundi þann 1. júní sl. Einnig lögð fram bókun af fundi menntaráðs frá 9. júní sl. vegna málsins þar sem mælt er með við bæjarstjórn að samþykkja ofangreinda tillögu starfshópsins.
Tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar:

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að fresta ákvörðun um niðurrif Kársnesskóla fram á næsta bæjarstjórnarfund sem er þann 27. júní. Tíminn verði nýttur til þess að halda íbúa- og samráðsfund þar sem staða núverandi húsnæðis er kynnt ásamt þeim valkostum sem eru í stöðunni.
Fundarhlé hófst kl. 17:36, fundi fram haldið kl. 17:49.
Fundarhlé hófst kl. 18:20, fundi fram haldið kl. 19:00.
Kl. 19:18 tekur Arnþór Sigurðsson sæti fyrir Ólaf Þór Gunnarsson sem víkur af fundi.

Önnur mál fundargerðir

2.1705019F - Bæjarráð - 2872. fundur frá 01.06.2017

Fundargerð í 31. lið.
Lagt fram.


Bókun (í tengslum við tillögu ÓÞG um málshraða í bæjarráði 8.6.17):

"12. apríl 2016 samþykkti bæjarstjórn Kópavogs einróma að setja reglur um skráningu fjárhagslegra hagsmuna bæjarfulltrúa og birta þá hagsmuni, á vef bæjarins. Síðan er liðið meira en ár en ekkert bólar á reglunum. Ég hvet bæjarstjóra til að sjá til þess verkefnið verði klárað sem allra fyrst".
Ása Richardsdóttir

 • 2.14 1512494 Viðræður um framtíð Tónlistarsafns Íslands
  Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að samkomulagi við Þjóðminjasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og mennta- og menningarmálaráðuneyti um Tónlistarsafn Íslands. Niðurstaða Bæjarráð - 2872 Dagskrártillaga: Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka málið inn á dagskrá með afbrigðum.

  Bæjarráð vísar framlögðum drögum að samkomulagi um Tónlistarsafns Íslands til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum og hjásetu Arnþórs Sigurðssonar og Birkis Jóns Jónssonar framlögð drög samkomulags með áorðnum breytingum við Þjóðminjasafn Íslands, Landsbókasafn Háskólabókasafn og Mennta- og menningarmálaráðuneyti um Tónlistarsafn Íslands.

  Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum og hjásetu Arnþórs Sigurðssonar og Birkis Jóns Jónssonar að leggja niður Tónlistarsafn Íslands.

  Í samræmi við 16. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar er óskað eftir að eftirfarandi tillaga verði tekin inn á dagskrá bæjarstjórnar með afbrigðum:
  "Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 10. gr. stofnskrár Tónlistarsafns Íslands að skipa nefnd sem hefur það hlutverk að tryggja áframhaldandi varðveislu og miðlun mikilvægra heimilda og minja úr eigu safnsins auk ráðstöfun annarra eigna með 11 atkvæðum."
  Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

  Eftirtaldir skipi nefndina:
  Páll Magnússon
  Pálmi Þór Másson
  Guðrún Edda Finnbogadóttir

Önnur mál fundargerðir

3.1706001F - Bæjarráð - 2873. fundur frá 08.06.2017

Fundargerð í 15. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.1704028F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 216. fundur frá 28.04.2017

Fundargerð í 13. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.1705007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 217. fundur frá 11.05.2017

Fundargerð í 13. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

6.1706002F - Forsætisnefnd - 97. fundur frá 08.06.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1704538 - Fundargerð 223. fundar heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 24. apríl 2017

Fundargerð í 39. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.17051878 - Fundargerð 224. fundar heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29. maí 2017

Fundargerð í 66. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1705017F - Leikskólanefnd - 82. fundur frá 23.05.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1705009F - Lista- og menningarráð - 72. fundur frá 24.05.2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1705010F - Menntaráð - 9. fundur frá 16.05.2017

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1705022F - Menntaráð - 10. fundur frá 08.06.2017

Fundargerð í 1. lið.

Önnur mál fundargerðir

13.1705025F - Menntaráð - 11. fundur frá 09.06.2017

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.
 • 13.7 1110178 Kostnaður foreldra við grunnskólagöngu barna sinna
  Niðurstaða Menntaráð - 11 Menntaráð fagnar frumkvæði grunnskóla í Kópavogi að lækka ritfangakostnað fjölskyldna vegna skólagöngu barna. Það er velferðarmál að dregið sé úr kostnaði við skólagöngu barna eins og unnt er og vel sé hlúð að börnum og fjölskyldum þeirra.

  Menntaráð áréttar bókun skólanefndar á fundi dags. 3. október 2016 varðandi lækkun ritfangakostnaðar og mælir með að bæjarstjórn samþykki tillögu þess efnis að grunnskólarnir fari í aðgerðir við að lækka ritfangakostnað. Í þeim tilgangi verði hvatt til þess að grunnskólarnir skipuleggi m.a. sameiginleg innkaup í samstarfi við foreldra. Miðað verði við að kostnaður vegna hvers nemanda verði ekki hærri en 4000 kr. á næsta skólaári 2017 -2018.
  Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

  Bókun:
  "Ég fagna tillögu menntaráðs um að lækka ritfangakostnað fjölskyldna vegna skólagöngu grunnskólanema. Mikilvægt er að grunnskólar skipuleggi sameiginleg innkaup í samstarfi við foreldra. Hins vegar tel ég að þessi námsgögn eigi að vera grunnskólanemum gjaldfrjáls. Grunnskólar í Kópavogi ættu því að útvega öll þau gögn sem nauðsynlegt er að nemendur hafi tiltæk vegna náms, hvort sem það eru pappír, ritföng eða annað. Við gerð fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar árið 2018 þarf að tryggja fjármuni vegna þessa.
  Birkir Jón Jónsson"

Önnur mál fundargerðir

14.1705013F - Skipulagsráð - 9. fundur frá 29.05.2017

Fundargerð í 17. liðum.
Lagt fram.
 • 14.5 1703844 Mánabraut 7. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jakobs Líndal arkítekts dags. 23. febrúar 2017 fh. lóðarhafa lóðar nr. 7 við Mánabraut þar sem sótt er um stækkun á húsi um 49,2 m2. Í breytingunni felst hækkun þaks og gólfs í bílskúr um 50 cm. auk stækkunar til suðurs og norðurs, húsið stækkað til suðurs og verður að hluta til stofa og herbergi, fyrirkomulag innanhúss endurskipulagt og steyptur nýr stigi niður í kjallara auk þess að þakskyggni húss yrði framlengt fram yfir núverandi bílskúr að norðanverðu og að hluta að sunnanverðu yfir nýjan sólpall. Uppdráttur í mkv. 1:100, 1:1200 og 1:1500 ásamt skýringarmyndum og erindi dags. 23. febrúar 2017. Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda breytingu fyrir lóðarhöfum Mánabrautar 5, 6, 8, 9 og Sunnubrautar 6 og 8. Athugasemdafresti lauk 5. maí 2017. Athugasemd barst frá lóðarhöfum Mánabrautar 9 dags. 4. maí 2017. Lagt fram undirritað samkomulag lóðarhafa Mánabrautar 7 og 9 dags. 12. maí 2017. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 23. maí 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 9 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 14.6 1608511 Jórsalir 12. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar arkítekts fyrir hönd lóðarhafa Jórsala 12 þar sem óskað er eftir að setja kvist í þak í norður og byggja við þak á vesturgafl. Uppdrættir í mælikvarðanum 1:500 og 1:100, dags. 15. júní 2011. Skipulagsnefnd samþykkti 15. ágúst 2016 með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Jórsölum 6, 8, 10, 14 og Logasölum 9. Lagður fram uppdráttur móttekinn 18. maí 2017 með undirrituðun ofangreindra lóðarhafa sem gera ekki athugasemd við breytinguna. Niðurstaða Skipulagsráð - 9 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 14.8 1701362 Hólmaþing 5 og 5b. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Björns Árdal, lóðarhafa Hólmaþingi 5 dags. 13. janúar 2017 þar sem óskað er eftir að skipta 3.165 m2 lóð að Hólmaþingi 5 í tvær lóðið. Hólmaþing 5 verður eftir breytingu 2.020 m2 og lóðin að Hólmaþingi 5b verður 1.145 m2. Ný aðkoma er gerð að Hólmaþingi 5 sem færist frá Hólmaþingi að Gulaþingi. Á lóðinni að Hólmaþingi 5 verður byggingarréttur óbreyttur en á lóðinni Hólmaþingi 5b er gert ráð fyrir einbýlishúsi á einni hæð auk kjallara. Grunnflötur er áætlaður 136 m2 og samanlagður gólfflötur 272 m2. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum á lóð. Aðkoma yrði óbreytt sbr. gildandi deiliskipulag þ.e. milli Hólmaþing 3 og 7. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 13. janúar 2017. Skipulagsráð samþykkti erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Athugasemdafresti lauk 3. apríl 2017. Ábendingar og athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn um athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma, dags. 15. maí 2017.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 9 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 14.9 1703870 Faldarhvarf 11-13. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju eftir kynningu tillaga Helga Hjálmarssonar arkítekts dags. 17. mars 2017 fh. lóðarhafa Faldarhvarfs 11-13. Breytingin felur í sér fella út fyrri samþykkt fyrir hringstiga og breyta í pallastiga, stækkun á stigapalli á norðurhlið húsanna yrði 160 cm. x 240 cm. eða í heild 3,84 m2. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 29. desember 2016. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda breytingu fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfi 2, 4, 4a og Faldarhvarfi 1, 3, 5, 7, 9, 15 og 17. Athugasemdafresti lauk 15. maí 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 9 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 14.10 1610149 Fífuhvammur 11. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju erindi Sindra Freys Ólafssonar, lóðarhafa Fífuhvammi 11 dags. í september 2016 þar sem óskað er eftir leiðréttingu á skráningu fasteignar á þann veg að ósamþykkt íbúð verði skráð samþykkt og fái fastanúmer. Fífuhvammur 11 er fjölbýlishús með þremur samþykktum íbúðum, einni ósamþykktri og tveimur bílskúrum. Á fundi skipulagsnefndar 17. október 2016 var afgreiðslu erindisins frestað og óskað eftir umsögn byggingarfulltrúa. Á fundi skipulagsnefndar 21. nóvember 2016 var málinu frestað og óskað eftir lagfærðum teikningum.
  Lagðar fram lagfærðar teikningar unnar af Ólafi V. Björnssyni verkfræðingi í mkv. 1:50, 1:100 og 1:500 dags. 28. mars 2017. Ennfremur fylgir með samþykki meðeiganda Fífuhvammi 11.Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 9, 13 og Víðihvamms 4.
  Lagður fram uppdráttur þar sem ofangreindir lóðarhafar við Fífuhvamm og Víðihvamm hafa undirritað og gera því ekki athugasemd við að ósamþykkt íbúð verði skráð samþykkt og fái fastanúmer.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 9 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 14.14 1705661 Hafnarbraut 2-10, Kársnesbraut 108-114. Svæði 12. Deiliskipulag.
  Lögð fram til kynningar tillaga Teiknistofunnar Traðar að deiliskipulagi fyrir reit 12 í skipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Kársness. Nánar tiltekið nær tillagan til götureitar sem afmarkast af Nesvör til norðurs, Kársnesbraut til austurs, Þinghólsbraut til suðurs og Hafnarbraut til vesturs. Í tillögunni felst að núverandi byggingar að Hafnarbraut 4, 6, 8 og 10 verða rifin og nýtt fjögurra hæða íbúðarhúsnæði með kjallara byggt í þeirra stað. Á lóðinni Hafnarbraut 4-8 verða að hámarki 38 íbúðir og áætlað nýtingarhlutfall 1,97 (2,46 með kjallara) og 1,3 bílastæði á íbúð. Á lóð Hafnarbrautar 10 eru ráðgerðar 40 íbúðir áætlað nýtingarhlutfall 1,83 (2,28 með kjallara) og 1,3 bílastæðum á íbúð.
  Á lóðunum Kársnesbraut 108-114 er í tillögunni gert ráð fyrir að byggja eina íbúðarhæð ofan á núverandi atvinnuhúsnæði með samtals 34 íbúðum. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 5. maí 2017. Þá greint frá samráðsfundi með lóðarhöfum ofangreindra lóða sem haldinn var 9. mái 2017 á skipulags- og byggingardeild. Hans-Olav Andersen arkitekt gerir grein fyrir tillögunni.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 9 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Guðmundur Gísli Geirdal, J. Júlíus Hafsteinn, Sigríður Kristjánsdóttir, Andrés Pétursson, Hreiðar Oddsson og Kristinn Dagur Gissurarson greiddu atkvæði með tillögunni.
  Pétur Hrafn Sigurðsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 14.16 1611458 Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi. Tillaga.
  Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu aðalskipulagi á kolli Nónhæðar. Tillagan fjallar um breytingu á landnotkun og talnagrunni fyrir Nónhæð. Nánar tiltekið nær breytingin til svæðis sem afmarkast af Arnarnesvegi í suður, Smárahvammsvegi í austur, lóðamörkum húsa sunnan Foldarsmára í norður og húsagötu að Arnarsmára 32 og og 34 í vestur. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á svæðinu samfélagsþjónusta og opin svæði en breytist samkvæmt tillögunni í íbúðarbyggð og opin svæði sem mun nýtast almenningi til leikja og útiveru. Áætlað er að fjöldi íbúða verði allt að 140. Skipulagslýsing verkefnisins var afgreidd af skipulagsnefnd og samþykkt í bæjarstjórn nóvember 2016 til janúar 2017. Lýsingin var kynnt frá 21. janúar til 20. febrúar 2017. Með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu 21. janúar 2017 var vakin athygli á því að kynning lýsingarinnar stæði yfir og að efni hennar mætti nálgast á heimasíðu bæjarins og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar umhverfissviðs. Lýsingin var kynnt á almennum fundi í Smáraskóla 9. febrúar 2017. Lýsingin var jafnframt send umsagnaraðilum til umsagnar. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun sbr. bréf dags. 2. febrúar 2017; frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sbr. bréf dags. 1. febrúar 2017; frá Mosfellsbæ sbr. bréf dags. 1. febrúarar 2017; frá Samtökum sveitarfélags á höfuðborgarsvæðinu sbr. bréf dags. 7. febrúar 2017. Auk þess bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
  Á fundi skipulagsráðs 20. febrúar 2017 var samþykkt að hefja gerð aðalskipulagsbreytingar fyrir koll Nónhæðar. Á fundi skipulagsráðs 18. apríl 2017 var samþykkt að kynna framlögð drög að breyttu aðalskipulagi (tillögu á vinnslustigi) í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu 29. apríl 2017 þar sem vakin er athygli á því að vinnslutillaga vegna fyrirhugaðrar breytinga á aðalskipulagi væri til kynningar á heimasíðu Kópavogsbæjar og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs. Jafnframt var auglýst opið hús 4. maí og 8. maí 2017 í Fannborg 6 2h frá kl. 17 - 18 þar sem drögin voru kynnt sérstaklega þeim sem þess óskuðu. Alls mættu fimm íbúar 4. maí og 8. maí mættu þrír. Þá lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 8. maí 2017: Kæruleiðir er varðar skipulagsmál. Þá lagt fram erindi Guðrúnar Benediktsdóttur, Brekkusmára 2 og Ásmundar Hilmarssonar, Eyktarsmára 1 dags. 10. maí 2017 og varðar breytingu á skipulagi Nónhæðar. Enn fremur lagt fram erindi lögfræðideildar dags. 29. maí 2017: Svar við erindi vegna Nónhæðar.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 9 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga.
  Pétur Hrafn Sigurðsson bókar "Mikilvægt er að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu og ekki óeðlilegt að horft sé til Nónhæðar í því samhengi. Á sama hátt er mikilvægt að taka tillit til þeirrar byggðar sem fyrir er og breyta ekki ásýnd hverfisins verulega. Yfir 50 athugasemdir hafa borist frá íbúum hverfisins og flestar hníga í þá átt að takmarka hæð húsanna við þrjár hæðir. Ég tek undir athugasemdir íbúa um að hámarkshæð á íbúðarhúsnæði í Nónhæð verði þrjár hæðir."
  Fundarhlé gert kl. 18:50.
  Fundur hélt áfram kl. 19:00.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Arnþórs Sigurðssonar og Péturs Hrafns Sigurðssonar.

Önnur mál fundargerðir

15.17051677 - Fundargerð 850. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerð í 49. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.1705982 - Fundargerð 375. fundar stjórnar Sorpu frá 12.05.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.17051023 - Fundargerð 443. fundar stjórnar SSH frá 8. maí 2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.17051799 - Fundargerð 265. fundar stjórnar Strætó bs. frá 12.05.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.1705016F - Velferðarráð - 10. fundur frá 22.05.2017

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Kosningar

20.1408096 - Kosningar í íþróttaráð 2014-18

Tillaga:
Hjörtur Sveinsson komi inn sem varamaður, í stað Arnars Kristinssonar.
Bæjarsjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 21:07.